Skessuhorn - 06.03.2019, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 20196
Bifreiðastöðum
ábótavant
VESTURLAND: Töluvert
hefur verið um það undanfarið
að íbúar hafi samband við lög-
reglu og kvarti yfir því hvernig
bílum er lagt. Lögregla minn-
ir ökumenn á að þeir verði að
gæta þess að leggja löglega, rétt-
um megin götunnar og þannig
að bifreiðastöður hindri ekki út-
sýni á götuna. Þetta er sérstak-
lega mikilvægt við gangbraut-
ir og kemur verst við börn sem
eru á ferðinni. Lögregla minnir
enn fremur á að sektir liggja við
ólöglegum bifreiðastöðum. -kgk
Töluvert um
hraðakstur
VESTURLAND: Ökumaður
var stöðvaður af lögreglu á Vest-
urlandsvegi á föstudag, grun-
aður um ölvun við akstur. Lög-
regla segir að íbúar í landshlut-
anum og vegfarendur séu dug-
legir að tilkynna ef þá grunar að
einhver aki undir áhrifum áfeng-
is eða fíkniefna, eða þyki akst-
urslag einkennilegt. Lögregla
kannar slíkt og þá kemur í ljós
hvort grunurinn reynist á rök-
um reistur. Þá var töluvert um
of hraðann akstur í umdæminu í
vikunni sem leið, en myndavél-
arnar sjá að miklu leyti um það.
Þá voru nokkrir gripnir við akst-
ur án ökuréttinda í vikunni sem
leið, en lögregla fylgist náið með
slíku háttarlagi við umferðareft-
irlitið.
-kgk
Smeykur
ökumaður
SNÆFELLSNES: Vegfar-
andi hafði samband við lögreglu
skömmu eftir miðnætti laugar-
daginn 2. mars sl. Hann var þá
staddur í röð kyrrstæðra bifreiða
á Snæfellsnesvegi við Búlands-
höfða. Snjóþekja var á veginum,
14 m/s og ökumaðurinn var óör-
uggur í umferðinni og vildi fá að
vita hvað olli töfinni. Kom þá í
ljós að ökumaður fremsta bílsins
var svo smeykur að aka áfram að
hann stöðvaði för sína. Hann ók
ekki áfram og enginn fór fram úr
svo að þarna myndaðist löng röð
kyrrstæðra bifreiða á eftir hon-
um. Þá barst lögreglu beiðni um
aðstoð vegna ferðamanna sem
voru fastir í snjó á Laxárdalsheiði
kl. 20:00 á laugardagskvöld. Haft
var samband við bílaleiguna og
málunum bjargað. Engin hætta
var á ferðum. -kgk
Spreyjað á
vinnuskúra
VESTURLAND: Tilkynnt var
um eignaspjöll í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi í vik-
unni sem leið. Á fimmtudag var
haft samband við lögreglu og
látið vita að spreyjað hefði verið
á vinnuskúra á Vatnaleið á Snæ-
fellsnesi. Hjólför sáust á vett-
vangi og því telur lögregla víst
að þarna hafi ekki verið nein-
ir krakkar á ferðinni, heldur
fólk sem er í það minnsta kom-
ið á bílprófsaldur. Spreyjararn-
ir fundust ekki. Þá var tilkynnt
um skemmdir á lóð á Akranesi í
vikunni. Greinileg merki mátti
sjá um að bifreið hefði verið
ekið inn á lóðina og skemmd-
um valdið, því djúp hjólför voru
á lóðinni. -kgk
Velti bíl undir
áhrifum
VESTURLAND: Umferð-
aróhapp varð á Stangar-
holtsvegi við Þórdísarbyggð,
skammt vestan við Borgar-
nes á mánudaginn. Par var
þar á ferðinni, bílnum var
ekið útaf þar sem hann valt
ofan í skurð. Lögregla og
sjúkralið voru send á staðinn
en enginn slys urðu á fólki.
Ökumaðurinn var hins veg-
ar grunaður um að hafa ver-
ið í annarlegu ástandi. Hann
viðurkenndi brot sitt og fólk-
inu var ekið heim eftir yfir-
heyrslu lögreglu. Minnihátt-
ar árekstur varð á Kirkju-
braut á Akranesi á miðviku-
daginn í síðustu viku. Engin
slys urðu á fólki og ökumenn
fylltu saman út tjónatilkynn-
ingu á staðnum. Þá varð
einnig minniháttar árekstur
á bílaplaninu á Egilsgötu í
Borgarnesi á mánudag.
-kgk
Naut á vegi
NORÐURÁRDALUR:
Tilkynnt var um lausa-
göngu búfjár á Vesturlands-
vegi á miðvikudag í síðustu
viku. Hjörð nautgripa hafði
sloppið úr girðingu norð-
an Bifrastar og álpast út á
þjóðveginn. Lögregla minn-
ir á að lausaganga stórgripa
er óheimil og getur skapað
hættu í umferðinni.
-kgk
Ber að ofan
AKRANES: Lögreglu barst
tilkynning um ungan mann,
beran að ofan, sem hljóp í
veg fyrir bifreið á umferð-
arljósum á Akranesi nálægt
miðnætti eitt kvöldið í vik-
unni sem leið. Lögregla at-
hugaði málið og fann mann-
inn í annarlegu ástandi, liggj-
andi á gangstétt en kominn í
úlpu.
-kgk
Hlutastarfandi slökkviliðsmenn á
Akranesi, Borgarbyggð og Kjal-
arnesi sátu um síðustu helgi nám-
skeið á Akranesi og nutu bæði bók-
legrar kennslu og verklegrar þjálf-
unar. Námskeið þetta er liður í
undirbúningi fyrir nýliða til að
afla sér menntunar í samræmi við
þá þjónustu sem slökkvilið skulu
veita samkvæmt reglugerð og mið-
ast við stærð viðkomandi sveitar-
félags. Námsefni slökkviliðsmanna
skiptist í fjóra hluta auk endur-
menntunar. Slökkviliðsmenn sem
gegna hlutastarfi skulu a.m.k. hafa
lokið námskeiði 1 sem haldið var
um helgina á Akranesi og er alls
30 stunda nám. Fornám þetta er
í umsjón og á ábyrgð viðkomandi
slökkviliðs en Brunamálaskólinn
skaffar námsgögn og í þessu tilfelli
leiðbeinendur einnig.
Sigurður Þór Elísson er annar af
tveimur æfingastjórum Slökkviliðs
Akraness og Hvalfjarðarsveitar og
hélt utan um framkvæmd þess.
Hann segir námskeiðið hafa ver-
ið í senn fróðlegt og skemmtilegt.
Ekki síst hafi verið ánægjulegt að
samnýta húsnæði og aðstöðu og
bjóða nágrönnum úr slökkvilið-
unum í Borgarbyggð og Kjalarnesi
að slást í hópinn. Eins og nýverið
kom fram í Skessuhorni bættust tíu
nýir menn í Slökkvilið Akraness og
Hvalfjarðarsveitar nýverið og sátu
þeir námskeiðið. mm
Héldu sameiginlegt námskeið
fyrir slökkviliðsmenn
Þátttakendur og leiðbeinendur í Slökkvistöðinni á Akranesi. Ljósm. mm.
Hluti verklegrar kennslu fór fram við slökkvistöðina. Ljósm. sþe.
Æfingar voru á og við hafnarsvæðið á Akranesi. Hér er dælan látin ganga.
Ljósm. sþe.