Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 2
2 16. desember 2002 MÁNUDAGUR Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Rekstur á nýrri heilsugæslustöð verður boðinn út í fyrsta sinn á Íslandi í dag. Um er að ræða nýja heilsugæslustöð í Salahverfi í Kópavogi. Nei, þetta er aðeins tilraun og ég geri greinarmun á einkavæðingu og einka- rekstri. Þetta form gerir ráð fyrir að sjúk- lingar fái sömu þjónustu fyrir sama verð og á öðrum heilsugæslustöðvum. SPURNING DAGSINS Er þetta fyrsta skrefið í átt að einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar? EVRÓPUMÁL Leiðtogafundi Evrópu- sambandsins í síðustu viku lauk með sögulegum hætti á föstudags- kvöldið þegar 10 ríkjum var form- lega boðin aðild að sambandinu. Löndin sem um ræðir eru Pólland, Ungverjaland, Tékkland, Slóv- akía, Slóvenía, Eistland, Lettland, Litháen, Malta og Kýpur. Áætlað er að þau muni ganga í sambandið 1. maí 2004. Ef innganga þessara ríkja verður að veruleika mun að- ildarlöndum ESB fjölga úr 15 í 25 og yrði það umfangsmesta stækk- un sambandsins til þessa. Eftir er að samþykkja inngönguna í þjóð- aratkvæðagreiðslu í hverju landi fyrir sig. Á fundinum var einnig samþykkt að taka aðildarumsókn Tyrklands til endurskoðunar árið 2004 og stefnt var á að bjóða Rúm- eníu og Búlgaríu inngöngu árið 2007. Markmið leiðtogafundarins var fyrst og fremst að ganga frá samningum um fjárhagslega skil- mála fyrir inngöngu landanna 10 enda er efnahagur flestra ríkj- anna mjög bágborinn. Samþykkt var að veita ríkjunum fjárhags- lega aðstoð um sem nemur 40,8 milljörðum evra á þremur árum og mun styrkurinn einkum renna til landbúnaðar- og samgöngu- mála. Þó að íbúatala ESB-ríkjanna hækki um 20% mun verg þjóðar- framleiðsla sambandslandanna aðeins aukast um 5% við stækk- unina. Því er ljóst að stækkunin mun hafa umtalsverðar efnahags- legar afleiðingar fyrir nær öll sambandslöndin og einnig önnur vestræn ríki. Ljóst er að innganga nýju ríkj- anna mun hafa umtalsverð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga en fleiri ríki hafa einnig hags- muna að gæta. Noregur er að mörgu leyti í svipaðri stöðu og Ís- lendingar og þar á bæ hafa vakn- að ýmsar spurningar í kjölfar niðurstöðu leiðtogafundarins. Forsætisráðherrann Kjell Magne Bondevik hefur verið harður andstæðingur ESB-aðildar fram að þessu en sér nú fram á að þjóðaratkvæðagreiðslur um mál- ið muni fara fram í Noregi árið 2005 og 2010. Mörgum lands- mönnum hans finnst hann þó helst til varfærinn og óttast að Noregur muni einangrast í Evr- ópusamstarfinu ef ekki verður tekið afdráttarlaust skref í átt að aðild innan skamms. ■ Evrópusambandið opnar dyr til austurs Sögulegur áfangi náðist þegar leiðtogar ESB-landanna samþykktu aðild 10 nýrra ríkja sem tekur gildi 1. maí 2004. Ríkin eru flest í Austur- Evrópu og hafa ráðamenn látið þau orð falla að nú séu síðustu leifar járntjaldsins endanlega fallnar. LEIÐTOGAFUNDUR ESB Í KAUPMANNAHÖFN Að loknum leiðtogafundinum föðmuðust ráðamenn og lyftu glösum til að fagna merkum áfanga í sögu Evrópusambandsins. Á myndinni sjást forsætisráðherra Ungverjalands, Peter Medgyessy, og Jacques Chirac Frakklandsforseti. ÓLAFUR DAVÍÐSSON Þar sem ekki tekst að ganga frá sölunni fyrir jól tefst vinna fram yfir áramót. Sala Búnaðarbankans: Dregst fram yfir áramót EINKAVÆÐING Ekkert verður af því að gengið verði endanlega frá sölu á hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum fyrir áramót. Stefnt hafði verið að því að ljúka söl- unni fyrir vikulokin en nú er ljóst að það tekst ekki. „Það eru mjög margir aðilar sem koma að þessu, þess vegna tekur þetta lengri tíma,“ segir Ólafur Davíðsson, formaður einkavæðingarnefndar. Hann segir að menn hafi gert sér grein fyrir því að þar sem ekki tækist að ganga frá sölunni fyrir jól myndi það taka einhvern tíma að koma ferlinu í höfn eftir áramót. „Við stefnum að því að verða komin á leiðarenda ekki síðar en 21. janúar.“ Ólafur segir að frestunin á undirskrift sölusamnings hafi ekki áhrif að ráði á greiðslur fyr- ir hlut ríkisins í bankanum. „Það lá alltaf fyrir að greiðslurnar myndu ekki koma fyrr en á næsta ári þótt gengið yrði frá samning- um núna.“ ■ STJÓRNMÁL „Mér fannst takast mjög vel til þrátt fyrir að ýmis ljón væru í veginum,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir, for- maður utanríkismála- nefndar Alþingis, um samninginn um stækkun Evrópusambandsins til austurs. „Pólverjar settu hælana niður ef maður getur sagt svo. Þeirra sjónarmið voru mjög skiljanleg. Þetta er fjöl- menn þjóð sem byggir á landbún- aði, það var mjög ánægjulegt að það tækist að leysa ágreininginn um landbúnaðarmál.