Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 24
24 16. desember 2002 MÁNUDAGUR Þegar listinn er skoðaður kemur í ljós að þeir fimm höfundar sem raða sér í efstu sætin eru allir blaðamenn: Kolbrún, Arnaldur Indriðason, Reynir Traustason, Ill- ugi Jökulsson og Óttar Sveinsson. Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Eddu, vill ekki flokka Arnald sem blaðamann í þessu samhengi en hann er að senda frá sér sína 6. skáldsögu. „Hinir eru í raun í hlut- verki blaðamannsins. Þetta eru blaðamennskubækur og þetta segi ég ekki til að gera lítið úr þeim.“ Halldór gerir fastlega ráð fyrir því að hefðbundnari fagurbókmennta- höfundar muni sækja á listann strax í næstu viku og er þá að tala um Einar Má og Andra Snæ að ógleymdum forsætisráðherranum, sem útgáfustjórinn segir í sókn. Viðmælendur Fréttablaðsins telja reyndar flestir að Davíð Oddsson eigi eftir að láta að sér kveða, þrátt fyrir misjafna dóma, ekki síst í ljósi þess að bók hans Nokkrir dag- ar án Guðnýjar seldist ákaflega vel um jól 1997 eða í 10 þúsund ein- tökum – velunnarar Davíðs eigi ör- ugglega eftir að taka við sér. Þá er ónefnd bók sem ekki er á þessum lista en hefur þegar náð sölutölu sem forleggjarar láta sig aðeins dreyma um. Samkvæmt upplýsingum frá Hagkaupum hef- ur Brauðbók Jóa Fel þegar selst í 19.000 eintökum. Það stefnir í bókajól blaðamanna, forsætisráð- herra og bakara. Ár blaðamannanna Ármann Jakobsson skrifaði á dög- unum lofsamlegan dóm um bók Einars Kárasonar þar sem segir meðal annars: “Ævisögur eru vandmeðfarin bókmenntagrein. Sú tegund sem nú er vinsælust er „skrásetningarævi- sagan“, saga frægrar manneskju rétt af miðjum aldri, skráð af ein- hverjum öðrum, gjarnan blaða- manni. Formið er vandmeðfarið, fátt rís þar úr flatneskjunni og sjaldan um nokkra heildarsýn að ræða.“ Bókakaupendur virðast ekki sammála Ármanni þessi jólin. „Blaðamennskan er háskóli rithöf- unda, ætti í það minnsta að vera það,“ segir Reynir Traustason. „Þar lærir maður að ná því fram sem máli skiptir, lærir textameðferð – þú lifir og hrærist í texta dagana langa. Þetta hlýtur að nýtast rithöfundi. Firra að ætla annað.“ Reynir skilur ekki hvað Ármann er að fara en lítur svo á að þarna birtist þörf sín til að skrifa eitthvað annað og meira en fréttir gærdagsins, eitthvað sem lifir, og gefa sér tíma til nosturs. „Blaðamenn eru liprir pennar,“ segir útgefandi Reynis, Jóhann Páll Valdimarsson hjá JPV-útgáf- unni. „Af hverju blaðamenn? Ég hef á tilfinningunni að blaðamönn- um líði illa, alltaf á bak við tjöldin og þeirra verk hulduverk. Mér sýnist flestir blaðamen vera með þann komplex að vilja sýnileika. Þörfin að skrifa bækur er af sama meiði sprottin. Þörfin að láta að sér kveða á áberandi vettvangi. Mælikvarðinn á hvort menn eru til virðist sá hvort þeir birtist í Séð og heyrt.“ Jóhann Páll undrast sam- tíma sinn, sem hann telur genginn af göflunum með brengluðum gild- um. Kolbrún segist ekki vita af hverju blaðamenn eru svo ofar- lega á bóksölulista nú. En er á með- an er. „Þetta er kannski eina tæki- færið sem við höfum til að baða okkur í sviðsljósinu. Þetta eru okk- ar 15 mínútur!“ Sem höfundur hef- ur Kolbrún ekki getað tekið að sér bókmenntakrítík eins og hún er þekkt fyrir og aðspurð segist hún lukkuleg með það. „Ég fer aldrei aftur í gagnrýni! Þar er hjóna- skilnaður og ekki til umræðu að taka saman aftur.“ Viðtalsbækur taka yfir Stóru tíðindin í tengslum við bókajólin núna eru að viðtals- bækur og ævisögur seljast en skáldsögur ekki samkvæmt fyrirliggjandi sölulistum. Þetta er viðsnúningur sem virðist verða á nokkurra ára fresti, viðtalsbækur velta nú skáldsögum úr sessi. „Þetta er mikil, snögg, og afar at- hyglisverð breyting núna,“ segir Jóhann Páll og bendir á að skáld- sagnahöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Hallgrímur Helgason hafi verið áberandi á sölulistum síðasta árs líkt og kollegar þeirra í rithöfundastétt á umliðnum árum. Sú kenning vaknar að fólk hafi orðið fyrir vonbrigðum með hversu