Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2002, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 16.12.2002, Qupperneq 14
14 16. desember 2002 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það þekkja allir þá meginreglublaðamennskunnar að leita ólíkra sjónarmiða áður en frétt er skrifuð. Þetta er bæði hugsað til að víkka sjónarmið fréttar- innar og eins til að ólík – og stundum andstæð – sjónarmið komist til lesenda. Allir almenni- legir fjölmiðlar styðjast við þessa reglu. Önnur kunn regla er sú að ætíð skal hafa að minnsta kosti tvær sjálfstæðar heimildir að baki hverri frétt. Þessi regla er sömuleiðis grund- völlur allrar sómasamlegrar fréttamennsku. Að sjálfsögðu styðjast ekki all- ir fjölmiðlar við þessar reglur þótt allir blaðamenn viti af þeim. Starfsfólk og stjórnendur fjöl- miðla eru mannlegir. Sumir eru kærulausir, aðrir vitlausir og svo eru alltaf einhverjir sem jaðra við að vera siðlausir – eða bara sið- latir. Leti er ástæða þess að oft eru þessar reglur notaðar á yfirborð- inu en eru í raun þverbrotnar þeg- ar betur er að gáð. Algengasta misnotkunin er sú að birta harðar ásakanir á hendur einhverjum að- ilum og bjóða síðan viðkomandi að tjá sig um ávirðingarnar. Svona fréttamennska er einnar heimild- ar frétt og brýtur því meginregl- una um heimildaöflun þótt að í henni séu tveir viðmælendur. Málsbætur þess sem er borinn þungum sökum eru ekki heimild; oftast þveröfugt. Þær snúast oft- ast um að ásakanirnar séu rangar; eru því and-heimildir – ef það hugtak er til. Allar íslenskar fréttastofur, fyrir utan fréttastofu Ríkisút- varpsins og Fréttablaðsins, hafa undanfarið birt ásakanir fyrrver- andi forstjóra Húsasmiðjunnar á hendur fyrrum samstarfsmönn- um sínum, núverandi eigendum fyrirtækisins, fyrrverandi eig- endum, Kaupþingi og Búnaðar- bankanum og starfsmönnum þessara fjármálafyrirtækja. Þetta eru stórkostlegar ásakanir – bæði vegna þess hversu margir aðilar eiga að hafa sammælst um að skaða hagsmuni forstjórans fyrr- verandi og eins vegna þess hvern- ig hann ber þær fram. Hann gagn- rýnir ekki aðeins störf manna heldur gefur þeim karakterískar falleinkunnir til hægri og vinstri. Það hefur aldrei verið ætlun mín að rökstyðja fyrir lesendum fréttir sem við birtum ekki. En þar sem Stöð 2 leyfði forstjóran- um að bæta Fréttablaðinu í hóp þeirra sem eru að níðast á honum skal brugðið út af vana. Það er ekki frétt að einn maður kalli ann- an siðlausan. Það er skoðun – og reyndar svo persónuleg skoðun að það er spurning hvort hún eigi yfir höfuð erindi út fyrir varir. ■ Skoðun er ekki frétt skrifar um vonda blaðamennsku. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Stórglæsilegir skartgripir Ég er svo lánsöm í starfi mínuað vinna með unglingum og fyrir unglinga. Ég er starfandi miðborgarprestur í Reykjavík og mikið af tíma mínum fer í að hlusta á ungt fólk. Það er ekki hægt að segja að það viðhaldi ung- lingnum í sjálfum mér, enda fátt eins hallærislegt eins og nálægt fertug kona sem hagar sér eins og unglingsstúlka. En það hjálpar mér við það að leita sannleikans, vegna þess að unglingar eru alltaf að leita að kjarnanum og spyrja sig og aðra krefjandi spurninga. Þau eru oft mikill sannleiksspegill og þau eru líka oft nokkuð gleymdur þjóðfélagshópur. Það er kannski meira talað um þau en tal- að við þau. Núna þegar við hugsum til jól- anna og hefjum að undirbúa þau, þá er yngsta kynslóðin okkur of- arlega í huga. Gleðin og spenning- urinn sem er í þeirra huga hjálpar okkur að finna barnið í okkur sjálfum. Það er kannski vegna þess að við fullorðna fólkið erum í svo mörgum hlutverkum og höf- um svo margar skyldur, að við finnum hvíld í því að dvelja við tilhlökkun barnanna og getum um stund gleymt verkefnum hvers- dagsins. Ég hef átt samtöl við unglinga um jólin, þar