Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 22
22 16. desember 2002 MÁNUDAGUR Síðumúla 3-5 N á t t f a t n a ð u r HANDVERK „Þetta er svona eins og gamalt kaupfélag,“ segir Gylfi hlæjandi aðspurður um verslun- ina. „Þetta er eina verslunin á landinu sem er svona. Ég er með allt í handverkið.“ „Ég var búinn að skipuleggja undanhaldið þegar ég hætti hjá fyrrverandi vinnuveitendum mín- um og keypti þetta húsnæði til að leika mér í,“ segir Gylfi, sem starf- aði um árabil í markaðsdeild Flug- leiða. „Þegar ég fór að kaupa það sem mig langaði í spurðu menn hvort ég vildi ekki kaupa eitthvað fyrir þá í leiðinni. Þannig varð þessi verslun til.“ Gylfi selur tæki og tól fyrir ýmiss konar handverk; smíðar, saumaskap og fleira. Hjá Gylfa fæst einnig tilbúið hand- verk, svo sem klukkur sem ganga rangsælis. „Þegar fólk er á rakara- stofu hefur það ekki tækifæri á að lyfta höndunum upp undan teppinu og líta á klukkuna,“ útskýrir Gylfi. „Ef það er hins vegar klukka sem gengur rangsælis á veggnum fyrir aftan það, þá getur það litið í speg- ilinn og séð hana rétta.“ Gylfi hefur prófað sitt af hverju í handverkinu. Þó segist hann ekki vera góður í neinu. „Ég er með fullt af góðum hugmyndum en gef mér minni tíma til að framkvæma þær.“ Að sögn handverksmannsins hefur landinn tekið búðinni með opnum örmum. Ólíkt því sem menn halda eru æ fleiri sem prófa sig á handverkinu. „Það er verið að gera allt milli himins og jarðar. Því fólki sem er að gera eitthvað líður miklu betur en þeim sem eru ekki að gera neitt. Það býr í öllum að gera eitthvað. Þetta er forrit sem ekki hefur verið notað og menn ræsa það þegar annað hverf- ur,“ segir Gylfi. Hann segir alla geta gert eitthvað í hönd- SITUR ENGINN Á HAKANUM Gylfi selur ýmiss kon- ar handverk í verslun sinni, þar á meðal þenn- an stórkostlega stól. Ég á eitt skraut sem er í allramestu uppáhaldi hjá mér,“ seg- ir Jóhanna Linnet söngkona. „Það er aðventukrans frá Georg Jensen sem ég keypti mér í Kaupmanna- höfn árið 1995. Það er ekta gylling á honum og þetta voða fínt. Ég hef aldrei séð svona kransa hér á landi og það er hætt að framleiða þá núna.“ Kransinn er afar einfaldur og það þarf ekkert að gera við hann milli ára. Jóhanna metur það líka mikils að ekki skuli stafa brunahættu af honum. „Hann er auðvitað ekki eldfimur fyrir fimm aura og ekki nokkur leið að kveikja í honum eins og grenikrönsunum.“ Jóhanna á líka 7 jólaóróa frá Georg Jensen sem hún heldur ekki síður upp á. „Ég eignaðist þann fyrsta um svipað leyti og kransinn og hef keypt mér óróa eða fengið að gjöf á hverju ári síðan. Ég stelst til að setja þá upp fyrsta sunnudag í aðventu því mér finnst þeir svo fallegir.“ Jóhanna segir að hún muni örugglega reyna smám sam- an að eignast eldri óróana til að fullkomna safnið. „Ég veit að þetta er ekki mjög þjóðlegt en ég er al- veg forfallin í þetta gyllta dót. Ég skreyti mest með því og svo hý- asintuskreytingum sem ég geri sjálf.“ ■ Jólaskrautið mitt Leikurinn breyttist í bisness Gylfi Eldjárn Sigurlinnason hefur rekið verslun fyrir ýmiss konar handverk í fimm ár. Hann segir fjölda fólks reyna fyrir sér í handverki, fleira en marga grunar. Er með fullt af hugmyndum sem hann kemur ekki í framkvæmd. unum. „Það getur enginn sagst vera með þumalputta á öllum. Þá er það bara að koma sér undan að gera eitthvað.“ Í búðinni hans Gylfa er meðal annars hægt að fá fjarstýrðar flug- vélar, báta, þyrlur og bíla. Sonur hans rekur þá deild innan verslun- arinnar. „Búðin er fyrir börn á öll- um aldri, frá 5 ára til 85 ára,“ seg- ir Gylfi Eldjárn Sigurlinnason handverksmaður. kristjan@frettabladid.is HANDVERKSMAÐURINN GYLFI Gylfi er 66 ára, hálfur Hafnfirðingur og hálfur Vestfirðingur. Hann á konu, fjögur börn og átta barnabörn. Verslunin er í Hólshrauni í Hafnarfirði, bak við Fjarðar- kaup. Gylfi segist hafa verið eigingjarn þegar kom að því að gefa versluninni nafn, nefndi hana í höfuðið á sjálfum sér. JÓHANNA LINNET Aðventukrans og jólaóróar frá Georg Jensen prýða heimilið frá því snemma á aðventunni enda í miklu uppáhaldi hjá húsmóðurinni. Jóhanna Linnet hefur í nógu að snúast á aðventunni og því kemur sér vel fyrir hana að eiga einfalt jólaskraut sem auðvelt er að setja upp. Gylltur krans og óróar fallegasta skrautið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.