Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Page 26

Skessuhorn - 06.03.2019, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 201926 Það er sem fyrr að okkur mannfólk- inu finnst eðlilegt að líta til „vorra tíma“ sem hinna einu og sönnu og bestu; svona heilt yfir. Jafnvel óhóf- ið, neyslumenningin og dómhark- an í öllum hornum verður í okkar augum aðeins birtingarmynd þess sem kallar einstaklinginn til auk- innar meðvitundar um sig sjálf- an og náungann. Þess vegna verð- ur það svo að við einhendum okkur í allskyns áskoranir, átök, herferð- ir og skammtímalausnir til að mæta náttúrulegri þörf fyrir jarðtengingu í þessum hamagangi öllum sem lífs- gæðakapphlaupið er. Þannig mun- um við öðlast; betri fókus, meiri framlegð og aukna hamingju. Og er það ekki allt sem skiptir máli? Rætur nútíma- föstunnar? Fastan gengur í garð og hefðirnar reka hverja aðra, svona með nútíma- legum aðlögunum. Passíusálmarn- ir í flutningi Péturs Gunnarssonar hófu göngu sína fyrir nokkrum vik- um; nú eru þeir ekki lengur fluttir í beit frá upphafi föstu og fram að páskum heldur bara á virkum dög- um. Það er hversdagsleg áskorun að láta það ekki fara í taugarnar á sér. Við sjáum í því eins og öðru að hinn „kristni vefnaður“ samfélags- ins leysist upp í takt við það hvað samtímanum finnst „skemmtilegt“. Það er kannski bara blessun að fólki finnist ennþá „skemmtilegt“ að taka þátt í alls konar áskorunum. Reyna á sig með einhverjum hætti. Hlaupa í þágu málsstaðar eða leggja eitt- hvað á sig – oft í þágu annarra – í þeirri von að það áþreifanlega sem við framkvæmum í okkar eigin þágu (t.d. heilsuátak) hafi áhrif á aðra, án þess að við þurfum að fylgjast sér- staklega með því hver þau áhrif eru. Við trúum því að þau séu góð. Það er nóg. Og skemmst er frá því að segja að öll þessi „átök“ eru hluti af gamalli hefð, andlegri iðkun og sjálfsafneitun. Að miklu leyti þörf- inni fyrir íhugun og tilgang. Og þess vegna borðuðum við bollur, þöndum okkur með saltkjöti og snúum öllu á haus á öskudag- inn; í samræmi við hefðirnar sem tengdar eru föstuinnganginum. En svo halda dagarnir áfram að koma og ekkert breytist; við föstum ekki eða íhugum lengur í aðdraganda páskanna sérstaklega. Við höfum skipt þörfinni fyrir föstuna út fyr- ir „átakið“ sem við förum í – þeg- ar okkur sjálfum hentar. Auðvitað. En þannig eru tengslin við andleg- an þátt allra þessara áskorana líka rofin, og samhengi hins „kristna vefnaðar“ þynnist og þynnist. Við skiljum minna og minna. Og er það ekki verra, þegar samtíminn krefur okkur um að sjóndeildarhringurinn víkki stöðugt? Fastan snýst um meðvitund Í fjölbreyttri menningu kippum við okkur ekki upp við að einn hópur hafi aðrar þarfir en annar og fær- umst stöðugt nær skilningi á sér- stöðu fólks... ...ef það tilheyrir hópi. Eins gengur almennt ágætlega upp þegar einstaklingar eru í einhverju átaki og því mætt af skilningi, enda oftast heilsa og heilbrigði þar und- ir. En finnst okkur það ekki líka þurfa vera sýnilegt? Ef það er ekki „merkt“ einhvern veginn þá sjáum við ekki merkinguna, sem einstak- lingar og samfélag. Sem dæmi má nefna að í umhverfismálum verður ávinningur aukinnar meðvitund- ar ekki áþreifanlegur fyrr en sveit- arfélagið fær „umhverfisvottun“. Þetta á sér djúpar rætur í því að staðin séu skil á einhverju og sann- reynt að kröfunum hafi verið mætt. Svipað og þegar prestar fyrri alda tóku syndaregistur af mönnum og afleytu, svo viðkomandi gæti geng- ið til altaris