Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.12.2002, Blaðsíða 12
12 16. desember 2002 MÁNUDAGUR SAMRÁÐ „Mér finnst þetta orðið óskaplega ómerkilegt áróðurs- stríð af hálfu þessara aðila og furða mig á því hvernig verka- lýðshreyfingin kemur fram í þessu máli,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Efling birti auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem lýst var eftir efndum Geirs á yfirlýsingu sem hann gaf í tengslum við samkomulag ASÍ og SA fyrir ári síðan. Yfirlýsingin tekur til við- ræðna um aukningu réttinda þeirra starfsmanna ríkisins sem eru í aðildarfélögum ASÍ til móts við réttindi þeirra starfsmanna sem eru í stéttarfélögum ríkis- starfsmanna. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Af hálfu ráðuneytisins er fullur vilji til þess að halda þessum viðræðum áfram og freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu.“ „Þetta hefur verið staðið við,“ segir Geir og vísar til viðræðna milli ríkisins og ASÍ. „Við höfum talað um ákveðna hluti sem við erum tilbúnir að fallast á. Þeir eru með aðrar kröfur sem þeir krefjast að sé skilyrðislaust fall- ist á.“ Ekki hafi náðst ásættanleg niðurstaða fyrir báða aðila þrátt fyrir þær viðræður. Auglýsingin nú lýsi hins vegar ekki viðleitni til að klára málið við samninga- borðið. ■ Efling lýsir eftir efndum: Ómerkilegt áróðursstríð GEIR H. HAARDE „Þó mér finnist þetta brosleg auglýsing og fáránleg þá minnist ég þess ekki að menn hafi persónugert deilumál með þessum hætti á árum áður.“ Vísindamenn í Bandaríkjunum: Endurnýjast hjartað? WASHINGTON, AP Vísindamenn í Bandaríkjunum telja mögulegt að hjartað geti gert við sjálft sig. Þeir hafa komist að því að hjarta- vöðvinn í sebrafiskum, sem er ör- smá skrautfiskategund, geti end- urnýjast af sjálfu sér og náð sér fyllilega á ný eftir að um fimmt- ungur hefur verið fjarlægður. Vísindamenn við Harvard-há- skóla telja að í mönnum geti verið erfðavísar sem séu hliðstæðir þeim erfðavísum í sebrafiskunum sem gera það að verkum að hjart- að endurnýjast í þeim. ■ ÖRYRKJAR Hlutfall öryrkja er lang- hæst í Reykjavík og Norðurlandi eystra samkvæmt skýrslu sem heilbrigðisráðherra skilaði að beiðni Soffíu Gísladóttur og fleiri þingmanna. Þingmennnirnir báðu um skýringar á því hvers vegna hlutfall öryrkja væri hæst á Norðurlandi eystra. Í skýrslunni kemur fram að í Reykjavík búa 43,7% landsmanna en 48% ör- yrkja búa í Reykjavík. Á Norður- landi eystra búa 9,0% landsmanna en hlutfall öryrkja í kjördæminu er 10,6%. Í öðrum kjördæmum er hlutfall öryrkja lægra en hlutfall íbúa af heildarfjölda landsmanna, nema á Suðurlandi en þar er mun- urinn vart marktækur. Tilgáta manna er sú að fjöldi öryrkja markist nokkuð af því hvar hægt er að leita úrræða og telur heilbrigðisráðherra tölurnar ekki gefa ástæðu til frekari rann- sókna. Áformað er að koma á fót end- urhæfingarstöð fyrir öryrkja á Húsavík og telur heilbrigðisráð- herra að með tilkomu hennar muni hlutfall öryrkja í Norður- landskjördæmi eystra hækka enn frekar og lækka annars staðar. ■ Njóttu þess að vera til um leið og þú hugar að heilsunni. Leiðin að bættri líðan Engjavegi 6 • 104 Reykjavík Sími 561 6990 Flott ... LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á LEIKSKÓLAGJÖLD HÆKKA Bessa- staðahreppur hyggst hækka gjald- skrá leikskóla sveitarfélagsins um 6% um áramótin. Hækkunin nær bæði til grunntímagjalds og máls- verða. Þá er einnig stefnt að því að hækka álagningu fráveitu- gjalds úr 0,09% af álagningar- stofni í 0,12%. Hækkunin á að standa straum af kostnaði við fjárfestingar á vegum veitunnar á næstu árum. VISTAKSTUR Í HAFNARFIRÐI Hóp- bílar, sem sér um skólaakstur fyr- ir Hafnarfjarðarbæ, hefur tekið upp svokallaðan vistakstur (EcoDriving). Undirstöður vistaksturs er aukin hagkvæmni í akstri, aukið öryggi og umhverfis- vernd. BREYTTIR PRÓFDAGAR Uppröðun samræmdu prófanna í tíunda bekk næsta vor liggur fyrir. Próf í íslensku