Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 48
í Húsasmiðjunni Verklegar jólagjafir Bora & bitasett - 112 STK Verð áður 6.337 kr. Jólaverð 3.995 kr. Verkfærakassar Jólaverð frá 599 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 68 2 1 2/ 20 02 Allt frá grunni að góðum jólum Opið til kl. 18.00 um helgar í Skútuvogi Tilboð Tilboð Á Jólaverði Höggborvél DWT SBM - 500W Verð áður 4.995 kr. Jólaverð 3.995 kr. Stingsög CD301 Black & Decker 370W - Verð áður 4.900 kr. Jólaverð 3.845 kr. Ryobi borvél & hjólsög 14.4V - Sett, taska & rafhlöður. Verð áður 26.427 kr. Jólaverð 19.995 kr. Hleðsluborvél DWT 12V Taska, 2 rafhlöður & verkfæri.Verð áður 5.995 kr. Nú 4.995 kr. Smíðasvunta - leður 2.990 kr. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Túristatað Bakþankar Þráins Bertelssonar Ílýðveldinu Bongóbongó fyrir suð-vestan sól og norðaustan mána hefur verið bongóblíða það sem af er vetri og fátt sem skyggir á lífs- gleði Bongóbongóbúa, nema hvað þing landsins fór snemma í jólafrí þetta árið, en beinar sjónvarpsút- sendingar frá þingfundum eru eina innlenda sjónvarpsefnið sem fram- leitt er í landinu. MIKILVÆGT frumvarp bíður þess að þingið komi úr jólafríi. Það er frá Rauðahægriflokknum og fjallar um að banna að ofbeldi sé haft fyrir ungmennum. Rauðihægriflokkurinn hefur til þessa stuðlað að framförum í Bongóbongó með því að beita sér gegn nýjungum, en nú hafa Rauðir- hægri ákveðið að einskorða sig ekki lengur við að vera á móti nýjungum heldur einnig á móti ofbeldi og raf- magnsframleiðslu. RAUÐIHÆGRIFLOKKURINN hyggst loka öllum raforkuverum landsins á næstu fimm árum og fjarlægja ummerki um stíflur og rafmagnslínur innan tíu ára svo að nóg pláss verði á hálendinu fyrir er- lenda ferðamenn. Þar sem hvert þúsund ferðamanna veldur meiri umhverfisspjöllum en meðalstórt raforkuver munu ferðamenn í Bongóbongó klæðast vistvænum bleyjum svo að þeir saurgi ekki náttúru landsins. Bleyjurnar verða síðan endurunnar og pressað úr þeim svonefnt „túristatað“ til notk- unar sem eldsneyti. FYRSTA grein ofbeldisfrumvarps- ins fjallar um að banna tölvuleiki sem ungmenni stunda í staðinn fyrir að fljúgast á. Internetsamband við umheiminn verður rofið svo ofbeldi sé ekki dánlódað af Netinu. Sam- kvæmt annarri grein frumvarpsins skal fjarlægja allt ofbeldi úr fornrit- um landsmanna sem snúast að miklu leyti um vígaferli og blóðsúthelling- ar. Þriðja greinin bannar að tala um ofbeldi, styrjaldir og hryðjuverk í fjölmiðlum. Loks hefur helstu rithöf- undum landsins verið falið að semja ofbeldisfríar útgáfur af gömlum æv- intýrum. Ritnefndin hefur lokið við ævintýrið um Rauðhettu sem greinir nú frá lítilli stúlku, Rauðlokku, sem bjargar soltnum úlfi úr klóm grimm- ra loðdýrabænda á leið til Rauð- sokku ömmu sinnar, og í lokin kem- ur í ljós að úlfurinn er alls ekki úlf- ur heldur mórauður sauður í úlfs- feldi, voðamikið krútt, svo að land- vörðurinn sem er grænmetisæta ættleiðir hann. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.