Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 8
8 16. desember 2002 MÁNUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL 3ATVINNUMÁL „Hér er mikið og vaxandi atvinnuleysi og við höf- um varað við þessari þróun,“ seg- ir Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, um þann fjölda dvalarleyfa sem gefin eru út til útlendinga sem koma til starfa á Íslandi. Fjöldi þeirra út- lendinga sem kom- ið hafa komið til landsins til starfa, í flestum tilvikum við láglaunastörf, hefur fjórfaldast frá árinu 1995. Flestir hafa komið til starfa í fisk- vinnslu víða um land. Þar eru Pól- verjar í meirihluta. Samkvæmt bráðabirgðatölum Útlendingaeft- irlitsins hefur 17 útlendingum verið veitt dvalarleyfi daglega á Íslandi það sem af er árinu. Sigurður segir að félag hans hafi varað við því að þegar sam- dráttartímar rynnu upp þá kæmi það niður á félagsmönnum hve mörgum útlendingum hefði verið veitt dvalarleyfi. Nú væri sam- dráttur á vinnumarkaði orðinn að veruleika eins og sjá mætti af því að um þrjú þúsund manns væru atvinnulausir á landinu öllu. Í nóv- ember voru 4.077 manns að með- altali á atvinnuleysisskrá. Innan Eflingar eru sjö hundruð manns atvinnulausir. „Við erum ósáttir við stefnu- leysi yfirvalda varðandi innflutn- ing á erlendu vinnuafli. Hve mörgum er hleypt inn í landið mótast fyrst og fremst af því hvort einhver atvinnurekandi úti í bæ kallar eftir vinnuafli en ekki hvert ástandið er á vinnumark- aði,“ segir Sigurður. Hann segir að félagið sé regl- um samkvæmt beðið um álit þeg- ar umsóknir væru um að flytja inn starfsfólk. Síðan væri undir hælinn lagt hvort farið væri eftir því sem félagið legði til. „Við gefum í mörgum tilvikum neikvætt svar en ég tel mig hafa vissu fyrir því að í ýmsum tilvik- um hafi umsóknir verið afgreidd- ar jákvætt í gegnum Vinnumála- stofnun. Það er ekki tekið mark á því sem við vísum til sem er ann- ars vegar atvinnuástandið og hins vegar það að atvinnurekendur standa ekki í skilum og eru oft með sín mál í megnasta ólestri,“ segir Sigurður og vísar til þess að oft sé um að ræða atvinnurekend- ur sem séu í rekstrarerfiðleikum, standi ekki í skilum en vilji halda niðri launakostnaði með því að fá ódýrt vinnuafl frá útlöndum. „Af einhverjum ástæðum vilja ákveð- in fyrirtæki aðeins ráða útlend- inga í vinnu en ekki Íslendinga,“ segir hann. Hann segir að félagsmálaráðu- neytið taki endanlega ákvörðun varðandi atvinnuleyfi og þær ákvarðanir séu gjarnan rangar. „Ég tel að stefna ráðuneytisins hafi verið röng í töluvert langan tíma. Það er óþolandi í þessari stöðu að ekki skuli vera tekið stíf- ar á þessum málum hjá félags- málaráðuneytinu. Töluverður hluti þeirra félaga okkar sem eru á atvinnuleysiskrá væru tilbúnir til þess að taka þá atvinnu sem þeim stæði til boða,“ segir Sigurð- ur. Hann segist ekki vera að benda á þá útlendinga sem starfað hafi í landinu um lengri eða skemmri tíma. „Við erum fyrst og fremst að gagnrýna að verið er að fá fleiri útlendinga til starfa hér á sama tíma og jafn mikið atvinnuleysi er til staðar,“ segir Sigurður. rt@frettabladid.is Reiður vegna útlends vinnuafls Mesta atvinnuleysi í sjö ár og útlitið fram undan svart. 3000 manns at- vinnulausir en erlent vinnuafl streymir inn í landið, að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar. Röng stefna félagsmálaráðuneytis. SIGURÐUR BESSASON Félagsmálaráðuneytið leyfir innflutning erlends vinnuafls í bullandi atvinnuleysi. „Við gefum í mörgum tilvik- um neikvætt svar en um- sóknir hafa verið afgreidd- ar jákvætt í gegnum Vinnumála- stofnun.