Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 4
4 16. desember 2002 MÁNUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Fá alþingismenn of langt jólafrí? Spurning dagsins í dag: Á Byrgið að vera á fjárlögum hjá ríkinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 23%Nei 77% OF LANGT JÓLAFRÍ Afgerandi meirihluti á Frett.is telur að alþingismenn fái of langt jólafrí. Já ALÞINGI Þrátt fyrir að þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telji innan við tíunda hluta þingmanna fór rúmlega fjórðungur af ræðutíma Alþingis undir ræður þingmanna flokksins. Fyrir hverja eina mínútu sem tólf manna þingflokkur Framsókn- arflokksins á í ræðutíma eiga sex vinstri grænir þingmenn tvær mínútur. Þá töluðu þingmenn vinstri grænna í fjórar mínútur fyrir hverja eina sem þingmenn Frjálslynda flokksins töluðu þrátt fyrir að vera aðeins þrefalt stærri þingflokkur. Ræðutími Frjáls- lyndra sem hluti af heildarræðu- tíma þingmanna var þó tvöfalt hærri en samsvarar þingmanna- fjölda flokksins. Ef deilt er í ræðutíma hvers flokks með fjölda þingmanna kem- ur í ljós að Sjálfstæðismenn töluðu minnst, um það eina og hálfa klukkustund, en vinstri grænir mest, um það bil sjö og hálfa klukkustund. Framsóknarþing- menn töluðu að meðaltali í tæpa tvo tíma og þingmenn Samfylking- ar hálftíma lengur. Frjálslyndir töluðu í rúman fimm og hálfan tíma hver. ■ Meðalræðutími sjálfstæðismanna stystur allra: Vinstri grænir töluðu mest RÆÐUTÍMI EFTIR ÞINGFLOKKUM Flokkur klst.:mín. Framsóknarflokkur 23:30 Sjálfstæðisflokkur 34:20 Frjálslyndi flokkurinn 11:24 Samfylkingin 41:13 Vinstrihreyfingin 44:32 STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þó að Steingrímur sé ekki formaður stærsta flokksins á þingi fer mest fyrir ræðuhöldum flokks hans. PALESTÍNA Leiðtogi Palestínu- manna, Yasser Arafat, hefur sak- að Osama Bin Laden um að nýta sér baráttu Palestínumanna gegn Ísraelsmönnum sér í hag. Hann sagði að al Kaída-samtökin væru að fela sig bak við málstað Palest- ínumanna til að ná fram sínum vilja. Fyrr í mánuðinum lýsti for- sætisráðherra Ísraels, Ariel Shar- on, yfir því að liðsmenn al Kaída - amtakanna stunduðu hryðjuverk á Gaza-svæðinu. Þessu neitaði Arafat og sakaði ísraelsku leyni- þjónustuna um að ljúga því að þeir hefðu fundið liðsmann al Kaída á Gaza-svæðinu. Arafat sagði enn fremur að Sharon vissi vel að engin tengsl væru á milli palestínskra uppreisnarmanna og al Kaída-samtakanna, að Bin Laden hafi aldrei hjálpað Palest- ínumönnum og væri að vinna gegn málstað þeirra. ■ Arafat gagnrýnir Bin Laden: Bin Laden nýtir sér málstaðinn OSAMA BIN LANDEN Bin Laden er gagnrýndur af Arafat fyrir að nýta sér málstað Palestínumanna. Georg Lárusson: Árétting INNFLYTJENDUR Í Fréttablaðinu 14. desember 2002 birtist frétt undir fyrirsögninni „Stefnuleysi í mál- um innflytjenda“, sem byggir, að því er virðist, eingöngu á við- tali við undirrit- aðan, forstjóra Útlendingaeftir- litsins. Þar segir blaðamaður með eigin orðum að enga stefnu varðandi inn- flutning fólks til landsins sé að finna. Ástæða er að taka það skýrt fram að það eru ekki orð mín að stefnuleysi ríki í málum innflytj- enda. Rétt er hins vegar að árétta það sem eftir mér er haft í frétt- inni en þar segir: „Stefnan í út- lendingamálum ræðst að mestu af þörfinni fyrir vinnuafl á hverju ári.