Fréttablaðið - 16.12.2002, Side 26

Fréttablaðið - 16.12.2002, Side 26
26 16. desember 2002 MÁNUDAGUR KOSTAR MINNA Nú gerum vi› enn betur og gefum 70% afslátt vi› kassann. Lagersölunni l‡kur svo laugardaginn 21. desember. SÍ‹USTU DAGAR!!! A‹EINS A‹ KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL HÚSINU í lagerhúsnæ›i Krónunnar OPI‹ VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR 70%afsláttur LAGERSALA Á JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU, VERKFÆRUM, BÚSÁHÖLDUM OG MÖRGU FLEIRA! Hverjir bágstadda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Þeir sem geta sótt sér aðstoð til Mæðrastyrksnefndar eru ein- stæðar mæður, lágtekjufjölskyld- ur, ellilífeyrisþegar, öryrkjar og karlkyns öryrkjar sem sjá fyrir börnum, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns nefndar- innar. Matarúthlutanir fyrir jólin verða frá mánudegi til fimmtu- dags (16.-19. desember) í næstu viku, frá kl. 14-17 alla dagana. Á sama tíma verður einnig úthlutað jólagjöfum til barna. Þessar gjafir koma úr söfnun Kringlunnar og Bylgjunnar sem hafa jólatré í Kringlunni þar sem fólk getur gefið pakka sem merktir hafa ver- ið með þeim aldri og því kyni sem gjöfin er hugsuð fyrir. Þá er að lokum fataúthlutun fyrsta og ann- an miðvikudag í hverjum mánuði. Næsta úthlutun er því á miðviku- daginn 18. desember. Ásgerður Jóna segir framlög, styrki og mikinn velvilja fyrir- tækja gera Mæðrastyrksnefnd- inni kleift að reka starfsemi sína. M æ ð r a s t y r k s n e f n d Reykjavíkur er til húsa á Sólvalla- götu 48. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs Margrét Scheving Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, segir gjafakort í Bónus og fataúthlutanir vera þá þjón- ustu sem nefndin veitir. Þeir sem þurfa að leita aðstoðar hjá nefnd- inni þurfa að fylla út umsóknar- eyðublað. Úthlutanir fara fram á þriðjudögum frá kl. 16-18. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er styrkt af fyrirtækjum í Kópavogi, svo sem Toyota-umboðinu og Byko, sem og samtökum á borð við Rauða Krossinn. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er til húsa í Hamraborg 20a. Mæðrastyrksnefndin á Akureyri Jóna Berta Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri, segir aðstoð nefndarinnar byggj- ast á matarúthlutunum og fata- gjöfum. Matarpakkarnir eru háð- ir stærð fjölskyldunnar sem í hlut á og að sögn Jónu á nefndin nóg af fötum fyrir þá sem þurfa. Fata- birgðirnar nýtast einnig í fjáröfl- un því þeir eru til sem kaupa fötin og er peningurinn notaður í kaup á mat. Annars eru nokkrir fastir og traustir aðilar sem styrkja nefndina, bæði fyrirtæki og fé- lagasamtök af Norðurlandi. Jóna segir engum neitað um aðstoð. Fastir opnunartímar eru kl. 10-18 á þriðjudögum og fimmtudögum. Matarúthlutanir standa frá 19.-22. desember en Jóna segir að þeir sem þurfa aðstoðar við geti leitað á náðir nefndarinnar fram yfir þann tíma. Mæðrastyrksnefndin á Akur- eyri er í Klettaborg. Rauði krossinn Fataúthlutun Rauða Krosssins er að Stórási 4 í Garðabæ. Enginn ákveðinn opnunartími er heldur hefur fólk samband við Rauða- krossdeild sveitarfélags síns. Þær sjá svo um að vísa því áfram. 100 fjölskyldur hafa þegið fatagjafir frá því í haust. Deildir Rauða krossins um land allt sinna einnig margar hverjar einstaklingsaðstoð. Til að mynda sér Reykjavíkurdeild Rauða krossins í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar um mat- arúthlutanir, sem getið er nánar í umfjöllun um Hjálparstarfið, þar sem deildin leggur til fé og sjálf- boðaliða. Sigurveig H. Sigurðar- dóttir framkvæmdarstjóri bendir einnig á að Reykjavíkurdeildin veiti í fyrri hluta desember á hverju ári um 50 manns styrki úr minningarsjóði Elínborgar Sig- urðardóttur. Sören Sörenson stofnaði sjóðinn árið 1986 í minn- ingu eiginkonu sinnar. Tilgangur sjóðsins er að gleðja sjúka og fá- tæka og sjá til dæmis félagsfræð- ingar og prestar um að tilnefna þá sem eru hjálparþurfi. Sjóðurinn nýtir vexti af eign sjóðsins í styr- ki, auk þess sem höfundarlaun Ensk-íslensku orðabókarinnar renna í sjóðinn. Hjálparstarf kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar veitir, í samstarfi við aðra aðila, bág- stöddum aðstoð allt árið um kring. Desember er sá mánuður sem flestir leita sér aðstoðar. Þá koma að meðaltali inn um 800 til 900 að- stoðarbeiðnir frá fólki að sögn Vilborgar Oddsdóttur, hjá Hjálp- arstarfinu. Þá hefur fólk beint samband við skrifstofu Hjálpar- starfsins og er því veitt bein að- stoð með matar- og fatagjöfum þar sem ekki gefst tími til að skoða hverja og eina umsókn fyr- ir sig. Tekið er á móti beiðnum um matarúthlutanir, sem gefnar eru í samstarfi við Reykjavíkurdeild ALLSNÆGTIRNAR NÁ EKKI TIL ALLRA Þeir sem ekki sjá fram á að geta haldið mannsæmandi jól geta leitað á náðir nokkurra samtaka og stofnana. Það er óþægileg staðreynd að á hverjum tíma líður hluti þjóðarinnar skort. Þetta kemur hvað mest í ljós nú þegar jólaundirbúningur- inn er að kaffæra allt og alla. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að ástandið sé með verra móti í ár. En sem betur fer eru til stofnanir og samtök sem leggja sig fram um að aðstoða þá sem eru í kröggum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.