skáldsögum hafi verið haldið að fólki með auglýsingum og þær síðan ekki risið undir nafni. Fólk hafi orðið fyrir vonbrigðum. Segir sagan að helsta umræðuefni jólaboða ársins 1986 hafi verið á hvaða blaðsíðu fólk hefði gefist upp á Grámosanum eftir Thor – rómaðri bók af gagnrýnendum og verðlaunaðri af Norðurlandaráði (svipað þá og með Hallgrím og Ólaf Jóhann í fyrra). Við tók tími viðtalsbókanna, líkt og nú er að gerast. Halldór Guðmundsson segir vel mega vera að þetta gangi í reglu- bundnum sveiflum. „Eitt árið komu út 46 viðtalsbækur og mér blöskraði gersamlega. Þetta gekk fram af fólki, ruslið var svo mikið innan um. Nú sjáum við vandaðri viðtalsbækur og ævisögur, sem má að nokkru þakka Guðjóni Friðriks- syni og fleirum, en bækur hans hafa orðið til þess að fólk gerir meiri kröfur. Nýtt og skemmtilegt dæmi er Landmeminn mikli eftir Viðar Hreinsson.“ Útgefendur og höfundar voru fljótir að taka við sér þegar ljóst var að viðtalsbækurnar féllu í kramið. Á Gljúfrasteini, bók um Auði Laxness, sló í gegn árið 1984, bókin Líf mitt og gleði – Minningar Þuríðar Pálsdóttur varð metsölu- bók árið 1986 og skömmu síðar fóru að skjóta upp kollinum metsölu- bækur um Höllu Linker og Vigdísi Finnbogadóttur, bækur sem fóru í 12 til 13 þúsund eintökum. „Vegna velgengni þeirra var farið að hrófla upp hvers konar ævisögum og á endanum ofbauð lesendum og gagnrýnendum þetta drasl og þeir höfnuðu því,“ segir Jóhann Páll. Við tók tími skáldsögunnar. Um hvers vegna bækur um konur hafi notið slíkrar velgengni segir Jóhann Páll að konur stjórni einfaldlega allri menningarneyslu. „Menningarlífið væri fátæklegt ef karlar réðu för og ég hef konur að leiðarljósi í minni útgáfu, sem og allir sem eru að starfa í menningarmálum.“ Halldór telur reyndar fráleitt að lesendur hafi verið sviknir þegar skáldsögur eru annars vegar og bendir á velgengi Arnaldar sem og góða sölu íslenskra barnabóka, sem ekki megi líta framhjá. „Það er merkileg breyting einnig og ástæð- an er einföld. Það er enginn Potter í ár. Hann hefur verið að seljast í um 12 þúsund eintökum en þegar hann er ekki stóreykst sala íslenskra barnabóka líkt og nú er.“ Stórmarkaðir gerbreyta landslaginu Hvað sem kenningu um reglu- bundnar sveiflur líður þá eru aðrir þættir sem augljóslega hafa mikil áhrif á bóksöluna. Útgefendurnir eru hjartanlega sammála um að topparnir séu miklu meiri núna og þar setja stórmarkaðirnir stórt strik í reikninginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru for- lögin nú að selja rúmlega 20 pró- sentum meira í heildina en á sama tíma í fyrra. En ánægja þeirra er blendin. „Topparnir eru orðnir miklu stærri en verið hefur. Við útgefend- ur kvörtum að sjálfsögðu ekki und- an aukinni sölu. En þetta er stór- hættuleg þróun. Salan færist á færri og færri bækur og þær sem ekki taka þátt í verðsamkeppninni eiga lítinn sem engan séns,“ segir Jóhann Páll, sem telur að metsölu- HALLDÓR GUÐMUNDSSON Segir ótrúleg undirboð á stórmörkuðum geta verið ánægjuefni fyrir neytendur til skamms tíma en bjóða hættunni heim til langs tíma. Þetta muni leiða til fá- tæklegri bókaflóru. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður en bók hennar, Jón Baldvin – Tilhugalíf, trónir efst á toppi bóksölulista Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu 12. desember. „Almenningur hlýtur að hafa á tilfinningunni að skáldskap- urinn sé ekki nógu spennandi núna. Sjálf hef ég orðið fyrir vonbrigð- um með skáldsögurnar fyrir þessi jól.“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Er á toppi sölulista og segir hjónaskilnað milli sín og bókmenntakrítíkur – ekki til umræðu að taka saman aftur. Söguleg bókajól – viðtalsbækur velta skáldsögum af stalli: Bakarinn, forsætisráðherrann & blaðamennirnir ILLUGI JÖKULSSON Illugi er einn þeirra blaðamanna sem eiga bækur á metsölulistum fyrir þessi jól. ARNALDUR INDRIÐASON Spennusagnahöfundur Íslands. Hefur átt allt að fjórar bækur samtímis á metsölulista.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.