Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 46
46 16. desember 2002 MÁNUDAGUR VIKUNESTI Sjáið Hlemmeftir Ólaf Sveinsson. Ein- hver magnaðasta filma síðari ára. Sérstaklega hljóð- ið. Rónarnir ræsk- ja sig í steríó. Farið svo sjálf niður á Hlemm.Tyllið ykkur niður og fáið framhaldið beint í æð. Veitingar á staðnum. Svo er það James Bond. Ágæturmeð millistærð af poppi. Pierce Brosnan er þó orðinn stirð- ur og tekst ekki að leyna því. Hann hleypur eins og kerling. Þarf að skipta honum út næst. Sorrí. Reynið svopeacan-vínar- brauðin á Kaffi Roma á Rauðarár- stíg. Ótrúlega sæt og góð. Andhverfa lífsins á Hlemmi. Örlögin ráku pólska sveitastrákinn til Íslands Szymon Kuran fiðluleikari á afmæli í dag. Hann segir örlögin hafa rekið sig til Íslands. 47 ÁRA Szymon Kuran tónlistar- maður er 47 ára í dag og í tilefni þess ætlar hann að halda lítið boð fyrir nánustu vini sína. „Ég myndi ekki kalla þetta veislu. Þetta verður smástund með nán- ustu vinum mínum,“ segir fiðlu- leikarinn. Szymon segist vera mikið afmælisbarn þótt hann haldi ekki stórar veislur. Szymon er fæddur í Póllandi en kom til Íslands árið 1984 þeg- ar hann fékk stöðu annars konsertmeistara hjá Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Árið undan hafði hann verið í námi í Bret- landi. „Ég held að örlögin hafi rekið mig til Íslands. Ég skoðaði fjöld- ann allan af auglýsingum þegar ég var í Bretlandi en um leið og ég sá auglýsinguna frá Íslandi vissi ég að eitthvað myndi ger- ast,“ segir Szymon. „Það var frá- bært að koma hingað. Mér fannst ég vera að kafna og drukkna í mannfjöldanum í Lundúnum. En þegar ég kom hingað fannst mér ég geta andað á ný.“ Szymon er sveitabarn, ólst upp í litlu þorpi rétt utan við Varsjá. Hann segist eiga margar góðar minningar frá uppvaxtar- árunum sem erfitt er að rifja upp í stuttu máli. Szymon reynir að heimsækja heimaland sitt eins oft og mögu- legt er, fer í það minnsta einu sinni á ári. „Ég fer þangað nú um jólin. Fyrst kem ég við í Kaup- mannahöfn og heimsæki börnin mín,“ segir afmælisbarnið en hann á fjögur börn, þar af eina stjúpdóttur. Foreldrar Szymons eru báðir á lífi og systir hans býr í Póllandi ásamt fjölskyldu sinni. Szymon starfaði sem annar konsertmeistari í 16 ár en tók sér þá eins árs frí. Meðfram vinn- unni semur hann tónlist. Hann segist kunna vel við sig í Sinfón- íuhljómsveitinni. „Þetta er fyrir- myndarhljómsveit.“ Aðspurður hvort hann ætli að búa hér á landi það sem eftir er sagði Szymon: „Ekki veit ég ann- að.“ kristjan@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður frumsýndi heimildarmyndina Hlemmur í Háskólabíói í síðustu viku. Í myndinni er fylgst með fólki sem eyðir hluta af sínu daglega lífi á stoppistöðinni við Hlemm. Ólafur er uppalinn í Hafnarfirði og í Hlíð í Gnúpverjahreppi, þar sem hann var í sveit í sautján sum- ur. Hann gekk í Öldutúnsskóla og Flensborg en síðan lá leiðin í bók- menntafræði og heimspeki í Há- skóla Íslands. Ólafur eyddi drjúg- um tíma í leiklist á námsárunum. „Ég var annar af stjórnendum Stúd- entaleikhússins þegar það var upp á sitt besta, ásamt Andrési Sigur- vinssyni,“ segir Ólafur. Á þeim tíma gerði hann einnig nokkrar til- raunir til að verða rithöfundur sem gengu ekki alveg upp að hans eigin dómi. „Ég ákvað því að söðla um og fór að læra kvikmyndagerð í Berlín.“ Ólafur fluttist til Berlínar árið 1988 en áður en hann hellti sér út í kvikmyndirnar þurfti hann að læra málið betur. „Ég komst að því mér til mikill- ar undrunar að það eru fjögur föll í þýsku,“ segir Ólafur og hlær, minn- ugur þýskukennslunnar og stúd- entsprófsins góða. Áhugi Ólafs á kvikmyndagerð kviknaði frekar seint. Hann segir fólk á hans aldri hafa alist upp við útvarpsleikrit og bókmenntir frek- ar en kvikmyndir. „Áhuginn kviknaði á kvik- myndahátíðunum í kringum 1975 og þegar Fjalakötturinn var. Þá sá ég að kvikmyndaformið bauð upp á miklu meira en þær amerísku myndir sem voru og eru í bíó.“ Aðspurður hvernig gangi að starfa sem kvikmyndagerðamaður á Íslandi og í Berlín sagði Ólafur: „Ég er að minnsta kosti skuldlaus í augnablikinu. Maður þarf að hafa ansi mikið fyrir hlutunum en það gengur alveg.