Skessuhorn - 06.03.2019, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Fleira en
háskólgráður og aldur
Af og til heyrir maður um fyrirtæki og jafnvel stofnanir sem setja skil-
yrði fyrir ráðningu nýrra starfsmanna að þeir falli innan ákveðins ald-
ursbils, til dæmis 25 til 50 ára. Það sé skilyrði sem sett er efst á stiga-
listann og jafnvel það eina. Auðvitað eru það starfsmenn sem framtíð-
ar fjárfesting getur falist í að ráða til starfa; eru fullir orku, með ferska
menntun, við góða heilsu og allt það. Sum störf tekur auk þess tíma að
þjálfa upp þekkingu og færni hjá starfsmanni og því er í einhverjum til-
fellum hægt að réttlæta að setja fyrrgreindan aldurskvóta sem skilyrði
einkum ef litið er á starfsmanninn sem „framtíðarfjárfestingar“ (eins
ljótt orð og það nú er). En um leið er verið að ganga framhjá fólki sem
mögulega býr yfir ómetanlegri reynslu, er enn í fullu fjöri bæði and-
lega og líkamlega og er jafnvel auk þess búið að ala upp börnin og á því
hægara með að uppfylla hagsmuni atvinnurekandans. Jafnvel má einnig
halda því fram að þeir sem eldri eru séu sjálfir aldir upp af kynslóð sem
innprentaði gildi takmarkalausrar hollustu við vinnuveitandann. Þetta
segi ég með fullri virðingu fyrir yngra fólki, það er misjafnt eins og það
er margt.
Sum störf henta engu að síður ungi fólki betur en þeim sem eldri
eru. Af handahófi get ég nefnt störf sem krefjast tæknilegrar þekkingar,
til dæmis sem snertir tölvur, svo ég tali nú ekki um málakunnáttuna,
en enska er nú þegar orðið jafngilt sjálfu móðurmálinu fyrir börn og
unglinga. Geta má þess að ekki eru nema þrír áratugir frá því tölvur
urðu almenningseign. Í dag er tveggja ára barn jafnvel komið með eigin
spjaldtölvu og átta ára eiga síma og þar af leiðandi verður færni þessara
einstaklinga mikil í þeirri sömu tækni og vinnumarkaðurinn setur sem
skilyrði.
Ég er ekki að endilega að færa þessar hugleiðingar á blað vegna þess
að ég er sjálfur kominn á tvíræðan aldur, ef og þegar til atvinnuleitar
kemur. Hef engar sérstakar áhyggjur af því að finna mér ekki eitthvað
til dundurs. Hins vegar held ég að hæfni og reynsla sé vanmetinn þáttur
þegar kemur að ráðningum í fjölda starfa. Eitt er þó það íslenska fyrir-
tæki sem ég hef sérstaklega tekið eftir að leitar eftir starfskröftum eldra
fólks. Það er byggingavöruverslunin Bykó. Þangað eru ráðnir reynslu-
boltar á sjötugsaldri og engu skiptir þó þeir séu haltir eða skakkir, því
hausinn er fullur af fróðleik og þekkingu sem nýtist viðskiptavinum í
versluninni. Fólk þetta er bókstaflega hokið af reynslu og veit nám-
kvæmlega hvernig jafnt einföld tæki sem flókin eru notuð, hvar á að
nota skrúfur af ákveðinni gerð eða hvernig málning hentar á gamlan
við. Slíkan starfsmann fékk ég til aðstoðar um daginn þegar ég þurfti að
kaupa poka í ryksuguna, en hafði gleymt að skrifa hjá mér tegundarheiti
og númer áður en að heiman var haldið. Á að giska fimm hundruð teg-
undir af ryksugupokum voru þarna hangandi uppi á vegg og því ekkert
grín að skjóta á rétta vörunúmerið. Með aðstoð þvolinmóðs reynslu-
bolta í Bykó hafðist það þó. Þessi verslun fær því sérstakt hrós hjá mér.
Fyrst bílaframleiðendur geta ekki samræmt hvorum megin bensínlokið
á að vera á bílum, þá er alveg fullvíst að ryksuguframleiðendur munu
ekki samræma pokagerðina í tækin sín. Jafnvel þótt fjórða iðnbyltingin
hellist yfir, mun áfram verða þörf á reynsluboltum til starfa.
Þetta með reynsluna er því vanmetinn þáttur í ráðningum á fólki. Þá
gildir ekki fjöldi háskólagráða, eins og Georg Bjarnfreðarson gumaði
svo oft af, heldur getan til að nýta eigin hæfni og reynslu.
