Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 10
10 16. desember 2002 MÁNUDAGUR INNLENT Jólagjöf skotveiði- mannsins í ár! Til afgreiðslu strax fyrir fimm og sjö byssur. Viðurkenndir af skotvopna- eftirliti. Öflugir skápar með vönduð- um læsingar- búnaði. Heildsöluverð aðeins kr. 39.900.- m. vsk. Varðveisla skotvopna er alvörumál. Frí heimkeyrsla í Reykjavík og á Akureyri fram að jólum. GAGNI Heildverslun Hafnarstræti 99–101, Akureyri S. 461-4025 GSM 461-4026 gagni@gagni.is www.gagni.is Visa – EURO SAMKEPPNISRÁÐ Kaup Sláturfélags Suðurlands á meirihluta hlutafjár í Reykjagarði fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Í ákvörðun samkeppnisráðs segir að samruninn uppfylli skilyrði til íhlutunar og til að koma í veg fyr- ir röskun á samkeppni setur ráðið ýmis skilyrði fyrir kaupunum. Á meðal skilyrða sem sam- keppnisráð setur er að fulltrúi Sláturfélagsins í stjórn Ísfugls, sem Sláturfélagið á 30% í, skuli láta af setu sinni þar eigi síðar en 1. júní á næsta ári. Sláturfélaginu er jafnframt óheimilt að beita eignaráhrifum í Ísfugli til að hafa áhrif á viðskiptastefnu og viðskiptaákvarðanir fyrirtækis- ins. Sláturfélagið og Reykjagarður annars vegar og Ísfugl hins vegar skulu starfa sjálfstætt við hvers konar vinnslu á alifuglakjöti, við dreifingu á alifuglaafurðum og við sölu og markaðsmál. Samkeppnisráð hyggst endur- skoða skilyrði ákvörðunar sinnar 1. júlí árið 2006. ■ Samkeppnisráð setur skilyrði: Viðskiptaleg samvinna við Ísfugl útilokuð SAMKEPPNISSTOFNUN Samkeppnisráð setur það skilyrði að fulltrúi Sláturfélagsins í stjórn Ísfugls, sem Sláturfé- lagið á 30% í, skuli láta af setu sinni þar eigi síðar en 1. júní á næsta ári. SAMGÖNGUR Vinna við jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar hefst að líkindum í apríl á næsta ári og við göng milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar árið 2004. Samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að bjóða út hvoru tveggja nú í vetur. Ákveðið hefur verið að hafa útboðið í tvennu lagi og verða útboðsgögn fyrir jarð- göng á Austfjörðum send í vik- unni til valinna verktaka. Þá er vinna við gögn vegna jarðganga fyrir norðan langt komin og verða útboðsgögnin send verktökum í lok febrúar. Reiknað er með að sama hag- kvæmni af samlegðaráhrifum beggja verkefnanna náist með þessari tilhögun eins og við að bjóða þau bæði út í einu lagi. Vinna við jarðgöng fyrir austan ætti að hefjast seint í apríl á næsta ári. Boruð verða 5,9 kílómetra löng jarðgöng á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og er áætlað að borun ljúki um 1 ári síðar, eða fyr- ir árslok 2004. Þá verður lagður 8 kílómetra langur vegur að göngun- um og er áætlað að göngin verði tilbúin síðla árs 2005. Heildar- kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna á núverandi verð- lagi. Þá er stefnt að því að vinna við rúmlega 10 kílómetra löng ein- breið jarðgöng jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hefj- ist árið 2004, um svipað leyti og gangagreftri lýkur fyrir austan. Vinna við bæði verkefnin verður því í gangi samtímis árið 2005. Áætlað er að göngin fyrir norðan verði tilbúin árið 2008 og að heild- arkostnaður verði um 6,8 milljarð- ar á núverandi verðlagi. ■ Tvenn jarðgöng boðin út í vetur: Tæplega ellefu millj- arða framkvæmdir JARÐGÖNG FYRIR AUSTAN Langþráðir draumar Austfirðinga virðast vera að rætast hver á fætur öðrum. Álver við Reyðarfjörð er innan seilingar og nú hefur verið ákveðið að ráðast í gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í apríl næstkomandi. ÞRÍR Á SJÚKRAHÚS EFTIR ÁREKSTUR Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á mót- um Gylfaflatar og Strandvegar í Grafarvogi á laugardag. Meiðsl