Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 16
16 16. desember 2002 MÁNUDAGURSKÍÐI Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR... Daniel Kandlsbauer sést hér svífa um á snjóbretti sínu á hinum geysivinsæla skíðastað Grindewald í Sviss. ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.00 Stöð 2 Ensku mörkin 16.40 RÚV Helgarsportið 17.50 Sýn Ensku mörkin 18.50 Sýn Spænsku mörkin 19.15 Keflavík Karfa kvenna (Keflavík - KR) 19.30 Kennaraháskólinn Karfa kvenna (ÍS - UMFN) 19.50 Sýn Enski boltinn (Bolton - Leeds) 20.00 Njarðvík Bikark. karla karfa (UMFN - UMFG) 22.00 Sýn Gillette-sportpakkinn 22.30 Sýn Sportið með Olís 23.00 Sýn Ensku mörkin 00.20 RÚV Markaregn 01.05 Stöð 2 Ensku mörkin Flott kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á FÓTBOLTI Lee Bowyer, leikmaður Leeds United, gæti átt yfir höfði sér leikbann fyrir að traðka á Ger- ardo, leikmanni Malaga, í leik í Evrópukeppni félagsliða í fyrra- dag. Bowyer braut illa á Gerardo, sem féll við, og á sjónvarpsupp- tökum sést hvar enski leikmaður- inn stígur, að því er virðist vilj- andi, á andlit Spánverjans. Bowyer fékk aðeins að líta gula spjaldið fyrir vikið. Aganefnd Evrópska knatt- spyrnusambandsins, Uefa, mun fara yfir upptökuna og ákveða í kjölfarið hvort gripið verði til að- gerða. ■ Lee Bowyer, leikmaður Leeds: Á bann yfir höfði sér LEE BOWYER Leikmaður Leeds United hefur átt erfitt með að hemja skap sitt, bæði innan vallar sem utan. BRYNJAR BJÖRN GUNNARSSON Skoraði fyrsta mark sitt fyrir Stoke City á tímabilinu. Enska 1. deildin: Fyrsta mark Brynjars FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrir Stoke City í 1-1 jafn- teflisleik gegn Portsmouth í ensku 1. deildinni á laugardag. Þetta var fyrsta mark Brynjars Björns á tímabilinu. Hermann Hreiðarsson lék að vanda með liði Ipswich, sem mætti Heiðari Helgusyni og félögum í Watford. Ipswich vann leikinn með fjórum mörkum gegn tveimur. Hvorugur Íslendinganna náði að skora en Heiðar fékk þó kjörið tækifæri sem hann nýtti ekki. Ívar Ingimarsson var ekki í liði Wolves sem steinlá fyrir Coventry, 2-0. Stoke er í þriðja neðsta sæti 1. deildar með 16 stig eftir 23 leiki. Ipswich er í 19. sæti, Watford í 9. sæti og Wolves í því sjöunda. ■ Evrópukeppnin í handbolta: Grótta/KR í átta liða úrslit HANDBOLTI Grótta/KR er komið í átta liða úrslit áskorendakeppni Evrópu þrátt fyrir tap gegn Ála- borg, 30-27, í seinni leik liðanna á laugardag. Grótta/KR vann fyrri leikinn 23-20 og komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á úti- velli. Alfreð Finnsson skoraði síð- asta mark Gróttu/KR á lokasek- úndunum og tryggði þeim áfram- haldandi rétt í keppninni. Haukar eru úr leik í Evrópu- keppni bikarhafa eftir tap á heimavelli, 31-26, fyrir spænska liðinu Ademar Léon. Haukar töp- uðu einnig fyrri leiknum, 29-21, samanlagt 60-47. ■ HM FATLAÐRA Í SUNDI Kristín Rós Hákonardóttir setti tvö heims- met á heimsmeistaramóti fatl- aðra í sundi í Argentínu sem lauk um helgina. Kristín Rós sigraði í 200 metra fjórsundi á laugardag, synti á tímanum 3:14,30 mínút- um, sem er nýtt heimsmet. Hún setti einnig heimsmet í 100 metra baksundi á þriðjudag. Kristín Rós vann til þrennra gullverðlauna og einna silfur- verðlauna á heimsmeistaramót- inu. Um 1.100 keppendur tóku þátt í mótinu, sem er það fjöl- mennasta til þessa. Kristín Rós byrjaði mótið vel. Sem fyrr segir setti hún heims- met í 100 metra baksundi á þriðjudag og daginn eftir vann hún silfurverðlaun í 100 metra skriðsundi. Þar setti hún nýtt Ís- landsmet með því að synda á tím- anum 1:18,05 sekúndum. Hún vann síðan gullverðlaun á fimmtudag í 100 metra bringu- sundi og til gullverðlauna í 200 metra fjórsundinu ásamt því að setja heimsmet. Bjarki Birgisson vann brons- verðlaun í 100 metra bringu- sundi. Hann komst ekki í úrslit í 200 metra fjórsundi á laugardag. Kristín Rós segist að vissu marki hafa átt von á góðum ár- angri sínum. „Ég er í mjög góðri æfingu og er að toppa á réttum tíma. Þetta hefur allt gengið upp,“ sagði Kristín, sem var á rölti í miðbænum þegar Frétta- blaðið náði tali af henni. Hún hef- ur æft tvisvar á dag undanfarið ár fyrir mótið og árangurinn hef- ur verið eftir því. Hún segir að umgjörðin á mót- inu sé fín. „Það er mjög gott að vera hérna, mjög þægilegt og af- slappað. Það er gott veður, sól og 25 stiga hiti. Það er ekki slæmt,“ sagði Kristín, sem er að taka þátt í fjórða heimsmeistaramóti sínu. Eftir að mótinu lýkur ætlar Kristín að taka sér smá pásu frá sundinu og slappa af. Síðan stefn- ir hún ótrauð á Ólympíuleika fatl- aðra sem haldnir verða í Aþenu eftir tvö ár. Kristín Rós keppti í 50 metra skriðsundi í gær og Bjarki í 50 metra flugsundi. Úrslitin voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. ■ Kristín Rós setti tvö heimsmet Kristín Rós Hákonardóttir setti tvö heimsmet og vann til þrennra gull- verðlauna á heimsmeistaramóti fatlaðra í Argentínu. Átti sjálf von á góðum árangri. Stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í Aþenu. KRISTÍN RÓS Kristín Rós Hákonardóttir hefur staðið sig með mikilli prýði á HM fatlaðra í sundi. Kristín og Bjarki koma heim á miðvikudagsmorgun. Evrópumótið í sundi: Örn þriðji SUND Örn Arnarson varð þriðji í 100 metra baksundi á Evrópumót- inu í 25 metra laug í Þýskalandi í gær en hann synti á 51,91 sekúndu. Tvö Íslandsmet féllu einnig í gær. Íslenska karlasveitin í 4x50 metra boðsundi synti á 1:32,99 mínútum og bætti Íslandsmetið um 3,5 sekúndur. Örn Arnarson bætti Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi í sama sundi, synti á 22,33 sekúndum. Auk Arnars skipa þeir Jón Oddur Sigurðsson, Heiðar Ingi Magnússon og Jakob Jóhann Sveinsson íslensku sveitina. Jakob Jóhann Sveinsson endaði í fimmta sæti í 200 metra bringu- sundi þegar hann synti á 2:11,19 mínútum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.