“ HEILBRIGÐISMÁL Rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar i Salahverfi verður boðin út í dag að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra, sem sagði að um væri að ræða tilraun til að bjóða upp á fleiri möguleika í heilsugæslu- þjónustunni. Jón segir að rekstur slíkrar stöðvar verði á sömu forsendum og á öðrum heilsugæslustöðvum sem ríkið reki. Sjúklingar eigi ekki að verða þess varir að rekst- urinn sé með öðrum hætti. „Þarna er verið að nýta kosti einkareksturs með sömu félags- legu þáttunum og hafa verið til staðar. Komugjöld eru þau sömu og þjónustan með sama hætti. Ég geri mun á einkarekstri og einka- væðingu. Þetta er ekkert nýtt form í sjálfu sér því í öldrunar- þjónustu hefur verið boðið út með þessum hætti.“ Jón telur ekki um sparnað að ræða með þessu fyrirkomulagi heldur sé verið að reyna formið. „Það er ekki lagt upp með nein slík áform. Fyrst er að sjá hvort einhver býður í þessa starfsemi, fyrr er ekki hægt að segja neitt um það,“ segir hann. Undirbúningsvinnan hefur verið mjög gagnleg og segir Jón að sú vinna hafi gefið yfirsýn um hvað svona þjónusta kostar. „Með þessu útboði er ég á vissan hátt að koma til móts við heilsugæslu- lækna í samræmi við viljayfirlýs- ingu mína til þeirra.“ ■ Heilsugæsla boðin út í fyrsta sinn: Tilraun til fjölbreytni KÓPAVOGUR Í Salahverfi er að byggjast upp mjög fjölmennt hverfi sem hefur verið án heilsugæslu- stöðvar fram að þessu. Gert er ráð fyrir að stöðin geti tekið til starfa eftir mitt næsta ár. Kópavogur: Stal konfekti og hamborg- arhryggjum LÖGREGLUFRÉTTIR Kópavogslög- reglan handtók mann um helgina sem stolið hafði fjórum hamborg- arhryggjum og var með ráða- gerðir að stelu fleitu til jólanna. Upp komst um þjófinn bí- ræfna eftir að hann tók fimm kíló af konfekti úr Bónusverslun og reyndi að hafa á brott með sér. Starfsmaður verslunarinnar sá hins vegar til hans og hringdi á lögreglu meðan annar starfs- maður elti manninn uppi á hlaupum. Þegar lögregla kannaði málið betur komu hamborgarhryggirn- ir í ljós. Þeim hafði hann stolið úr annarri verslun í bænum. Mann- inum var stungið inn en fékk að fara eftir yfirheyrslur. ■ FRANSKI HERINN Á FÍLABEINS- STRÖNDINNI Frönskum hermönn- um hefur verið fjölgað á Fíla- beinsströndinni. Með liðsaukan- um eru hermennirnir orðnir yfir 2000. Störf þeirra felast aðallega í að vernda erlenda ríkisborgara á Fílabeinsströndinni. LÖGMÆTIR KYNÞÁTTAFORDÓMAR Erlendir ríkisborgarar fá ekki að vinna við eitt af hverjum þremur störfum í Frakklandi. Vinnuveit- endur hafa þannig lagalegan rétt til þess að neita útlendingum um ákveðin störf. Þetta kemur niður á starfsstéttum eins og læknum, lyfjafræðingum og rafvirkjum. Þessi lög voru sett í kreppunni miklu og eru enn í fullu gildi. UNGFRÚ FRAKKLAND KOSIN Corrine Coman var valin feg- ursta stúlka Frakklands á laugar- dag. Hún á ættir að rekja til frön- sku nýlendunnar Guadeloupe í Kyrrahafi og er alin þar upp. ERLENT ORÐRÉTT HVAÐ VAR HANN AÐ REYKJA? Það hafði þau áhrif á mig að ég vakti í tvo sólarhringa en öðru breytti það ekki svo ég hef ekki reynt aftur. Jón Baldvin Hannibals- son um áhrifin af tetra- hydrocannabinoli (hassi) á sig. Séð og heyrt, 12. desember. NÚ VERÐA LÖMBIN SÁR Ég hef aldrei borðað rjúpur um jólin því mér þykir of vænt um þennan fugl til að borða hann. Guðni Ágústson. DV, 12. desember. SJALDAN ER GÓÐ VÍSA... Kvennabaráttan er styttra á veg komin en margan grunar. Sigmundur Ernir Rúnarsson í leiðara. DV, 11. og 12. desember. Mótmæli í Venezúela: Forsetanum mótmælt MÓTMÆLENDUR Í VENEZÚELA Yfir milljón mótmæla forsetanum í höfuð- borginni Caracas. VENEZÚELA, AP Yfir milljón íbúar hvöttu Hugo Chavez, forseta Venezúela, til að segja af sér í höfuðborginni Caracas. Síðan 2. desember hefur alls- herjarverkfall lamað þjóðfélag- ið, en verkalýðsforingjar krefj- ast þess að boðað verði til nýrra kosninga. Hugo Chavez hefur verið for- seti Venezúela síðan 1998, en hann er mjög vinstrisinnaður og þekktur aðdáandi Fidels Castró, hins aldna forseta Kúbu. Chavez var endurkjörinn í júlí á þessu ári og hefur síðan mátt þola fjöl- margar mótmælaaðgerðir af ýmsu tilefni.. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.