Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Side 18

Skessuhorn - 06.03.2019, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201918 „Útivistin hefur alltaf fylgt mér. Þegar ég er úti í náttúrunni og sér- staklega uppi á fjöllum er allt eitt- hvað svo einfalt og skýrt og það heillar mig,“ segir Skagakonan Bel- inda Eir Engilbertsdóttir þegar Skessuhorn heimsótti hana í byrj- un vikunnar. Við settumst niður og ræddum um útivistina, vinnuna, áhugamálin og lífið en Belinda og eiginmaður hennar, Ársæll Þór Jó- hannsson, eru mikið útivistarfólk og hafa í gegnum árin verið dugleg að leggja land undir fót og einn- ig að ferðast út fyrir landsteinana. Segja má að hér sé óvenjulega aktíft fólk á ferðinni, eins og fram kemur hér á eftir. „Uppi á fjalli er ekkert sem trufl- ar mann og þar kemst ég eins ná- lægt því að vera í núinu og ég get,“ segir hún. „Við Ársæll fórum fyr- ir nokkrum árum á tveggja vikna námskeið í vetrarfjallamennsku í Bandaríkjunum. Þar gistum við í tjöldum uppi á jökli en okkur hafði alltaf langað til að fara meira upp á jöklana hér heima en skorti sjálfs- traust til þess,“ segir Belinda. Þá hefur hún einnig farið í fjallaferð- ir með vinkonum sínum og nú síð- ast gekk hún á Triglav, sem er hæsti tindur Slóveníu. „Ég fór í þá ferð með vinkonu minni og þetta var æðislegt í alla staði. Við nýttum ferðina einnig í víðavangshlaup og til að hjóla. Aðstæðurnar voru al- veg æðislegar. Fyrir tveimur árum fór ég líka með tveimur vinkonum mínum til Norður-Ítalíu þar sem við vorum að ganga og klifra í Do- lomites fjöllunum sem var einnig æðislegt í alla staði. Mér líður bara hvergi jafn vel og í þessum aðstæð- um, uppi á fjalli alveg frjáls,“ segir hún og brosir. Vill helst ferðast með allt á bakinu „Okkur Ársæli þykir best að ferðast með allt á bakinu,“ segir Belinda og bætir því við að ekkert geti topp- að bakpokaferðalag á Hornstrand- ir. „Við elskum að fara þangað með bakpokana og bara njóta. Við fórum þangað með krakkana í fyrsta skipti síðasta sumar og vorum þá í húsi í Hlöðuvík. Það var ekkert netsam- band, ekkert sjónvarp og ekkert að trufla okkur. Þetta var dásamlegt og börnin á svo fullkomnum aldri fyr- ir svona ferð, þá fjögurra og fimm ára,“ segir hún. En hvernig fannst börnunum að vera frá öllum snjall- tækjunum og sjónvarpinu? „Þau söknuðu tækjanna ekkert. Fjög- urra ára sonur okkar sagði eftir þrjá daga; „mamma það er ekkert sjón- varp hérna.“ Hann hafði ekki einu sinni áttað sig á því fyrr en þá,“ seg- ir hún og hlær. „Ég var alveg hrædd um að okkur myndi leiðast í heila viku án nets og sjónvarps. En okk- ur leiddist aldrei og viljum gera enn meira af þessu. Við fórum mikið út og löbbuðum, svo vorum við með spil og það var alltaf nóg að gera. Ég sat eitt skiptið með spilastokk- inn og fór svo að stafla spilunum í svona spilaborg, eins og maður gerði þegar maður var lítill. Þetta er eitthvað sem maður var búin að gleyma.“ Belinda og Ársæll hafa tekið frá húsið í Hlöðuvík fyrir eina viku næsta sumar og ætla að fara aftur með börnin. „Þetta var bara frábært og ég vil njóta þess að gera meira af þessu á meðan börnin eru á góðum aldri fyrir svona ferða- lög.“ Björgunarfélagið vendipunktur í lífinu Þegar Belinda var 16 ára nýnemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi sá hún auglýst nýliðakvöld hjá Björgunarfélagi Akraness. Hún ákvað að mæta og hefur síðan þá ver- ið virkur meðlimur í félaginu. „Vin- konur mínar voru ekkert í þessum gír, að fara í björgunarsveitarstarf, svo ég fór bara ein á nýliðakvöld- ið og þekkti engan. Flestar helgar voru nýttar á fjöllum og þannig var það eiginlega alveg þar til ég eign- aðist börn,“ segir Belinda. „Björg- unarfélagið var algjör vendipunkt- ur í mínu lífi og ég er nokkuð viss um að þátttaka mín í félaginu hafi spilað stóran part í því hvar ég er í dag,“ segir hún. Belinda hefur starf- að í 13 ár hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrst sem háskólanemi í sumarstarfi en eftir nám sem sérfræðingur lóða og