“ kristjan@frettabladid.is Hlemmur, heimildarmynd Ólafs Sveins- sonar, er nú sýnd í Háskólabíói. Ólafur er Hafnfirðingur sem ákvað að læra kvik- myndagerð eftir misheppnaðar tilraunir til að verða rithöfundur. Persónan Fékk seint áhuga á kvikmyndagerð SZYMON KURAN Segist kunna vel við sig á Íslandi. Hann spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem hann segir vera fyrirmyndarsveit. JARÐARFARIR 13.30 Sigríður Jóhannesdóttir, frá Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 15.00 Helga Sveinsdóttir, frá Kotvelli, Miðvangi 8, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju. ANDLÁT Steingrímur Friðfinnsson, Byggðarenda 6, Reykjavík, lést 13 desember. Jenný Lúðvíksdóttir lést 13. desember. Erlendur Einarsson, Bústaðavegi 77, Reykjavík, lést 12. desember. Helga Theodórsdóttir, Felli, Skipholti 21, Reykjavík, lést 11. desember. Margrét Sigurðardóttir, Álfheimum 42, Reykjavík, lést 10. desember. Brynjólfur Kristinsson, frá Harðangri, lést 9. desember. Lovísa Jóhannsdóttir, Stýrimannastíg 13, Reykjavík, lést 7. desember. Ragnar Steindór Jensson, Skeljagranda 5, Reykjavík, lést 7. desember. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að Vinstri grænir eru ekki aðeins grænir öðrum megin. Leiðrétting FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Með veðurstöðinni spáir þú sjálfur í veðrið. Veðurstöðin, sem er dönsk hönnun frá Jacob Jensen, samanstendur af eining- um sem hver og einn getur rað- að saman eftir því hvaða mæli- tæki nýtast honum best. Í veður- stöðina er hægt að fá rakamæli, loftvog, hitamæli úti og inni, þráðlaust, klukku og vekjara og kostar hver eining frá 5.100 kr. Útihitamælir með þráðlausum skynjara kr. 9.400. Gull-úrið Axel Eiríksson úrsmíðameistari Álfabakka 16 Sími 587 4100 MJÓDDINNI Nýtt - Jacob Jensen hönnun - Nýtt ÓLAFUR SVEINSSON Ólafur lærði kvikmyndagerð í DFFB-skólan- um í Berlín, sem er þýska kvikmynda- og sjónvarpsakademían. Hann er að mestum hluta búsettur í Þýskalandi. Hann á sam- býliskonu og eitt barn frá fyrra sambandi. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 11,9 milljarða króna. Tólf ára fangelsi. Carterpuri. Lóðrétt: 1 hluti, 2 æviskeið, 3 nes, 4 háðkveðskapur, 5 hagnað, 6 strik, 7 út- vega, 8 veiddi, 11 hundar, 14 kæpa, 16 vellíðunar, 18 trés, 20 smeygja, 21 hrell- ir, 23 gljálausra, 26 svalaði, 28 stórþorskur, 30 kyrrðin, 31 væta, 33 trúarbrögð. LÁRÉTT: 1 gustar, 4 svikula, 9 áreiðanleg, 10 kraftur, 12 ötula, 13 leiðslum, 15 fisk, 17 nabbi, 19 óvild, 20 skraut, 22 búfé, 24 þræll, 25 hrúga, 27 öskra, 29 ákafrar, 32 úrgangur, 34 hjara, 35 eldisskepnu, 36 þáttur, 37 snáði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hvol, 4 stegla, 9 ristill, 10 líkn, 12 efli, 13 krangi, 15 atti, 17 tagl, 19 rís, 20 aftur, 22 ærast, 24 fár, 25 pera, 27 gröf, 29 raumar, 32 plan, 34 senu, 35 páraðir, 36 gaurar, 37 rifa. Lóðrétt: 1 hólk, 2 orki, 3 linntu, 4 steig, 6 ella, 7 glitra, 8 angist, 11 írafár, 14 garp, 16 tískan, 20 afgang, 21 tröppu, 23 rausir, 26 ernar, 28 flár, 30 meri, 31 runa, 33 ara. Innan úr Sjálf-stæðisflokkn- um berast þær fréttir að stig- vaxandi ótti sé við að Vilhjálm- ur Egilsson taki ekki sönsum og sé kominn á fremsta hlunn með að undirbúa sérframboð í Norðvesturkjördæmi. Maður hefur gengið undir manns hönd til að friða Vilhjálm en ekkert gengur. Sitt sýnist hverjum um möguleika hans á að ná kjöri í sérframboði en sjálfur mun hann vera þeirrar skoðunar að hann eigi mikla mögu- leika á þingsæti. Það hefur vakið nokkra athygli íþingsölum að ýmsir úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins láta Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra pirra sig. Þetta kom skýrt fram þegar Valgerður þúaði Hall- dór Blöndal þingforseta úr ræðu- stól. Mikill bjölluhljómur hlaust af þegar Halldór, reiður og þrútinn, setti ofan í við Valgerði ráðherra. Í hita leiksins gleymdi þingforsetinn núverandi embætti sínu og sagði með þunga að það ætti að ávarpa ráðherra með öðrum hætti. Svo sá hann að sér og leiðrétti sig með því að hann ætti við þingforseta. FÓLK Í FRÉTTUM FÓLK Í FRÉTTUM Kona kemur að tollhliðinu meðátta börn í eftirdragi. Toll- vörðurinn tekur hana afsíðis og spyr hana hvort hún eigi öll þessi börn. Hún andvarpar og kinkar kolli. Tollvörðurinn byrjar síðan að yfirheyra konuna og spyr hana hvort hún hafi í fórum sínum ein- hver vopn, sprengiefni eða ólög- leg lyf. „Nei,“ segir hún, „ef ég ætti einhvern slíkan hlut væri ég löngu búin að nota hann.“ ■ KROSSGÁTA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.