Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 18
18 16. desember 2002 MÁNUDAGUR ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Pólitískt fjár- hættuævintýri Ólafur F. Magnússon, oddviti F-listans íborgarstjórn, segir að Reykjavíkur- borg myndi taka allt of mikla áhættu með því að taka þátt í byggingu Kárahnjúka- virkjunar. Um sé að ræða tugmilljarða skuldbindingu. „Ég hef haldið uppi andófi gegn Kára- hnjúkavirkjun innan borgarstjórnar alveg stöðugt og flutt marg- ar tillögur og lagt fram margar bókanir um málið,“ segir Ólafur. „Ég tel að með því að hamra járnið stöðugt sé það farið að skila þeim árangri að borgaryfirvöld séu farin að horfast í augu við staðreynd- ir á borð við þá að fjárhagslega áhættan er allt of mikil miðað við hugsanlegan ávinning, sem að mínu mati yrði líklega minni en enginn.“ Ólafur segir að með því að taka þátt í byggingu virkjunarinnar sé borgin að steypa sér í meiri skuldbindingar en svo að heildareignir hennar dugi fyrir þeim. „Við stöndum frammi fyrir þeirri stað- reynd að við erum 45% eignaraðili að Landsvirkjun, sem er að ráðast í pólitískt verkefni sem heitir Kárahnjúkavirkjun. Verkefni sem er fyrst og fremst knúið áfram af pólitískum hagsmunum en ekki arðsemissjónarmiðum. Þar að auki er þetta ámælisverð framkvæmd bæði frá umhverfislegu og siðferðilegu sjónarmiði og við eigum einfaldlega að neita að taka þátt í þessu pólitíska fjárhættuævintýri. Í framhaldi af því finnst mér eðlilegt að við komum okkur út úr Landsvirkjun.“ ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Orkar tvímælis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar-stjóri í Reykjavík, segir að stærð ábyrgðarinnar í sjálfu sér hljóti að orka tvímælis. „Eins og kemur fram í áliti borgarlög- manns þá er það hin almenna regla í sveit- arstjórnarlögum að sveitarfélögum er bannað að ganga í ábyrgðir fyrir fyrir- tækjarekstur,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Hins vegar er gerð undantekning í lögum um Landsvirkjun. Ef þetta er heimfært upp á ríkið þá vær- um við að tala um 350 milljarða, þannig að það sést hvaða stærðargráðu er um að ræða.“ Ingibjörg Sólrún segir að erfitt sé að meta áhættuna áður en arðsemismat liggi fyrir. Sérstök nefnd eigi að skila arðsem- isútreikningum í byrjun janúar og þá muni málið verða tekið fyrir í borgar- stjórn. „Ef menn telja að áhættan sé mikil og arðsemin lítil þá er málið erfiðara við- fangs en ella.“ Ingibjörg Sólrún segist lengi hafa ver- ið þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Hann sé metin á 15 til 16 milljarða króna. Enginn nema ríkið eða sveitarfélög megi kaupa þann hluta eins og er. „Ég held að við ættum að stefna að því að fara alveg út. Ég held það sé ekki spurning um hvort við seljum heldur hvenær. Við erum með mikla fjármuni bundna í Landsvirkjun án þess að það hafi komið mikill arður af þeim. Við stöndum andspænis miklum fjárfesting- arverkefnum í borginni í nýjum atvinnu- tækifærum og nýrri grunngerð í borgar- samfélaginu. Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að fjármagna það nema með því að losa um fjármuni annars staðar.“ ■ BJÖRN BJARNASON Ekki of mikil áhætta Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðis-manna í borgarstjórn, telur að Reykjavíkurborg sé ekki að taka of mikla áhættu með veitingu ábyrgðar vegna Kára- hnjúkavirkjunar. „Ég held að borgin sé ekki að taka of mikla áhættu með því,“ segir Björn. „Það kemur í ljós í áliti borgarlögmanns að eignarhlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun styrkir lánshæfi borgarinnar og borgin er nú að auka sínar skuldir um tvo milljarða á þessu ári og þarf því að hafa mikið og gott lánstraust.“ Björn segir að það hafi ekki nema síð- ur sé veikt Reykjavíkurborg að vera eig- andi að Landsvirkjun til þessa. „Ég sé ekki að menn fari út í þau áform að virkja Kárahnjúka á þeim for- sendum að veikja Landsvirkjun eða eig- endur fyrirtækisins. Ásamt Seðlabankan- um og ríkissjóði er Landsvirkjun það fyr- irtæki hér á landi sem hefur hvað mest lánstraust. Það hefur nýlega hækkað lánsmatið á Landsvirkjun eftir að alþjóð- legt lánsfyrirtæki kynnti sér allt sem sagt hefur verið og gert í sambandi við Kárahnjúka.“ Björn segir að auðvitað sé mikilvægt að arðsemismat liggi fyrir, hvort sem lit- ið sé á það út frá sjónarhóli Reykjavíkur- borgar eða annarra. Hann segist ekki vera þeirrar skoðunar að borgin eigi að selja hlut sinn í Landsvirkjun. „Ég tel að ef menn vilja gera eitthvað varðandi Reykjavíkurborg og Landsvirkj- un þá ætti að huga að því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag í eigu ríkisins og sveitarfélaganna. Það væri skynsam- legt fyrsta skref ef menn vildu breyta einhverju varðandi eigendurna.“ ■ Borgarlögmaður telur að borgin taki ákveðna áhættu með veitingu ábyrgða vegna Kárahnjúkavirkjunar. Borgin á 45% eignarhlut í Landsvirkjun, sem þegar skuldar 75 milljarða króna. Ef Kárahnjúkavirkjun verður að veruleika munu skuldir fyrirtækisins aukast verulega, enda framkvæmdin metin á rúma 90 milljarða króna. Fjárhagslega áhætta borgarinnar er tvíþætt. Annars vegar ef arðsemi virkjunarinnar er ekki sú sem reiknað er um og hins vegar ef Landsvirkjun lendir í fjárhagslegum erfiðleikum og ábyrgðir falla af þeim sökum á eigendur. Borgarstjóri vill selja í Landsvirkjun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.