lendna. En hún er með háskóla- próf í umhverfisskipulagi frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri auk þess sem hún er með masters- gráðu í landslagsarkitektúr. Spurð hvað það sé sem sérfræðingur lóða og lendna hjá OR gerir segir hún sitt starf snúast um að reka þær landar- eignir sem Orkuveita Reykjavíkur á. „Orkuveitan er stór landeigandi og því fylgir mikil umsýsla; vinna við skipulagsmál, samskipti við land- eigendur í nágrenni við okkar jarð- ir, sumarbústaðareigendur og aðra hagsmunaðila. Ég er einnig að vinna í lóða- og jarðamálum fyrir Veitur, dótturfélag OR. Hluti af starfinu er að hafa umsjón með og reka um 130 kílómetra af merktum göngu- leiðum á Hengilssvæðinu sem eru á jörðum OR og þjóðlendum. Þetta er inni og úti vinna sem eru mikil for- réttindi,“ segir Belinda og bætir því við að hún fái reglulega að fara og ganga um göngustígana. „ Stígarn- ir voru merktir á sínum tíma til að opna Hengilinn til útivistar fyrir al- menning og hefur þjónað því hlut- verki núna í næstum 30 ár.“ Tekur þátt í Björgunarleikunum Eins og fyrr segir hefur Belinda ver- ið virkur meðlimur í Björgunarfélagi Akraness frá 16 ára aldri, eða í 20 ár. „Ótrúlegt að hugsa til þess að ég sé búin að vera í björgunarfélaginu rúmlega hálfa ævina. Ég þekki eig- inlega ekki lífið án björgunarsveitar- innar,“ segir hún og brosir. En hvað er það sem heillar Belindu helst við björgunarsveitarstarfið? „Ferða- og fjallamennska heillar mig mest, allavega í dag. Ég er búin að prófa allt í starfi björgunarsveitarinnar en fjallamennskan er skemmtilegust. Áður en ég eignaðist börn fannst mér skemmtilegt að fara á fagnám- skeið en þá er maður í burtu í nokkra daga. Mér fannst ekkert mál að vera í burtu á fimm daga fagnámskeiði fyr- ir nokkrum árum en í dag finnst mér fimm dagar frá börnunum of mikið,“ segir Belinda og bætir því við að hún sé í hvíld frá fagnámskeiðum þar til börnin hennar verða eldri. „Ég mun svo sjálfsagt fara inn í þetta af full- um krafti aftur eftir nokkur ár. Núna sinni ég útköllum og svona því sem ég get gert nær heimilinu. Ég tek líka alltaf þátt í Björgunarleikunum sem eru annað hvert ár. Við erum þéttur hópur kvenna hér á Akranesi sem keppir saman og við erum að fara held ég bara í fimmta eða sjötta skipti núna í ár,“ segir hún. Á Björg- unarleikunum er keppt í alls konar greinum sem tengjast starfi björgun- arsveitanna en keppendur fá ekki að vita í hverju er keppt fyrr en á leik- ana er komið. „Keppnisgreinarnar geta tengst fyrstu hjálp, bátaþraut, fjallabjörgun eða bara hverju sem er. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og ég hlakka alltaf til.“ Ætlar að stunda crossfit ævilangt Spurð hvort hún eigi fleiri áhugamál hugsar Belinda sig um smá stund og neitar í fyrstu en nefnir svo að hún hafi byrjað að æfa crossfit fyrir einu og hálfu ári. „Ég byrjaði að æfa cross- fit þegar það var opnuð stöð hér. Þá fann ég loksins líkamsrækt, svona innandyra, sem mér líkaði við. En ég æfði fimleika í tíu ár þegar ég var yngri og það er góður grunnur fyrir crossfit. Ég elska crossfit og hlakka alltaf til að mæta á æfingar, það er bara svo skemmtilegt,“ segir hún. Belinda keppti á Þrekmótaröðinni í febrúar með liði frá Crossfit Ægi á Akranesi en aðspurð segist hún ekki ætla að leggja það fyrir sig að keppa í íþróttinni. „Það var rosalega gam- an að prófa að keppa en crossfit er fyrst og fremst áhugamál fyrir mig. Ég hef engan sérstakan áhuga á að skara framúr og ætla að passa mig að keyra mig ekki út. Ég er í þessu til að endast og langar að æfa crossfit alla ævi. Ég elska að vera í góðu formi, alveg jafn mikið og mér þykir leið- inlegt að vera í lélegu formi,“ segir hún og glottir. „Crossfit er lífsstíll fyrir mér,“ bætir hún við. „Björgunarfélagið var algjör vendipunktur í lífi mínu“ - segir Skagakonan Belinda Eir Engilbertsdóttir Belinda og Ársæll fara með börnin á bretti þegar færi gefst. Með vinkonum sínum í ferð í Dolomites fjöllunum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.