Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 20
20 16. desember 2002 MÁNUDAGUR fiegar flú breg›ur flér í bæinn á bílnum er gott a› huga a› gó›ri gistingu fyrir hann á me›an flú sinnir flínum málum. Kolaporti› bí›ur „gistingu“ fyrir bíla á 1,33 kr. mínútuna. Hér er gó› gisting undir flaki á notalegum sta›. Lægsta gjald er 80 kr. fyrir eina klukkustund og eftir fla› borgar flú a›eins fyrir flann tíma sem flú notar, e›a 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur. Mána›arkort í Kolaport bjó›ast á a›eins 5.600 kr.*) Ód‡r gisting fyrir bílinn flinn Kolaport vi› Arnarhól *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5. Hvernig er að vera unglingur í dag? Auður Anna: „Það er ágætt. Stund- um getur verið erfitt að vera ung- lingur, eins og þegar maður lendir í rifrildum við foreldra sína eða vinkonur.“ Emil: „Erfitt. Maður er fátækur námsmaður og þarf að standa und- ir væntingum frá foreldrum.“ Sveinborg: „Það er fínt fyrir utan þessi venjulegu vandamál sem eru hjá unglingum, eins og foreldrana, skólann og peningamálin.“ Þórir Gunnar: „Í rauninni er ömur- legt að vera unglingur. Það er ekk- ert sérstakt félagslíf; maður getur ekkert gert nema hanga heima hjá einhverjum vinum sínum og horfa á spólur sem maður hefur séð svona þrisvar sinnum.“ Hvert er ykkar álit á alhæfingu á borð við þessa: „Unglingar í dag hugsa aðeins um tísku, popptónlist, vímuefni og kynlíf“? Auður Anna: „Mér finnst nokkuð mikið til í henni.“ Emil: „Ég held að það sé akkúrat „pointið“ okkar.“ Sveinborg: „Mér finnst hún vera rétt.“ Þórir Gunnar: „Allar þessar alhæf- ingar eru náttúrlega rangar. En það eru ábyggilega margir ung- lingar sem hugsa bara um þetta.“ Hafa forvarnir gegn vímuefnum og tóbaki tilætluð áhrif á ykkur? Auður Anna: „Jáhhhh.“ Emil: „Öllum þessum auglýsingum er ekkert sérstaklega beint ein- göngu að okkur. Verðið er þó góð forvörn, sígarettupakki kostar til dæmis meira en 500 krónur.“ Sveinborg: „Mér finnst að krakkar fái ekki nógu mikið fræðsluefni um þetta miðað við hversu margir lenda í dópi og byrja að reykja.“ Þórir Gunnar: „Þessar auglýsingar hafa ekki mikil áhrif. Þegar ég var í tíunda bekk kom fyrrverandi dópisti í skólann með tvær gerðir af lifrarbólgu og átti stutt eftir. Það hafði miklu meiri áhrif.“ Eruð þið ánægð með skólann? Auður Anna: „Nei. Mér finnst kennslan léleg.“ Emil: „Ég var í Iðnskólanum og hann var hörmulegur. Þar var ekk- ert félagslíf og tímarnir voru ekki skemmtilegir.“ Sveinborg: „Ég er bara sátt við skólann.“ Þórir Gunnar: „Mér finnst að skól- ar ættu ekkert að vera skemmti- legir. En minn skóli er ágætur.“ Álítið þið að námsefnið eigi vel við ykkur? Auður Anna: „Nei, mér finnst námsefnið vera of mikið, það er endalaust eitthvað nýtt í hverju fagi. Við höfum ekki þörf á að vita þetta allt.“ Emil: „Ég myndi segja að námsefn- ið væri gott fyrir okkar aldur. Við ættum allavega að ráða við þetta.“ Sveinborg: „Já.“ Þórir Gunnar: „Jú, jú, námsefnið er ágætt.“ Hvernig var fólk á ykkar aldri fyr- ir hundrað árum síðan? Auður Anna: „Ég held að það hafi miklu meira þurft að sjá fyrir sér.“ Emil: „Hundrað ár er ekki langur tími svo ég trúi ekki að fólk hafi breyst mikið.“ Sveinborg: „Ég held að það hafi verið mjög leiðinlegt hjá því. Það voru engin sérstök unglingaár; fólk á okkar aldri fékk enga menntun og þurfti að byrja lífið eins og fullorðnar manneskjur á unga aldri.“ Þórir Gunnar: „Ég held að þau hafi bara verið tjillandi með sviða- kjamma í hægri hendi og harðfisk í þeirri vinstri.“ Halda unglingar ennþá til á Lækj- artorgi? Auður Anna: „Já, það er eitthvert sorglegt lið sem hangir þar.“ Emil: „Ég tel að þeir sem hafi ekk- ert betra við tímann að gera séu á Lækjartorgi.“ Sveinborg: „Já, en þeir sem gera það sitja þar eins og rónar allan daginn.“ Þórir Gunnar: „Ég held að fólk sé dreifðara í dag. Það tjillar meira í sjoppum og leikskólum.“ Hafa kvikmyndir og auglýsingar haft slæm áhrif á ykkur? Auður Anna: „Ekki á mig kannski. En vitaskuld kemur þetta ákveðnum hugmyndum inn hjá fólki.“ Emil: „Ég tel að allar bíómyndir hafi áhrif. Þær hafa áhrif til lengdar, enda þótt maður taki ekki sjálfur eftir því þegar maður horf- ir stöðugt á mynd- ir.“ Öll þekkjum við hormónaráðvillu unglingsáranna, en okkur hættir þó til að gleyma því hvernig það var að vera unglingur og dæma manneskjur á þessum aldri með armæðufullu fussi á borð við: „Unglingar í dag! Þegar við vorum ung hvarflaði ekki að neinum að haga sér SVONA.“ Raunin er hins vegar sú að mörg okkar voru einmitt SVONA því unglingsárin eru strembin fyrir marga, ósjaldan álitin flóknasta tíma- bilið á ævinni. Auður Anna Kristjánsdóttir, Emil Jak- obsson, Sveinborg Hafliðadóttir og Þórir Gunnar Jónsson féllust á að svara nokkrum spurningum um lífið og unglingatilveruna. Auður Jónsdóttir ræðir við unglinga um blessað lífið og tilveruna tilkomumiklu: AUÐUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR „Áður fyrr fengu allir að vinna. Nú er alltof hátt aldurstakmark.“ ÞÓRIR GUNNAR JÓNSSON „Í rauninni er ömurlegt að vera unglingur.“ SVEINBORG HAF- LIÐADÓTTIR „Ég er bara sátt við skólann.“ EMIL JAKOBSSON „Verðið er þó góð for- vörn, sígarettupakki kostar til dæmis meira en 500 krónur.“ Unglingar ættu að fá að vinna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.