Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 36
36 16. desember 2002 MÁNUDAGUR TÓNLIST Aðdáendur bresku sveitar- innar Stereolab senda nú inn kveðjur á heimasíðu sveitarinnar til þess að minnast söngkonunnar og gítarleikarans Mary Hansen sem lést í hjólreiðaslysi á mánu- dag. Á síðunni, www.ster- eolab.co.uk, má m.a. sjá kveðju frá íslenskum aðdáanda, Óskari Einarssyni. Hann segir m.a.; „Ég var á tónleikum Stereolab í Reykjavík þann 30. október. Ég er afar sorgmæddur, en á sama tíma þakklátur fyrir að hafa séð eina af síðustu tónleikum Mary. Ég mun aldrei gleyma þessum tónleikum. Dauði Mary er á meðal sorglegri atburða rokksins síðustu ára.“ Kveðja hans þótti það hjart- næm að hún var birt á vef breska tónlistarritsins NME. Tónleikar Stereolab hér á landi voru þeir síðustu þar sem Mary lék með sveitinni. Hún var 36 ára og hafði verið liðsmaður í sveitinni í tíu ár. Jarðaför hennar fer fram í Maryborough í Queensland í Ástr- alíu á föstudaginn næsta, þar sem hún var fædd og uppalin. ■ TÓNLIST Bandaríska hljómsveitin R.E.M. hyggur á tónleikaferða- lag á ný eftir fjögurra ára hlé. Ferðalagið hefst á Glastonbury- hátíðinni þann 27. júní og liggur síðan um Belgíu, Þýskaland, Danmörk, Sviss, Austurríki, Pól- land, Bretland, Frakkland og Ítalíu. Eftir Evróputúrinn munu þeir spila í Bandaríkjunum. „Við erum búnir að vera lok- aðir inni í hljóðveri í lengri tíma og okkur hlakkar til að sjá um- heiminn á ný,“ sagði Michael Stipe, söngvari sveitarinnar. „Þetta er fyrsta alvöru tónleika- ferðalagið okkar síðan 1999.“ Sveitin hélt nokkra litla tónleika í fyrra eftir útgáfu plötunnar „Reveal“. R.E.M. hefur verið ein vin- sælasta hljómsveit heims undan- farin ár. Fyrsta plata hennar heitir „Murmur“ og kom út árið 1983. Meðal vinsælustu laga sveitarinnar eru „Everybody Hurts,“ „Man on the Moon“ og „The One I Love.“ ■ FÓLK „Það er mjög fínt að búa á Höfn en það mætti vera meira um að vera um helgar,“ segja vin- konurnar Valdís Ósk Sigurðar- dóttir og Jóhanna Íris Ingólfs- dóttir, sem báðar eru uppaldar á Höfn í Hornafirði. Þær segja að unglingar séu almennt sáttir við staðinn sinn en helst vanti að fjölga unglingaböllum. „Við stundum íþróttir en þess í milli höngum við bara. Það vant- ar eitthvað hér fyrir unglinga um helgar og þá helst böll. Okkur fyndist ágætt að fá hingað hljóm- sveitir úr Reykjavík en hljóm- sveitin Parket dugir svo sem ágætlega. Strákarnir hérna á Höfn eru sætir en þeir eru fleiri í Reykjavík,“ segir þær stöllur og skellihlæja. Jóhanna Íris segist vera ákveðin í að búa á Höfn í framtíð- inni. „Ég ætla að læra sjúkra- þjálfun og setjast að hérna. Þetta er draumastaður til að búa á,“ segir hún en Valdís Ósk segist eiga eftir að hugsa það mál betur hvort hún ætli að setjast að ann- ars staðar. ■ Unglingar sáttir á Höfn í Hornafirði: Sætari strákar á Höfn VINKONUR Á HÖFN Valdís Ósk Sigurðardóttir og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir eru 15 ára unglingsstúlkur á Höfn í Hornafirði. Þær eru ánægðar með staðinn en vilja að meira verði gert fyrir unglinga um helgar. Aðdáendur Stereolab syrgja: Íslensk kveðja á NME STEREOLAB Stereolab var við það að byrja á nýrri plötu en liðsmenn sveitarinnar hafa ekkert tjáð sig um framtíð hennar. R.E.M. á leið í tónleikaferðalag: Hlakkar til að sjá umheiminn R.E.M. Á næsta ári kemur út plata með vinsælustu lögum sveitarinnar. Blóm og gjafavara aðventukransar og skreytingar. Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.