“ Sigríður Anna segir að stækk- un Evrópusambandsins og Atl- antshafsbandalagsins sé hluti af þróun lýðræðis og friðar í Evrópu. „Ég get sagt að þarna séu menn að reka endahnútinn á þau ósköp öll sem fylgdu í kjölfar seinni heimsstyrj- aldar.“ „Það eru líka mikil tækifæri fólgin í þessu fyrir okkur Íslendinga,“ segir Sigríður. „Þó þessir markaðir hafi ekki verið mikilvægir fyrir okkur til þessa er ljóst að þessi lönd verða í framtíðinni mjög mikilvæg fyrir okkur. Þess vegna skiptir svo miklu máli þegar við förum í við- ræður um stækkun EES að við höldum vel á okkar spilum.“ ■ BANDARÍKIN Leyniþjónusta Banda- ríkjanna, CIA, hefur fengið leyfi til þess að drepa um tylft hryðju- verkamanna. Leyfið er gefið út af forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, og listinn kem- ur frá Hvíta húsinu. Starfsmað- ur Hvíta hússins sagði að hryðjuverkamennirnir á þessum lista væru einungis þeir „verstu af þeim verstu“, en þar má með- al annars finna formann al Kaída samtakanna, Osama Bin Laden, og samstarfsmann hans í samtökunum, Ayman al- Zawahri. Þetta leyfi afturkallar bann á aftökum á vegum CIA sem hefur verið í gildi í rúm 25 ár, eða síðan Gerald Ford, fyrr- um forseti Bandaríkjanna setti það árið 1976. Að sögn tals- manna Hvíta hússins er aftöku- leyfið enn einn liðurinn í stríði Bandaríkjanna gegn hryðju- verkum. ■ Bush gefur út aftökuleyfi: Þekktir hryðjuverka- menn á aftökulista GEORGE BUSH Bush hefur gefið út aftökuleyfi á nokkra af helstu hryðjuverkaleiðtogum í heimi. SIGRÍÐUR ANNA Var í forsvari þingnefndar í Póllandi fyrir nokkru. Stækkun Evrópusambandsins til austurs: Endapunktur kalda stríðsins KÁLFAR Þessir kálfar komust á legg. Dæmi eru um að upp undir þriðjungur kálfa á ákveðnum bæjum fæðist andvana. Mikil vanhöld kálfa: Kálfadauði útbreiddur LANDBÚNAÐUR Nautabændur og starfsmenn samtaka þeirra lýsa margir áhyggjum af fjölda þeirra kálfa sem fæðast andvana eða deyja fljótlega eftir fæðingu. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda, segir að hlutfall þeirra kálfa sem fæðast andvana sé orðið of hátt og full ástæða sé til að grípa inn í áður en vandamálið eykst enn frek- ar. „Við erum að reyna að leysa mál- ið. Það er afar brýnt orðið í dag, og brýnna í dag heldur en var í fyrra, að allir bændur hugsi um kynbæt- urnar.“ Snorri segir kúastofninn hafa minnkað á undanförnum árum og ástæða sé til að huga vel að sæðing- um þeirra. Kálfadauðinn hefur að hluta verið rakinn til skyldleika- ræktunar þó ekki sé full sátt um þá skýringu. „Þetta er sá stofn sem við höfum,“ segir Snorri og telur að með erlendu erfðaefni hefði mátt eyða þessum hluta vandans á skömmum tíma. Samkvæmt rannsókn Baldurs Helga Benjamínssonar, ráðunauts hjá Bændasamtökunum, fæðast um það bil 10% kálfa andvana. Þetta er svipað í Bandaríkjunum en nokkuð hærra en á Norðurlöndum. Hann segist ekki hafa orðið var við aukn- ingu á átta ára tímabili sem rann- sókn hans tók til en sagði fulla ástæðu til að gera átak til að draga úr kálfadauða. Skyldleikaræktun hafi marktæk áhrif á kálfavanhöld en sé ekki eini þátturinn sem skipti máli. ■ Árekstrahrina í Hafnarfirði: Harðir árekstrar en engin meiðsl LÖGREGLUMÁL Fjórir harðir árekstrar urðu í Hafnarfirði seinni partinn í gær. Aftanákeyrsla varð á Fjarðar- hrauni um fjögurleytið. Skömmu síðar lentu tveir bílar saman á mót- um Fjarðarhrauns og Flatahrauns á fimmta tímanum. Fáum mínútum síðar varð árekstur á mótum Flata- hrauns og Arnarhrauns. Draga þurfti báða bílana af vettvangi. Harður árekstur varð á mótum Lækjargötu og Reykjanesbrautar rétt eftir klukkan fimm. Engin meiðsli urðu á fólki. ■ AUKIÐ EFTIRLIT LÖGREGLU Mikil umferð var í kringum verslanir í Kópavogi í gær. Að sögn lögregl- unnar gekk allt þó vel fyrir sig. Lögreglan hefur haft aukið eftir- lit í kringum Smáralind síðustu daga þegar opnunartími verslana hefur verið lengdur. ÓVENJU MARGIR STÚTAR Á AUST- URLANDI Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á Austurlandi grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Þrír ökumenn voru teknir á Eg- ilsstöðum og einn á Seyðisfirði. Að sögn lögreglunnar er það sjaldgæft að svo margir séu tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. LANGT YFIR HÁMARKSHRAÐA Ökumaður var tekinn á 128 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut um helgina, 38 kílómetrum yfir leyfilegan hámarkshraða. Lög- reglan í Reykjanesbæ hefur ver- ið með hert eftirlit í jólamánuðin- um og fylgist sérstaklega með ölvunarakstri. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.