Skessuhorn - 06.03.2019, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 15
ALLT AÐ
80%
AFSLÁTTUR
ALLT AÐ
80%
AFSLÁTTUR
NET
LAGERSALA
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
Borgarsókn
Áður auglýstur aðalsafnaðarfundur Borgarsóknar
verður haldinn að Borg sunnudaginn 10. mars að
lokinni messu sem verður kl. 14.
Meðal annars verða ræddar framkvæmdir í kirkjugarði.
Sóknarnefnd.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2019
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Fimmtudagur 14. mars
Föstudagur 15. mars
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
9
Þekking
Gæði
Þjónusta
Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388
Ómar Bjarki Hauksson er mat-
ráður í Brákarhlíð í Borgarnesi.
Hann var býsna brattur síðast-
liðinn föstudagsmorgun þegar
blaðamaður Skessuhorns leit við
í eldhúsinu hjá honum. Um síð-
ustu áramót voru fimm ár frá því
Ómar tók til starfa sem matráð-
ur í Brákarhlíð en áður hafði hann
lengst af unnið við kjötiðn. Hann
er kjötiðnaðarmeistari að mennt
og starfaði við þá iðn í Borgar-
nesi þar til starfsemi kjötvinnsl-
unnar var lögð niður. „Þá fór ég til
Reykjavíkur og vann í kjötvinnslu
þar til konan mín hvatti mig til
að fara í matsveinanám. Eftir það
fékk ég vinnu í eldhúsinu hjá N1
hér í Borgarnesi þar til ég tók við
þessu starfi,“ segir Ómar. „Ég er
rosalega þakklátur konunni minni
að hafa hvatt mig áfram til náms
því þannig endaði ég hér og mér
líkar þetta starf mjög vel,“ bætir
hann við.
Tóku upp Timian kerfi
Aðspurður segist Ómar vera Borg-
nesingur þó hann hafi ekki flutt
þangað fyrr en sex ára gamall.
„Hér ólst ég upp, gekk í skóla og
hef verið nær alla tíð,“ segir Ómar
og brosir. Í eldhúsinu í Brákarhlíð
er eldaður hádegismatur alla daga
fyrir íbúa heimilisins, aldraðra
og öryrkja sem búa annars stað-
ar, starfsfólk heilsugæslunnar og
Brákarhlíðar auk íbúa í eldri borg-
ara blokkinni sem er sambyggð
við Brákarhlíð. „Við erum að elda
fyrir svona 120 manns í hádeg-
inu. Hér í Brákarhlíð búa svo um
50 manns sem fá sinn mat upp á
sín heimili. Á kvöldin eldum við
svo bara fyrir íbúana hér,“ útskýr-
ir Ómar. Þá segir hann það einn-
ig koma í hans hlut að panta inn
allan mat fyrir heimilin í Brákar-
hlíð. „Það eru fimm heimili innan
Brákarhlíðar og á hverju heimili er
eldhús sem ég sé um að kaupa inn
fyrir auk þess sem ég kaupi auð-
vitað fyrir mötuneytiseldhúsið.
Við tókum fyrir stuttu upp svo-
kallað Timian kerfi sem auðveld-
ar mér þessa vinnu. Í þessu kerfi
get ég fengið hugmyndir af mat-
seðlum og hvað þurfi að kaupa inn
fyrir máltíðirnar á seðlunum. All-
ar máltíðirnar eru vel samsettar af
næringarfræðingum en íbúar, að-
standendur og aðrir geta fylgst
með matseðlunum og séð nær-
ingargildi á heimasíðunni okkar.
Þetta kerfi hefur reynst okkur vel
en við erum enn að læra á það og
því ekki farin að nýta það alveg til
fulls,“ segir Ómar.
Lítið um sérfæði
Spurður hvernig vinnudagur mat-
ráðs sé alla jafnan segist Ómar
mæta klukkan hálf átta alla daga
og byrja að undirbúa hádegis-
mat. „Fyrstu bakkarnir fara út um
klukkan ellefu og svo fer maturinn
á heimilin hér og starfsmenn borða
síðastir, um klukkan hálf eitt. Eft-
ir hádegismat fáum við bakkana til
baka og þurfum að þrífa og ganga
frá áður en við undirbúum kvöld-
matinn. En starfsmenn á heimil-
unum sjá um frágang eftir kvöld-
mat svo við þurfum ekki að vera
hér í eldhúsinu að bíða eftir því,“
segir Ómar. Í mötuneytinu eru
alla jafnan þrír starfsmenn auk
þess sem einu sinni í viku kemur
starfsmaður að baka fyrir heimilið.
En í Brákarhlíð er lagt upp úr því
að hafa kökur og annað bakkelsi
heimabakað. „Svo erum við hepp-
in að fá hana Helgu Hannesdótt-
ur til okkar tvisvar í viku en hún
vinnur annars í Öldunni. Hún er
alveg frábær starfskraftur og hef-
ur kennt okkur ýmislegt. Það er
alltaf gaman þegar hún kemur í
vinnuna,“ segir Ómar og brosir.
Aðspurður segist Ómar hafa ver-
ið heppinn með að fáir sem hann
eldi fyrir þurfi sérfæði. „Það er
bara í einstaka tilfellum sem ég
þarf að gera eitthvað sérstaklega
en annars erum við heppin með
þetta. Það er lítið um að fólk sé
með ofnæmi eða borði ekki eitt-
hvað ákveðið. En ég held að þetta
gæti breyst með tímanum. Það er
mín tilfinning að ofnæmi og óþol
sé að aukast. Svo er orðið algeng-
ara að fólk velji sér sérfæði eins og
að vera vegan. En þetta hefur ekki
enn náð hingað inn,“ segir Ómar
að endingu. arg
Kjötiðnaðarmaður sem söðlaði
um og fór í matsveinanám
Ómar Bjarki Hauksson hefur kokkað í
fólkið í Brákarhlíð í fimm ár
Ómar Bjarki Hauksson matráður á Brákarhlíð í Borgarnesi.