Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Síða 13

Skessuhorn - 06.03.2019, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 13 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þær Anna Lind Björnsdóttir og Pá- lína Ósk Hraundal ætla að bjóða upp á útilífsnámskeið fyrir leikskólakenn- ara og foreldra á Vesturlandi á næstu dögum. „Útivera er mikilvæg og með námskeiðinu viljum við hvetja kenn- ara til meiri útiveru og útikennslu í daglegu starfi. Okkar áherslur eru einnig að hvetja foreldra og börn til meiri útiveru í daglegu lífi. Útivist er fyrir alla og ávinningur hennar er svo mikill. Það þarf ekki mikla fyrirhöfn né tíma í daglegu lífi til þess að bæta inn nokkrum útistundum fyrir fjöl- skylduna. Rannsóknir sýna að auk- in útivera hefur til dæmis góð áhrif á andlega heilsu,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn. „Samverustund fjöl- skyldunnar er líka öðruvísi úti held- ur en innandyra. Það þarf ekki að fara langt eða vera lengi í einu til að njóta góðs af,“ segir Anna. Námskeiðin byrja á fyrirlestri þar sem þær Anna og Pálína fjalla um ávinning af útiveru, hugmyndir og innblástur að aukinni útiveru. „Svo förum við út í verklega kennslu þar sem við kennum leiki sem styrkja náttúruupplifunina og á sumum nám- skeiðunum kennum við útieldun yfir báli.“ Þær Anna og Pálína elda til dæmis kvöldmatinn utandyra allan ársins hring með sínum fjölskyldum og ná þannig oft auka útiveru inn í hversdagsleikann. Á morgun og föstudag verða þær með námskeið fyrir leikskólakenn- ara í leikskólum á Akranesi. Næstu daga verða þær með útikennslu fyrir börn og fyrirlestur í Grundarfirði. Á laugardaginn verða þær með nám- skeið fyrir fullorðna á Heilsudögum í Snæfellsbæ. Síðasta námskeiðið verð- ur svo fyrir foreldra í Stykkishólmi á mánudaginn. arg Jón Einar Jónsson frá Rannsókna- setri Háskóla Íslands í Stykkis- hólmi heimsótti nemendur í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði síðastliðinn fimmtudagsmorg- un. Að því er fram kemur í frétt á vef skólans aðstoðaði Jón Einar nemendur við krufningu á æðar- fugli. Nemendur skoðuðu líffær- in og opnuðu maga og skoðuðu hvað það er sem æðarfuglinn étur. Í janúar fengu nemendur einn- ig fræðslu um spendýr þegar Ró- bert Arnar Stefánsson og Menja Von Schmalensee frá Náttúru- stofu Vesturlands krufðu mink fyr- ir nemendur og kynntu rannsókn- ir. „Það er mikilvægt fyrir áfanga líkt og dýrafræði að nemendur fái að kynnast starfi vísindamanna af svæðinu sem stunda rannsóknir á íslenskum dýrategundum,“ segir í frétt skólans. arg Nemendur FSN krufðu æðarfugl Nemendur fengu að prófa að kryfja æðarfugl. Ljósm. af heimasíðu FSN. Skaginn 3X á Akranesi hefur ráðið tvo nýja lykilstjórnendur til starfa. Baldvin Johnsen er nýr fjármála- stjóri og Alda Hlín Karlsdóttir mun leiða sölu- og markaðssvið félagsins. Baldvin er fyrrverandi fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri FrigoC- are í Noregi, dótturfélags Samskipa. Hann er menntaður viðskiptafræð- ingur frá Háskólanum í Reykjavík. Alda Hlín Karlsdóttir mun stýra sölu- og markaðsmálum félagins í samvinnu við Ingólf Árnason, fram- kvæmdastjóra og stofnanda félags- ins, auk þess að stýra skrifstofu Skagans 3X í Reykjavík. Áður en Alda gekk til liðs við Skagann 3X var hún rekstrarstjóri Icelandic Group. Hún hefur áralanga reynslu í sölu- og rekstrarmálum og hefur sinnt slíkum stöfum fyrir sveitarfélög og fjármálafyrirtæki. mm Skaginn 3X styrkir stjórnendateymi sitt Baldvin og Alda Hlín. Útilífsnámskeið á Vesturlandi næstu daga Anna Lind Björnsdóttir verður með útilífsnámskeið ásamt Pálínu Ósk Hraundal í landshlutanum næstu daga. Ljósm. af Facebook síðu Útistunda.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.