“ ■ LÁRA MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR Á haustmánuðum varði hún nær helmingi meiri tíma í ræðustóli Alþingis en allan síðasta vetur. Ræðuhöld þingmanna: Skaut átta aftur fyrir sig ALÞINGI Lára Margrét Ragnars- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, varði meiri tíma í ræðu- stóli Alþingis á haustþinginu sem lauk á föstudag en hún gerði all- an síðasta vetur. Þá mælti hún minnst allra þingmanna. Á síðasta heila þingi mældust ræður Láru Margrétar alls 24 mínútur, það er tæpur helmingur þess tíma sem næsti þingmaður fyrir ofan hana talaði úr ræðu- stóli Alþingis. Á þingfundum fyr- ir áramót hefur Lára Margrét flutt ræður í 35 mínútur og skot- ið átta öðrum þingmönnum aftur fyrir sig. ■ ÞRÍR MEÐ FIMM RÉTTA Í LOTTÓ Þrír voru með fimm rétta í Lottó og fékk hver þeirra rúmlega tíu og hálfa milljón króna í sinn hlut eftir að dregið var á laugardag. Einn var með fjórar tölur réttar og bónus og fékk sá rúmlega eina milljón króna. Tölurnar sem komu upp voru 9, 13, 16, 22 og 33. Bónustalan var 1. INNLENT ALÞINGI Þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs eru sem fyrr þeir þingmenn sem gera ítarlegasta grein fyrir sjónarmið- um sínum í þingræðum á Alþingi. Það er í það minnsta niðurstaðan ef miðað er við þann tíma sem hver og einn þingmaður varði í ræðustóli Alþingis áður en hlé var gert á fundum þingsins um ára- mót. Þingmenn flokksins eru í fjór- um af fimm efstu sætunum yfir þá þingmenn sem töluðu lengst. Ögmundur Jónsson, þingflokks- formaður vinstri grænna, talaði allra manna mest. Hann var sam- tals ellefu klukkustundir í ræðu- stól Alþingis og einni mínútu bet- ur. Næstur kom Steingrímur J. Sigfússon, formaður hans. Hvor þeirra um sig talaði meira en sam- svarar samanlögðum ræðutíma þeirra 18 þingmanna sem minnst töluðu. Þess má reyndar geta að hefði einhver ætlað að hlusta á all- ar ræður Steingríms á síðasta vetri í einum rykk hefði sá hinn sami þurft tvo sólarhringa til þess. Guðjón A. Kristjánsson, þing- flokksformaður frjálslyndra, er eini þingmaðurinn sem kemst upp á milli karlkyns þingmanna VG í samanlögðum ræðutíma. Kven- kyns þingmenn VG voru minna fyrir að fara í ræðustól í haust en flokksbræður þeirra. Þær voru þó báðar ofarlega á lista, Kolbrún Halldórsdóttir í níunda sæti og Þuríður Backman í 16. sæti. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, er sá stjórnarliði sem mest talaði, sam- tals í fimm klukkustundir og fimm mínútur. Geir H. Haarde fjármálaráðherra talaði mest Sjálfstæðismanna, í fjóra tíma og 21 mínútu. Hvort sem það er því að kenna að búið er að samþykkja hnefa- leikafrumvarp Gunnars Birgis- sonar eða einhverju öðru er hann sá þingmaður sem flutti stystar ræður á þinginu í haust. Stundar- fjórðungur dugir til að hlusta á þær. Gunnar og þingsystkin hans úr Sjálfstæðisflokknum eru í fjór- um efstu sætum yfir stystan ræðutíma. Þar komast tíu stjórn- arliðar á blað áður en fyrsti stjórnarandstæðingurinn kemur til sögunnar. Ræður Svanfríðar Jónasdóttur, Samfylkingu, tóku 38 mínútur í flutningi og talaði eng- inn stjórnarandstæðingur minna. Það eru alls 19 þingmenn sem eru með samanlagðan ræðutíma upp á innan við klukkustund. Af þeim eru þrír stjórnarandstæð- ingar, hinir eru allir stjórnarliðar. brynjolfur@frettabladid.is Ögmundur sló Steingrími við Ögmundur Jónasson flutti lengstar þingræður allra þingmanna áður en jólahlé var gert á störfum Alþingis. Hann og Steingrímur J. Sigfússon töluðu hvor um sig á við þá 18 þingmenn sem minnst töluðu úr ræðustól Alþingis. GUNNAR BIRGISSON Varði stundarfjórðungi í ræðustól í haust. ÖGMUNDUR JÓNASSON Í RÆÐUSTÓL Veturinn 2001 til 2002 var formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ræðukóngur Alþingis. Nú slær þingflokksformaðurinn honum við. MEST RÆÐUHÖLD ÞINGMANNA Þingmaður klst.:mín. Ögmundur Jónasson 11:01 Steingrímur J. Sigfússon 10:46 Guðjón A. Kristjánsson 8:51 Jón Bjarnason 8:49 Árni Steinar Jóhannsson 6:16 MINNST RÆÐUHÖLD ÞINGMANNA Þingmaður Mínútur Gunnar Birgisson 15 Sigríður Ingvarsdóttir 16 Björn Bjarnason 19 Kjartan Ólafsson 19 Jónína Bjartmarz 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.