Skessuhorn - 06.03.2019, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201920
Í ár eru 100 ár liðin frá stofnun Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Af því tilefni stemdir stjórn deildar
hjúkrunarfræðinga á Akranesi og
nágrenni fyrir því á afmælisárinu
að birta greinar eftir hjúkrunar-
fræðinga í Skessuhorni. Greinarn-
ar eru birtar jafnt og þétt yfir af-
mælisárið og í þeim munu lesend-
um fá smá innsýn í þau fjölbreyttu
störf og áskoranir sem hjúkrunar-
fræðingar fást við. Að þessu sinni
kynnir sig til leiks Helga Guðrún
Jómundsdóttir nemandi í hjúkrun-
arfræði við HÍ.
Ég heiti Helga Guðrún Jómunds-
dóttir og er 21 árs. Ég bý á Heggs-
stöðum í Andakílshreppi, foreldrar
mínir heita Margrét Friðjónsdótt-
ir og Jómundur Geir Hjörleifsson.
Ég á eina systur sem heitir Björk og
hún á eina þriggja ára dóttur sem
heitir Dagný Freyja. Einnig á ég
tvær yndislegar ömmur sem heita
Guðrún Jómundsdóttir og Björk
Halldórsdóttir. Ég stunda nám í
hjúkrunarfræði við Háskóla Ís-
lands. Á meðan ég stunda nám bý
ég í Reykjavík en ég er svo heima-
kær að ég kem heim í sveitina við
hvert tækifæri sem gefst. Ég er mikil
sveitastelpa og hef áhuga á allri úti-
vist, elska að vera með fjölskyldu og
vinum, hlusta á tónlist og svo spila
ég líka á píanó. Ég var í Grunn-
skóla Borgarfjarðar, lauk stúdents-
prófi frá Menntaskóla Borgarfjarð-
ar árið 2016 og árið 2017 hóf ég
nám í Hjúkrunarfræði við Háskóla
Íslands.
Var hrædd við nálar og
ábyrgðina
Ég var harðákveðin í því að ég ætl-
aði aldrei í hjúkrunarfræði því ég
var svo hrædd við nálar og ábyrgð-
ina sem fylgdi starfinu. En sem
betur fer tók ég U-beygju í þeirri
hugsun og skráði mig í námið og
sé ekki eftir því. Ég valdi það út
frá því að mér hefur alla tíð fund-
ist gott að vera í nærveru fólks,
geta aðstoðað og gefið af mér. Ég
hef unnið í nokkur ár á hjúkrunar-
heimilinu Brákarhlíð og þar fann
ég hvað mér fannst gott að vinna
við umönnunarstörf. Ég valdi
námið einnig út frá því að það er
svo góður grunnur fyrir margt
annað, fjölbreytt nám sem býður
uppá marga möguleika. Ég kynnt-
ist starfinu á Landspítalanum í vet-
ur í verknámi og svo vann ég þar
aðeins samhliða námi. Þar sá ég
hvað starfið er fjölbreytt og áhuga-
vert og þar er enginn dagur eins.
Að geta gefið af sér í vinnunni er
svo góð tilfinning og mér finnst
ég vera að sinna mikilvægu starfi.
Starfið getur verið mjög krefjandi
því aðstæður fólks geta verið mjög
erfiðar. Ábyrgð starfsfólks er mik-
il og álagið einnig. Starfið er krefj-
andi en jafnframt mjög gefandi.
Menntun sem býður
upp á mikla möguleika
Menntunin hefur upp á margt að
bjóða fyrir mig. Hjúkrunarfræði er
góður grunnur að svo mörgu öðru.
Það opnast margar dyr að námi
loknu, ég get bætt við mig mast-
ersgráðu eða farið í diplómunám
í ótal mörgu sem er mjög spenn-
andi. Ég hlakka til að finna út hvað
heillar mig mest. Menntunin gef-
ur mér þá möguleika að geta unn-
ið hvar á landi sem er og einnig
víða erlendis. Alls staðar er þörf á
hjúkrunarfræðingum. Mér finnst
þetta mjög flottur titill, að geta
kallað sig heilbrigðisstarfsmann.
Það segir manni hvað námið og
starfið er mikilvægt. Hjúkrunar-
fræði er menntun og reynsla sem
nýtist vel í samfélaginu. Kostur
þess að vera hjúkrunarfræðingur
er að sinna mikilvægu starfi og að
geta gert góðverk á hverjum degi
þegar þú mætir til vinnu. Atvinnu-
tækifærin eru ótalmörg, spennandi
og auðvelt fyrir hjúkrunarfræðinga
að fá vinnu.
Lifandi og
skemmtilegt nám
Að mínu mati er þetta mjög gott
nám og sérstaklega er ég ánægð
með verklegu kennsluna. Við öðl-
umst góða færni í verklegri kennslu
sem gerir okkur örugg fyrir verk-
nám og að fara út á vinnustað. Við
æfum okkur hvert á öðru sem er
mjög skemmtilegt. Þetta er lif-
andi og skemmtilegt nám því það
er blandað af verklegri og bóklegri
kennslu. Strax á fyrsta ári förum
við í verknám og lærum klínísk at-
riði, eins og að sprauta og setja upp
æðaleggi. Á fyrri önninni á öðru
ári fórum við í verknám á Land-
spítalanum. Það var mjög gaman
að fá tækifæri til að bæði nýta og
framkvæma þá þekkingu og færni
sem við höfðum öðlast í verklegri
kennslu. Ásamt því að fá að sinna
störfum hjúkrunarfræðinga í verk-
náminu fengum við líka að fylgjast
með aðgerðum og rannsóknum,
sem var mikil upplifun.