finn ég sterka þrá eftir kjarnanum og mikilvægi þess að drekkja ekki öllu í umbúð- um og stressi. Einn góður vinur minn sagði að ef fullorðna fólkið í fjölskyldunni hans ætlaði ekki að fara að vinda ofan af sér í kring- um hátíðina ætlaði hann að fá lán- aðan bílskúrinn, bjóða fólki sem hefði áhuga á því að einbeita sér að innihaldinu og þar yrði boðið upp á Domino´s pizzur. Reynsla mín af unglingum er sú að þeir þrá ekkert sterkar en samfélag við fullorðið fólk sem hefur áhuga á þeim sem manneskjum. Það má segja að skoðanaskipti séu þeirra listgrein. Margir halda að ekkert skipti unglinga meira máli en vinahópurinn. En það sem skiptir máli og oft sköpum á þessum aldri er að fá stefnugefandi leiðsögn og uppörvun til að finna það sem raunverulega skiptir máli. Eitt- hvað sem leiðir þau áfram í sann- leiksleitinni. Og það má ekki gleyma að þar fer ekki einleitur hópur heldur höfum við sama litrófið þar eins og í öllum öðrum aldurshópum. Oft er svo lítið pláss fyrir þau í okkar umhverfi vegna þess að yfir þeim hvíla sterkar staðal- myndir. Eina föstudagsnótt í haust sat ég niðri á Ömmukaffi, sem er starfsstöð miðborgar- starfs KFUM/K og kirkjunnar. Inni á kaffihúsinu voru um fimmt- án unglingar að drekka kakó og ræða tilgang lífsins. Það var opin útihurðin út í Austurstrætið og framhjá liðu hópar fólks. Skyndilega gengu framhjá nokkur hjón á miðjum aldri sem voru að lyfta sér upp í lok vinnuviku. Allt í einu barst til okkar rödd einnar konunnar inn á kaffihúsið þar sem hún staldraði við og benti á hópinn: „Sjáið þið alla þessa unglinga með húfurnar niður í augu.“ Ég leit í kringum mig og sá að það voru tveir ungir menn með húfur á höfðinu af öll- um hópnum, sem var frekar skyn- samlegt vegna þess að það hafði kólnað þegar leið á kvöldið. Þessi ágæta kona sá ekki þessa einstak- linga sem sátu þarna við kertaljós með heitt kakó, heldur var hún blinduð af staðalmyndum. Við sem erum fullorðin getum ekki skotið okkur undan því að vera fyrirmyndir fyrir vaxandi kyn- slóðir. Auðvitað kostar það okkur aga og sjálfsskoðun að vera í slíku hlutverki. Við skuldum börnunum okkar það að leita sannleikans og hafna lyginni. Á dögunum gerðist sá gleðilegi atburður að samráðshópur um að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga veitti Guðrúnu Gunn- arsdóttur, sjónvarpskonu á Stöð tvö, viðurkenningu fyrir að spyrna gegn klámvæðingunni. En Guðrún vakti þjóðarathygli er hún neitaði að taka viðtal við klámmyndaleikarann Ron Jeremy þegar hann kom hingað til lands- ins í haust. Þannig tók hún sér stöðu sannleikans megin og hafn- aði lyginni, vegna þess að lygin er sterkasta rödd klámsins. Í mínum huga varpaði þessi atburður birtu inn í skammdegið, birtu þeirrar gerðar sem jólin eiga að færa okk- ur. Besta leiðin til að undirbúa jól- in og vera samferða aðventunni er að iðka samtalið og leita sannleik- ans. Þeim tíma sem við verjum í samtal um raunveruleg lífsgildi er aldrei illa varið. ■ VIÐSKIPTI Yfirvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að heimila lengri opnunartíma á laugardögum hjá smásölum í landinu. Samkvæmt nýju lögunum mega þeir nú hafa verslanir sínar opnar frá klukkan sex á morgnana til átta á kvöldin. Áður máttu þeir aðeins hafa opið til fjögur á daginn. Enn er ólöglegt að hafa búðir opnar á sunnudögum. Þjóðverjar telja að dræm eft- irspurn eftir vörum frá smásöl- um sé ein af meginorsökunum fyrir því að þýski efnahagurinn hefur staðið nokkurn veginn í stað á þessu ári. ■ miðborgarprestur skrifar um unglinga og jólin. JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR Um daginn og veginn Verslanir í Þýskalandi: Opið fjórum tímum lengur BÚÐARSKILTI Búðarskilti í borginni Bremen í Þýskalandi sýnir gamla opnunartímann. Unglingar og jólin

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.