fólksins virtist ekki alvarleg að sögn lögreglu en bílarnir voru báðir fluttir með kranabíl í burtu. Loka þurfti Strandvegi í tæplega klukkustund meðan lög- regla og sjúkralið athöfnuðu sig. FÍKNIEFNAMÁL Á ÞÓRSHÖFN Tveir menn voru handteknir á Þórshöfn í síðustu viku í tengsl- um við fíkniefnamál sem upp komst. Lagði lögreglan í kjölfar- ið hald á fimm grömm af hassi. Þegar fíkniefnamálið var betur kannað kom í ljós að annar mannanna tengdist því ekki og var því látin laus. Hinn maður- inn játaði aðild og telst því málið upplýst. DRÍFA VILL ÞRIÐJA SÆTIÐ Drífa Sigfúsdóttir sækist eftir þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Drífa eru fyrrum for- seti bæjarstjórnar og varabæj- arstjóri í Reykjanesbæ auk þess sem hún hefur starfað í Neyt- endasamtökunum. WASHINGTON, AP Á alþjóðlega vopnasölumarkaðnum er enginn settur utangarðs. Ríki, sem annars eiga lítið sem ekkert sameiginlegt, koma þar saman til þess að eiga viðskipti, hvort heldur það er gert fyrir opnum tjöldum eða undir borðinu. Einu bannvörurnar eru allra háþróuðustu vopnin. Þau sem eiga nógan pening geta fengið allt annað sem þau vilja. „Sagt er að undarlegustu vin- áttubönd geti myndast í stjórn- málum,“ sagði Jon Wolfsthal, sem er sérfræðingur í útbreiðslu vopna. „Það sama gildir um al- þjóðleg vopnaviðskipti.“ Í vikunni stöðvaði bandaríski herinn skip sem var á leið með flugskeyti frá Norður-Kóreu til Jemens. Stjórnvöld í Jemen við- urkenndu ekki að eiga flugskeyt- in fyrr en skipið hafði verið tekið. Þá kröfðust þau þess að fá þau af- hent. Norður-Kórea er hreint ekki eina ríkið sem selur vopn til allra sem vilja kaupa. Kínverjar og Rússar hafa einnig verið drjúgir sölumenn vopna. Og mörg smærri ríki, sem hafa hingað til fengið vopn, eru nú farin að flytja út líka. Langstærsti vopnasalinn á heimsmarkaðnum eru þó Banda- ríkin sjálf. Frá þeim er kominn nánast helmingur allra vopna, sem til eru í heiminum. Árið 2000 öfluðu Bandaríkin sér 14 milljarða bandarískra dala með vopnaútflutningi, sem er meira en helmingi hærri upphæð en Bretar fengu fyrir vopnasölu sína. Rússar eru svo í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Líkt og flest þau ríki sem selja vopn í stórum stíl selja Bandarík- in sín vopn sjaldnast beint til vafasamra kaupenda. Hins vegar verður útkoman úr vopnavið- skiptunum oft á endanum dálítið undarleg. Til að mynda var bandarískum flugskeytum af gerðinni Stinger beitt gegn bandarískum hermönn- um í Afganistan. Bandaríkin út- veguðu afgönskum uppreisnar- mönnum þessi vopn á sínum tíma þegar þeir börðust gegn sovéska hernámsliðinu þar. Írakar notuðu einnig bandarísk vopn þegar þeir réðust inn í Kúvæt árið 1990. Og vopnaleitar- menn eru nú í Írak meðal annars að leita að efnavopnum, sem Bandaríkin útveguðu Írökum þeg- ar þeir áttu í stríði við Íran. ■ Allir fá vopn sem vilja Á alþjóðlega vopnasölumarkaðnum myndast oft einkennileg vináttubönd. Bandaríkin eru langsamlega stærsti vopnasali heims. BANDARÍSKUR VOPNASMIÐUR SÝNIR AFURÐIR SÍNAR Bandaríkjamenn eru langstærsti vopnasali heims. Á alþjóðlega vopnamarkaðnum geta allir fengið þau vopn sem þeir vilja fá ef nóg er af peningum í spilinu. Grænmeti og ávextir: Lækkun frá árs- byrjun VERÐLAG Algengar ávexta- og græn- metistegundir hafa lækkað í verði frá því Samkeppnisstofnun byrjaði að gera mánaðarlegar verðkannanir nú í febrúar. Appelsínur hafa lækkað um fimmtung í verði síðan í febrúar, per- ur um 31% og epli um 15-34%. Verð á agúrkum hefur lækkað um 54-60%, innfluttir tómatar um 39% og rauð- laukur, blaðlaukur, spergilkál og sell- erí um 35-51%. Helsta undantekningin eru kart- öflur, sem hafa hækkað um 5%. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.