Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 Við björgum því sem bjargað verður H á a l e i t i s b r a u t 5 8 - 6 0 S : 5 5 3 1 3 8 0 Finnskar kapalstöðvar: Ekki gróði af kláminu SJÓNVARP Finnskar kapalstöðvar eru nú flestar að leggja niður nætur- sýningar á klámefni þar sem það stendur ekki undir sér. Fyrir fjórum árum hófu stöðv- arnar að bjóða upp þjónustu þar sem áskrifendur gátu borgað fyrir hverja sýningu. Finnar tóku vel í nýjungarnar en þrátt fyrir það er gróðinn af sýningu klámefnis ekki nægilega mikill að mati sjónvarps- stöðvanna. „Að sjálfsögðu erum við einnig að láta undan þrýstingi frá hags- munahópum,“ sagði Christian Moustgaard, yfirmaður ATV-stöðv- arinnar. „En meginástæðan er við- skiptalegs eðlis.“ Að sögn Moust- gaard hafa áhorfendur tekið vel í sýningarnar en auglýsingatekjur hafa látið standa á sér. ■ AFRÍKA Maður nokkur frá Afríkuríkinu Malawi slapp á ótrú- legan hátt úr kjafti krókódíls. Mac Bosco Chawinga ákvað að fá sér sundsprett í Malawi-vatni eftir erfiðan dag í vinn- unni. Þar sem hann var á sundi réðist á hann krókódíll. Krókódíllinn náði fas- tataki á höndum Chawinga og hóf að draga hann niður í djúpið. Chawinga var hins vegar ekki á því að gefast upp. Hann ákvað því að gjalda líku líkt og beit krókódílinn af al- efli í nefbroddinn, sem er einn fárra viðkvæmra staða á slíkum skepnum. Krókódíllinn sleppti við það takinu og Chawinga náði að synda mikið særður í land. Hann liggur nú á spítala mikið slasaður á höndum og fótum. Fjöldi fólks endar í gini krókódíla árlega. Regntíminn er hættulegastur og er talið að tveir látist á dag í kjafti þessara gráðugu skriðdýra. ■ Ótrúleg björgun: Maður bítur krókódíl EKKI ÓSIGRANDI Fáir sleppa lifandi úr krókódílskjöftum en það gerist þó. BRAD PITT Leikarinn og kvennagullið Brad Pitt stillir sér hér upp fyrir ljósmyndara á frumsýningu myndarinnar About Schmidt, sem Jack Nicholson leikur aðalhlutverkið í.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.