Magnús Magnússon
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar er
einhuga um að óska eftir því við
Guðmund Inga Guðbrandsson um-
hverfisráðherra að höfuðstöðvum
nýrrar stofnunar, Þjóðgarðastofn-
unar, verði fundinn staður á Akra-
nesi. Jafnframt er stungið upp á því
að ný stofnun verði starfrækt með
samlegð við Landmælingar Íslands
sem verið hafa með aðsetur á Akra-
nesi í rétta tvo áratugi. Í ályktun
sem bæjarstjórn sendi ráðherra seg-
ir m.a.: „Hjá Landmælingum starfa
nú 26 sérfræðingar en hjá nýrri
stofnun munu mögulega starfa
nokkrir tugir starfsmanna í heilsár-
störfum auk fjölda landvarða í sum-
arstörfum og flestir þeirra munu
sækja vinnu á starfstöðum þjóð-
garða og friðlýstra svæða víða um
land. Aðeins lítill hluti starfsmanna
(mögulega 10%) nýrrar stofnun-
ar munu starfa í höfuðstöðvun-
um. Bæjarstjórn telur að með þessu
megi stuðla að hagkvæmni í ríkis-
rekstri, húsrými er nægt fyrir báðar
stofnanir í húsnæði Landmælinga
á Akranesi og að áliti bæjarstjórn-
ar mun starfsemi beggja stofnana
styrkjast með slíkri samvinnu s.s.
með því að nýta sameiginlega inn-
viði á sviði upplýsingatækni, mann-
auðsmála, fjármálastjórnunar og
gæðamála.“
Þá segir í ályktun bæjarstjórnar
að Akranes er hlutlaust svæði og
ekki bundið af hagsmunum þeirra
landssvæða þar sem þjóðgarðar eða
friðlýst svæði eru. „Einnig sam-
ræmist staðsetning Þjóðgarðastofn-
unar á Akranesi þeim sjónarmiðum
að nýjum stofnunum og opinberum
störfum skuli fundinn staður á
landsbyggðinni. Um leið er Akranes
nálægt Reykjavík og býður þar með
upp á nálægð við bæði stjórnsýslu
og helstu ferðamannasvæði, sem
stuðlar að skilvirkni. Staðsetning
starfa á Akranesi hentar bæði fyrir
þá starfsmenn sem þar kjósa að búa
og einnig fyrir þá starfsmenn sem
vilja búa fyrir sunnan göng. Þetta
er að dómi bæjarstjórnar, frábært
tækifæri til að skapa þessum tveim-
ur stofnunum aðstæður þar sem
einn plús einn gæti orðið miklu
meira en bara tveir.“
mm
Benda á samlegð við að staðsetja
Þjóðgarðastofnun við hlið LMÍ
Bæjarstjórn Akraness bendir á að veruleg hagræðing gæti hlotist af samþættingu
starfsemi nýrrar Þjóðgarðamiðstöðvar og Landmælinga Íslands.
Ljósm. úr safni úr starfi LMÍ.
Næstkomandi þriðjudagsköld
klukkan 20:30 fer fram upplýs-
ingafundur í félagsheimilinu Lyng-
brekku á Mýrum sem Sorpurðun
Vesturlands boðar til. Tilefni fund-
arins er að kynna drög að matsáætl-
un fyrir sorpurðunina en það var
Stefán Gíslason umhverfisstjórn-
unarfræðingur sem vann hana.
Sækja þarf um aukna heimild til
urðunar í ljósi þess að á síðasta ári
fór sorpurðun í Fíflholtum framyfir
skilgreint leyfilegt magn samkvæmt
starfsleyfi. Lög kveða á um að þeg-
ar slíkt hendir þurfi að sækja um
nýtt starfsleyfi. Umhverfisstofn-
un sér um eftirlit með starfseminni
í Fíflholtum og lítur það alvarleg-
um augum þegar magnið fer fram-
úr settu viðmiði. „Til viðbótar við
15.400 tonn sorps sem urðuð voru í
fyrra var auk þess reiknað sem hluti
urðunar 2.100 tonn af timburkurli
sem notað er til yfirlags í urðun-
arrein. Við þá breytingu fór magn
leyfislegs sorps því alls 2.500 tonn
framyfir leyfilegt urðunarmagn í
fyrra. Af þessum ástæðum þurfum
við nú að sækja um nýtt starfsleyfi,“
segir Hrefna B Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sorpurðunar Vestur-
lands, í samtali við Skessuhorn.
Sorp er í línulegu sambandi við
efnahagsástand hverju sinni. Árið
2006 fór sorpmagn í Fíflholtum
í tæp 14 þúsund tonn og stóð það
met allt til síðasta árs, þegar það var
kyrfilega slegið eins og fyrr segir.
Í fyrra var tekið í notkun söfnun-
arkerfi fyrir metangas úr urðunar-
rein í Fíflholtum. Dregur það úr
uppstreymi metans frá urðunar-
rein. „Það var gleðilegt að koma
þessum búnaði í gang en með hon-
um minnkum við umhverfisáshrif
af starfseminni eins og kostur er.
Metanið er síðan brennt í sérstök-
um tæknibúnaði, eða brennara, sem
umbreytir metani yfir í koldíoxíð.
Þar með eru minnkuð áhrif gassins
eins og kostur er,“ segir Hrefna.
mm
Þurfa starfsleyfi til aukinnar urðunar
Hér má sjá magn sorps sem urðað hefur verið í Fíflholtum síðastliðin 18 ár. Árin 2006 og 2018 eru metár.
Horft yfir urðunarstaðinn í Fíflholtum á Mýrum. Ljósm. ReSource.