Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 16. desember 2002
aðstoða
fyrir jólin?
Rauða kross Íslands, á mánudög-
um og þriðjudögum kl. 11-12 og
13-16 og þær afhentar á fimmtu-
dögum og föstudögum.
Í annan tíma leitar fólk til
sóknarprests síns sem vísar því
áfram, auk þess sem félagsstofn-
anir vísa stundum fólki á Hjálpar-
starfið. Þá gengur aðstoðin einnig
meira út á að vinna með einstak-
lingum, með ráðgjöf og jafnvel
fjárhagsaðstoð, sem leita hjálpar
til skemmri eða lengri tíma með
það markmiði að hjálpa einstak-
lingnum út úr erfiðleikunum.
Hjálparstarfið er eingöngu
rekið á söfnunarfé og styrkjum og
framlögum frá fyrirtækjum.
Hjálparstarf kirkjunnar er við
Vatnsstíg 3 í Reykjavík.
Hjálpræðisherinn
Hjálpræðisherinn leggur sitt af
mörkum til þeirra sem þarfnast
aðstoðar fyrir þessi jól, að sögn
Valborgar Kristjánsdóttur
herkonu. Aðstoð Hjálpræðishers-
ins felst í matarúthlutunum og
fatagjöfum. Þeir sem leita til
Hjálpræðishersins hringja og eru
settir niður á lista. Reyndar skal
tekið fram að hætt er að taka við
beiðnum hjá Hjálpræðishernum
fyrir þessi jól og úthlutað var á
laugardag. Aðstoð Hjálpræðis-
hersins er fjármögnuð eingöngu
með því sem fólk gefur í söfnun-
arbauka samtakanna, sem hafðir
eru frammi víðs vegar í nokkurn
tíma fyrir jól. En þótt of seint sé
að sækja um aðstoð er öllum vel-
komið, hver sem efni manna eru,
að njóta kærleiksríkrar jólamál-
tíðar og jólaballs á aðfangadags-
kvöld.
Hjálpræðisherinn er til húsa í
Garðastræti 38.
Samhjálp
Samhjálp rekur súpueldhús við
Hverfisgötuna árið um kring þar
sem fólk getur komið og fengið sér
kaffibolla, súpu og samlokur og af
og til er boðið upp á heita máls-
verði. Yfir hátíðarnar er boðið upp
á málsverði og eru opnunartímar
sem hér segir: Aðfanga- og jóladag-
ur kl. 10-14, annar í jólum og gaml-
ársdagur kl. 11-16 og nýársdagur
kl. 11-14. Kaffistofan er annars
opin kl. 10-17 virka daga og kl. 11-
16 um helgar.
Að sögn Heiðars Guðnasonar
forstöðumanns veitir Samhjálp
ekki almenna aðstoð fyrir jólin en
vísar þess í stað fólki áfram á
hvítasunnukirkju Fíladelfíu. Hins
vegar sér Dorkas, kvenfélag Sam-
hjálpar, um að pakka inn gjöfum
frá ýmsum fyrirtækjum sem síðan
er gefnar skjólstæðingum samtak-
anna og auk þess sendar til fanga í
fangelsum landsins.
Samhjálp er á Hverfisgötu 42-
44.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Að sögn Varðar Traustasonar, for-
stöðumanns Hvítasunnukirkju
Fíladelfíu, veitir söfnuðurinn fyrir
hver jól tvenns konar aðstoð til
þeirra sem minna mega sín. Ann-
ars vegar eru það matarpakkar og
jólaöl. Hins vegar er um að ræða
gjafakort í verslanir Bónuss og
Nettó. Matarpakkarnir og jólaölið
eru gjafir frá Sláturfélagi Suður-
lands og Vífilfelli. Hins vegar aflar
söfnuðurinn sjálfur fjár fyrir
gjafakortum með tónleikahaldi.
Styrktartónleikar þessa árs fóru
fram síðastliðið miðvikudagskvöld
og var uppselt á báða tónleikana
sem haldnir voru. Þeir sem vilja
leita aðstoðar hjá Hvítasunnukirkj-
unni Fíladelfíu geta hringt á skrif-
stofu safnaðarins.
Fíladelfía er í Hátúni 2. ■
Í 100 ár hefur FESTINA haft að kjörorði gæði fyrir gott verð.
Stál m/ vikud.
og mánaðard.
með stálfesti
kr. 19.400,-
með ól
kr. 14.500,-
Stál herraúr
100 m vatnsvarið
og öryggislás
Jólatilboð
Verð aðeins
kr. 9.900,-
Gull-úrið
Axel Eiríksson
úrsmíðameistari
Álfabakka 16
Sími 587 4100
MJÓDDINNI
1902 – 2002
27