Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 21
21MÁNUDAGUR 16. desember 2002 Leiktu flér úti - í vetur Allt fla› flottasta og n‡jasta í brettum og brettafatna›i. 15% afsláttur ef keypt er bretti, bindingar og skór. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 95 85 12 /2 00 2 Startpakkinn - allt sem til þarf Hver býður betur? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 91 41 10 /2 00 2 ADSL mótald • Stofngjald Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Tilboð 1. Nokia 3310 á 9.900 kr. Með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 Venjulegt verð 14.900 kr. 9.900 kr. Tilboð 2. islandssimi.is Hringdu strax í síma 800 1111 eða komdu í verslun okkar í Kringlunni. Sveinborg: „Nei, mér finnst ekki að bíómyndir hafi nein sérstök áhrif. Kannski bara á krakka sem líður illa andlega, eins og þá sem halda að þeir séu feitir og horfa svo á Britney Spears.“ Þórir Gunnar: „Ég held að Britn- ey Spears og Christina Aguilera ali frekar upp 14 ára stelpur en foreldrar þeirra. Þegar maður labbar inn í 9. bekk í einhverjum skóla þá er maður frekar að koma inn í hóruhús en einhvern skóla.“ Hvert er viðhorf fullorðinna gagnvart unglingum? Auður Anna: „Það er neikvætt og dómhart, eins og allir unglingar séu eitt. Maður tekur alveg eftir því hvernig fullorðið fólk horfir á mann.“ Sveinborg: „Við vorum oft á kaffihúsi í sumar og það var alltaf reynt að henda okkur út um leið og við vorum búin með kaff- ið. Okkur var sagt að fólk myndi hætta við að koma inn ef það sæi unglinga þarna.“ Emil: „Núna í morgun voru ég og vinir mínir að koma úr sundi. Við vorum að segja einhvern dóna- brandara þegar kona gekk fram- hjá og jós yfir okkur skömmum, blótaði meira að segja sjálf. Ég held að hún hefði ekki gert þetta ef við hefðum verið fertugir.“ Þórir Gunnar: „Þegar maður er skoppari og mætir ömmum þá verða þær voðalega hræddar því þær hafa lesið um gamla konu sem var barin af nokkrum strák- um, eins og gerðist um daginn. Gamla fólkið heldur stundum að allir unglingar séu þannig. Líka miðaldra konur, þær forðast mann stundum ef maður mætir þeim um miðja nótt.“ Hafið þið einhverjar skoðanir á stjórnmálunum? Auður Anna: „Ég fylgist mjög lít- ið með stjórnmálum.“ Emil: „Ég vil að Ísland gangi inn í ESB.“ Sveinborg: „Ég fylgist ekkert með þessu.“ Þórir Gunnar: „Ég get varla opn- að Moggann án þess að verða reiður út af einhverju kjaftæði sem gerist úti í heimi. Mér finnst að það séu svo margir vitleysing- ar í stjórnmálunum. Í hnotskurn: Burt með Davíð Oddsson og Ge- orge Bush! Það gerist svo margt sem er pólitískt hneyksli og Ís- lendingar segja ekki neitt. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert allt sem hann vilji. Til dæm- is ákveða Davíð og Halldór ákveða að setja fullt af peningum í NATO án þess að það skapist nokkur umræða um málið.“ Djammið þið mikið? Auður Anna: „Ekki undanfarið.“ Sveinborg: „Nei, ég djamma frek- ar lítið.“ Emil: „Það eru þrjú JÁ við þess- ari spurningu.“ Þórir Gunnar: „Ég skemmti mér þegar tækifæri gefst.“ Hvaða álit hafið þið á vinnumál- um unglinga? Auður Anna: „Áður fyrr fengu allir að vinna. Nú er alltof hátt aldurstakmark.“ Emil: „Ég tel vinnumarkaðinn fyrir okkar aldur vera of þröngan og aldurstakmarkið of hátt miðað við það sem tíðkaðist fyrir nokkrum árum.“ Sveinborg: „Það mætti auka vinnu fyrir unglinga svo þeir geti unnið sér inn laun til að lifa af mánuðinn.“ Þórir Gunnar: „Skólinn er vinna.“ Lokaorð: Þórir Gunnar: „Öxulveldi alls ills eru Ísrael, Bandaríkin, Kína og Rússland.“ audurj@frettabladid.is STUNDUM ERFITT AÐ VERA UNGLINGUR Auður Anna Kristjánsdóttir, Sveinborg Hafliðadóttir, Emil Jakobsson og Þórir Gunn- ar Jónsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.