Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 OD DI H F J 09 45 74.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V421 Nýr glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. 79.900 kr. stgr. Eldavél HL 54024 Ný stórglæsileg eldavél. Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun, sökkhnappar, stangarhandfang. Gæðagripur sem sómi er að. 69.900 kr. stgr. Bakstursofn HB 28055 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. 12.900 kr. stgr. Þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtir. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann. 66.900 kr. stgr. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Stílhreinn gæðagripur frá Siemens. 56.900 kr. stgr. Þvottavél WXB 1060BY Frábær rafeindastýrð þvottavél á kostakjörum. 1000 sn./mín. 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. 59.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34234 Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, þrjú hitastig. Umboðsmenn um land allt. Jólatilboð! listar hafi ótvíræð áhrif á sölu bóka. Halldór tekur í sama streng. „Ótrúleg undirboð á stórmörkuðum geta verið ánægjuefni fyrir neyt- endur til skamms tíma en bjóða hættunni heim til langs tíma. Þetta mun leiða til fátæklegri bókaflóru. Útgefendur fara að leggja ofur- kapp á svokallaða bestsellera.“ Hagkaupsmenn eru, sem áður segir, með Brauðbók Jóa Fel sem selst hefur í 19.000 eintaka og er ekkert lát á sölunni. Sigríður Grön- dal, innkaupastjóri sérvöru, segir þess vissulega dæmi að greitt hafi verið með bókum. „Í verðsam- keppni verður maður að standa sig. Auðvitað erum við að hugsa um að viðskiptavinirnir geti gert góð kaup.“ Sigríður vill taka skýrt fram að Hagkaup býður viðskiptavinum sínum allar bækur til sölu, alls um 500 titla bóka sem koma út fyrir þessi jól. Aðrir stórmarkaðir bjóði hins vegar aðeins söluvænlegustu titlana. Sigríður getur ekki ímynd- að sér annað en forleggjarar séu ánægðir með stórmarkaðina, sem hafa stuðlað að aukinni sölu sem leiði til þess að bókin haldi sínu og vel það í aukinni samkeppni við tölvuleiki, dvd og myndbönd. Upplagstölur Þumalputtareglan er sú að eigi bækur að standa undir kostnaði þarf að selja 1.500 eintök. Þetta er þó breytilegt og Hagkaupsmenn þurfa til dæmis að selja umtalsvert meira af Jóa Fel. Bókin er seld á að- eins 1.299 en kostar mikið í fram- leiðslu. Sigríður er ófáanleg að segja hvað þurfi að selja mikið til að hún standi undir kostnaði en lík- lega er því marki náð og vel það. Línur eru teknar að skýrast og gera má ráð fyrir því að Jón Bald- vin – Tilhugalíf, Röddin, Sonja og jafnvel Ísland í aldanna rás, sem er dýrari bók, muni seljast í um eða yfir 10 þúsund eintökum. Og stand- ist það sem sagt er um stöðugt hærri sölutoppa má jafnvel búast við enn betri sölu eða í kringum 15 þúsund eintök. Þá er hagnaður út- gáfu og höfunda orðinn dágóður og ekki að undra þó talsverður titring- ur sé meðal útgefenda og höfunda sem eru þátttakendur í jólabóka- vertíðinni. Allar tölur eru þó af- stæðar því auglýsingar og annar kostnaður eru afar misjöfn milli bóka. Samningar milli útgefenda og höfunda eru jafnan þannig að höfundar fá í sinn hlut um 23 pró- sent af útsöluverði bóka. Sé um við- mælanda að ræða er allur gangur á hvernig sú tala skiptist. Oft er um að ræða helmingaskipti höfunda- launa en fer þó eftir því hvort mik- il heimildavinna liggur að baki hjá höfundi. Sumir viðmælendur skrifa sig nánast sjálfir og er þá jafnvel talað um kranabækur. Þess eru ein- nig dæmi að viðmælandi bókar sem seldist vel hafi fengið konfektkassa að launum þannig að á þessu er all- ur gangur. Halldór segir að mesta sala einn- ar bókar á vertíð sem hann þekki sé Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann sem kom út í fyrra – alls 17 þúsund eintök seld. Sú bók sem hann hefur selt mest af í gegnum tíðina sé hins vegar Djöflaeyjan eftir Einar Kára- son, þegar allt sé lagt saman séu seld yfir 40 þúsund eintök. Jóhann Páll náði dágóðum toppi í fyrra þeg- ar hann seldi Eyðimerkurblómið í 14.500 eintökum. Auk þess hafa far- ið rúmlega 2000 eintök í kilju þannig að upp- lagið slagar í 17 þúsund. „Ólafur Jó- hann tók þetta á endasprettinum,“ segir Jóhann Páll. jakob@frettabladid.is JÓHANN PÁLL Segir sýniþörfina ráða för hjá blaðamönnum, að skrifa bækur sé þeirra leið til að vekja á sér athygli. REYNIR TRAUSTASON Reynir telur að í blaðamennskunni læri menn að ná því fram sem máli skiptir. „Þú lifir og hrærist í texta dagana langa,“ segir Reynir. DAVÍÐ ODDSSON Talið er að Davíð eigi eftir að láta að sér kveða á sölulistunum, þrátt fyrir misjafna dóma, ekki síst í ljósi þess að bók hans Nokkrir dagar án Guðnýjar seldist ákaflega vel 1997. JÓI FEL. Brauðbók Jóa Fel hefur selst í 19.000 eintökum og er ekkert lát virðist á sölunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.