Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 28
28 16. desember 2002 MÁNUDAGUR Betur innrætt- ur en ég hélt Ég á mér uppáhaldsjólaskrautsem er forláta hús sem amma mín gaf mér,“ segir Sigurður Kristinsson tónlistarmaður að- spurður um jólaskrautið sem honum er kærast. „Þetta er svona gamall burstabær, allur útskor- inn að innan, básar og eldstó, og hann er trúlega smíðaður 1808. Sigurður segir bæinn þegar hafa verið ævagamlan þegar amma hans eignaðist hann. „Svo var sett ljós í hann árið 1950 og ég hef haldið þessum bæ við og er einmitt nýbúinn að stilla honum upp fyrir stelpurnar mínar.“ Sigurður er á fullu í jólaundir- búningi og segir að hann og eigin- konan byrji að skreyta strax 1. desember. „Við settum upp serí- ur á fyrsta degi mánaðarins og erum í óða önn að gera jólalegt fyrir stelpurnar okkar, sem eru tveggja og fjögurra ára og ein al- veg ný, sem fæddist 15. nóvem- ber. Annars var Sigurður að gefa út diskinn Jólaplötu, sem hann tók upp í barnaherberginu heima hjá sér. „Ég hef lengi gengið með það í maganum að gera jólaplötu og fara illa með jólalögin. Þegar til kom var ég miklu betur innrættur en ég hélt og mér tókst ekkert að vera vondur við jólalögin,“ segir Sigurður að lokum. ■ Yfirkokkurinn á Litla-Hrauni búinn að smíða hátíðarmatseðil: Óvíst með möndlugrautinn JÓL „Það hefur alltaf verið vask- lega lagt upp úr jólamatnum hér. Ég er að verða búinn að smíða matseðilinn í ár,“ segir Pétur Andrésson, yfirkokkur á Litla- Hrauni. Pétur hefur eldað ofan í fanga og starfsfólk Litla-Hrauns í tvö ár og kann vel við starfið. „Á aðfangadag hef ég þennan hefðbundna hamborgarhrygg og í desert fá þeir ístertur. Á jóladag verður boðið upp á kakó og rjóma- tertur um daginn og um kvöldið er hægt að velja á milli lamba- og hangikjöts,“ segir Pétur. Í fyrra var möndlugrautur með tilheyr- andi verðlaunum en hann hefur enn ekki ákveðið hvort grauturinn góði verði á boðstólum í ár. Í hádeginu á öðrum degi jóla býður Pétur upp á kjúkling og franskar en um kvöldið verður kabarettborð, þar sem hægt verð- ur að velja milli tveggja kjötteg- unda auk meðlætis. Pétur býður einnig upp á smákökur. Hann segir fangana þó ekki fá að koma inn í eldhúsið þannig að áhugasamir geta ekki tekið þátt í smákökugerðinni. ■ SIGURÐUR KRISTINSSON MEÐ DÆTURNAR Eignaðist jólahúsið sitt þegar hann var smá patti og hefur varðveitt það vel síðan. Húsið var smíðað árið 1808. LITLA-HRAUN Tveir kokkar vinna í eldhúsinu á Litla-Hrauni auk þess sem þeir hafa nokkrar hjálparhellur. Yfirkokkurinn segist eyða hátíðunum að mestu leyti þar. Jólaskrautið mitt Jólahúsið hans Sigurðar er orðið meira en aldar gamalt, en hann eignaðist það sem barn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.