verður 5. maí, náttúru- fræði 6. maí, enska 8. maí, samfé- lagsgreinar 8. maí, danska 9. maí og stærðfræðiprófið verður 12. maí. SKIPULAGSMÁL Ný verslunarmið- stöð og tvær tíu hæða blokkir með 80 íbúðum munu rísa í mið- bæ Akraness ef bæjaryfirvöld samþykkja tillögu sem Hörður Jónsson bygginga- meistari hefur lagt fram. Björn S. Lárus- son, talsmaður framkvæmdarað- ila, segir að versl- u n a r m i ð s t ö ð i n verði 7.000 fer- metrar og áætlað- ur kostnaður við hana sé um 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við blokk- irnar, sem verða samtals um 12.000 fermetrar, liggi ekki fyrir en reikna megi með að hann verði um 700 til 800 milljónir. Framkvæmdin í heild muni því kosta um 1,5 til 1,6 milljarða króna. Þorvaldur Vestmann, sviðs- stjóri tækni- og umhverfissviðs bæjarins, segir að byggingar- reiturinn, sem er á Skagavers- túninu, sé 12.000 fermetrar. Til hafi staðið að byggja á reitnum síðastliðin 15 til 20 ár en ekkert verið gert. Nú liggi fyrir mjög áhugaverð tillaga sem hann hafi trú á að skipulagsyfirvöld muni taka jákvætt í. Björn S. segir að auk þess að reisa verslunarmiðstöð og íbúðar- húsnæði sé hugmyndin að opna 40 herbergja hótel í Landsbankahús- inu. Forsvarsmenn bankans hafi lýst áhuga á að flytja starfsemina inn í verslunarmiðstöðina. Hann segir að um 80 til 90 milljónir króna muni kosta að breyta bank- anum í hótel og að mikil þörf sé fyrir nýtt hótel í bænum. Björn S. segir að verslunar- hús hafi ekki verið byggt á Akra- nesi í tugi ára. Bærinn sé sá eini sinnar stærðar á landinu sem ekki hafi almennilega verslunar- miðstöð. Hann segist ekki efast um að 80 íbúðir myndu seljast, enda hafi verið gífurleg upp- sveifla í atvinnulífi bæjarins undanfarin ár. Með tilkomu Norðuráls hafi 300 íbúar flutt í bæinn og samfara stækkun ál- versins megi búast við enn meiri fjölgun á Akranesi, en þar búa um 5.600 manns í dag. Reiknað er með að tillögurnar verði lagðar fyrir bygginga- og skipulagsnefnd eftir áramót. Björn S. segir að ef tillögurnar verði samþykktar muni fram- kvæmdir hefjast í vor og áætlað sé að þær taki um 2 ár. trausti@frettabladid.is Ráðist í 1,5 millj- arða uppbyggingu Verktaktar vilja reisa nýja verslunarmiðstöð og tvær tíu hæða blokkir í hjarta Akranesbæjar. Einnig er stefnt að því að breyta Landsbankahúsinu í 40 herbergja hótel. Reiknað er með að bærinn taki jákvætt í tillögurnar. NÝ VERSLUNARMIÐSTÖÐ Á AKRANESI Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfisviðs Akransbæjar, segir tillöguna mjög áhugaverða og að hann hafi trú á að skipulagsyfirvöld muni taka jákvætt í hana. Björn S. Lárusson, talsmaður framkvæmdaraðila, segir að ef tillögurnar verði samþykktar muni framkvæmdir hefjast í vor og áætlað sé að þær taki um tvö ár. „Efast ekki um að 80 íbúðir seljist enda hefur verið gífurleg upp- sveifla í at- vinnulífi bæj- arins undan- farin ár.“ ÖRORKULÍFEYRISÞEGAR FLOKKAÐIR EFTIR KJÖRDÆMUM OG HLUTFALLI AF FJÖLDA. Árið 2001 Landshlutaskipting Öryrkjar Þjóðin Reykjavík 5,7% 48,0% 43,7% Reykjanes 4,4% 21,1% 25,0% Vesturland 4,4% 4,1% 4,9% Vestfirðir 4,2% 2,2% 2,8% Norðurl. vestra 5,2% 3,1% 3,1% Norðurl. eystra 6,1% 10,6% 9,0% Austurland 4,3% 3,3% 4,1% Suðurland 5,4% 7,6% 7,4% Meðaltal: 5,2% Hlutfall öryrkja hæst á Norðurlandi eystra: Mun hækka frekar ÚTSVAR Í TOPPI Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð hyggjast halda óbreyttri álagningarprósentu út- svars á næsta ári eða 13,03%. Það er hámark leyfilegs útsvars. HAFNA 5.000 KRÓNA STYRK- BEIÐNI Félagsmálanefnd Borgar- byggðar hefur hafnað 5 þúsund króna styrkbeiðni Félags sam- og tvíkynhneigðra stúdenta. FRAMKVÆMDIR Í HLÍÐARFJALLI Framkvæmdum við Skíðastaði í Hlíðarfjalli er að mestu lokið. Bílastæðum hefur verið fjölgað um nær helming og rúma nú um 500 bíla. Nýtt bílaplan hefur ver- ið gert suðaustan við Skíðastaði og annað stækkað til muna. INNLENT INNLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.