Eignast dýrmæta
vini í náminu
Nú á vorönninni er námið að
mestu leyti bara bóklegt. Við erum
í mjög áhugaverðum áföngum eins
og skurðlækningafræði, lyfjafræði,
sálfræði og næringarfræði. Hefð-
bundinn skóladagur hjá mér núna
er að mæta í skólann klukkan 8:20
og sitja á fyrirlestrum til kl. 11:30.
Þá er skólinn búinn og fer ég oftast
niður í lærdómsaðstöðuna í skól-
anum og nota tímann til að læra.
Nýlega var opnuð lærdómsað-
staða fyrir okkur í Eirbergi en þar
er einnig eldhússaðstaða svo um-
hverfið er bæði mjög huggulegt og
heimilislegt og þar er gott að læra.
Út frá verklegri kennslu kynn-
ist maður samnemendunum sín-
um enn betur. Ég hef því eignast
fullt af dýrmætum vinum í náminu
sem er ómetanlegt. Eftir 10-30 ár
sé ég fyrir mér að ég verði búin að
mennta mig enn meira og öðlast
sérþekkingu á einhverju sviði sem
ég heillast af.
Margt sem ég hefði
getað hugsað mér
Ef ég hefði ekki farið í hjúkrun er
margt sem ég hefði getað hugs-
að mér, t.d. sjúkraþjálfun, sál-
fræði, næringarfræði eða að starfa
sem námsráðgjafi. Það er svo mik-
ið námsframboð og margt sem
mér finnst áhugavert. Það er ekki
skrýtið að fólki finnist erfitt að
finna sér háskólanám þegar það er
svona margt spennandi í boði, sem
er frábært.
Þessi tvö fyrstu ár í náminu
hafa verið krefjandi, lærdómsrík
og skemmtileg. Félagslífið í skól-
anum er mikið og alltaf eitthvað
skemmtilegt í gangi. Ég er ánægð
með valið mitt á hjúkrunarfræði og
mæli með því námi því það eru ótal
margir möguleikar sem fylgja því.
Helga Guðrún Jómundsdóttir
Var harðákveðin í að læra ekki hjúkrunarfræði
Helga Guðrún er hér til hægri ásamt samnemanda sínum Stefaníu Elsu Jónsdóttur.
Sirkus Íslands lagði land undir fót
um síðustu helgi með nýja sýningu
sem þeir nefna Bæjarsirkusinn.
Sýnt var í Hjálmakletti í Borgarnesi
á laugardaginn og Félagsheimilinu
Klifi í Ólafsvík daginn eftir. Að-
sókn var góð á báðar sýningar en þó
voru mun fleiri gestir á sýningunni
í Ólafsvík þar sem um 150 manns á
öllum aldri mættu og skemmtu sér
konunglega.
Sirkus Íslands sýndi mörg
skemmtileg atriði og stóðu áhorf-
endur á öndinni á tímabili einkum
þegar loftfimleikastúlkurnar sýndu
atriði sín. Aðstandendur Sirkus Ís-
lands voru hæstánægðir með að-
sóknina. af
Sirkus Íslands á ferð
um Vesturland
Háskóladagurinn var haldinn í
þremur háskólum í Reykjavík á
laugardaginn. Talið er að met-
fjöldi hafi sótt viðburðina, en há-
skóladagurinn er samstarfsverk-
efni allra sjö háskólanna á Íslandi.
Þar gátu áhugasamir kynnt sér yfir
500 námsleiðir sem í boði eru hér á
landi. „Frábær stemning var í öllum
þremur skólunum þar sem kynn-
ingin fór fram. Greinilegur áhuga
er fyrir háskólanámi á Íslandi,“ seg-
ir í tilkynningu.
Háskóladeginum verður svo
fram haldið í þessari viku með
heimsóknum á sex framhaldsskóla á
landsbyggðinni. Hér á Vesturlandi
verður Fjölbrautaskóli Vesturlands
á Akranesi sóttur heim á morgun,
fimmtudaginn 7. mars. Þangað eru
allir velkomnir í heimsókn. mm
Metfjöldi á háskóladeginum
Háskóladagurinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands 7. mars
Svipmynd frá háskóladeginum í Reykjavík síðastliðinn laugardag.
Íbúar í Borgarnesi hafa tekið eft-
ir því að búið er að setja upp skilti
sem segja að hámarkshraði hafi ver-
ið lækkaður um Borgarbraut, aðal-
götu bæjarins, frá miðbæ og niður-
úr. Nú er einungis leyfilegt að aka á
30 km/klst hraða um götuna í stað
50 km hraða áður. Breytingin hef-
ur ekki verið kynnt opinberlega að
öðru leyti en því að skilti hafa ver-
ið sett á staura. Því ættu íbúar og
aðrir vegfarendur að gæta að sér við
aksturinn.
mm/ Ljósm. þg
Lækkaður hámarkshraði á
Borgarbraut í Borgarnesi