á páskum. Að ganga til altaris var yfirlýsing um að virða samfélagssáttmálann. Fastan snérist þannig um meðvit- undina um gjörðirnar frekar en að murka úr sér lífið með meinlætum. Og um það snýst fastan enn í dag, ef við viljum leyfa henni að vera hreinsunartímabil eftir veturinn og myrkrið. Að við gerum hreint fyrir okkar dyrum með hækkandi sól og hleypum ljósinu inn til að efla okk- ur og styrkja hvern dag. #sjöfimmtudagar Í dag er sjöundi fimmtudagur fram að skírdegi og áhugavert að stilla fókusinn fram að páskum. Er ekki spennandi að setja sér það markið að huga að því, hversu kristin sem hver telur sig vera, að á hverjum fimmtu- degi ætli maður að setja sér það fyr- ir að pæla í einhverju sérstöku um helgina. Kannski því hvernig maður eflir tengslin við annað fólk eða bæt- ir heilsuna með aðhaldi í neyslunni? Í raun þarf engar leiðbeiningar og hver og einn ætti að geta fundið sitt íhugunarefni; því það er áskorun líka. Undirritaður mun aftur á móti smella í pistil hvern fimmtudag hér í Skessuhornið, svona til að minna þau ykkar á sem þurfa skriflega áminningu til að halda sér við efn- ið. Og þið þurfið ekkert að merkja myndirnar ykkar á samfélagsmiðl- unum með #sjöfimmtudagar til að vera með – en þið megið það alveg, ef heldur ykkur við efnið. Arnaldur Máni Finnsson. Höf. er sóknarprestur á Staðastað. Þarf upplifunarsamfélagið sýnilega föstu? Áskorun á föstunni: #sjöfimmtudagar Laugardaginn 16. mars næstkom- andi mun listakonan Josefina Mor- ell opna listsýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Þar mun hún sýna ýmsar gerðir list- og nytjalistar sem hún vinnur að um þessar mundir. Þema sýningarinnar verður endurnýting og í raun nýtni og þar mun gefa að líta áhugaverð verk. Jósefina hefur getið sér gott orð fyrir listsköpun sína á undan- förnum árum, raunar allt frá því hún flutti hingað til lands. Hún er spænsk-sænsk ættuð. Faðir henn- ar er spænskur sjómaður, en hún ólst upp hjá móður sinni í Svíþjóð. Jósefina hefur meðal annars málað á steinflísar sem hún finnur á jörð sinni Giljum í Hálsasveit, en einnig á striga og nýtt margvíslegt hráefni til listsköpunar sinnar. Blaðamað- ur Skessuhorn kíkti í heimsókn til listakonunnar í liðinni viku og fékk örlitla innsýn í væntanlega sýningu í Safnahúsinu sem opnuð verður eftir tíu daga. Jósefina hefur undanfarin misseri verið að fikra sig áfram með fram- leiðslu á heimagerðri málningu. Þar nýtir hún grjót úr litskrúðugri nátt- úrunni, mylur það og blandar með þar til gerðum efnum. Túpur und- ir málninguna flytur hún svo inn og getur þannig varðveitt litina og gripið í þá þegar hentar. „Ég ætla á þessari sýningu að leggja áherslu á nýtni og endurnýtingu efna. Það er gaman að blanda liti sem unnir eru úr íslensku grjóti, en í því er býsna fjölbreytt litaflóra. Raunar finn- ur maður efni í alla liti nema þann hvíta. Til að litirnir endist flyt ég síðan inn íblöndunarefni, til dæmis hörolíu, sem ég blanda saman við fínmulinn steininn eftir kúnstar- innar reglum. Þá hef ég einnig ver- ið að mála á gamlar hurðir úr úti- húsum sem tímans tönn og um- gangur dýra hefur markað sín spor í. Til gamans þá hef ég einnig verið að teikna á sessur úr gömlum elhús- kollum,“ segir Jósefina. Loks mun hún á sýningunni verða með lopa- húfur sem hún hannar og prjón- ar. Sumar þessar húfur eru einnig prjónaðar úr refahárum og því má segja að hún setji fá takmörk í hrá- efnisvali. Aðspurð segist hún enn vera að vinna verk á sýninguna. „Ég vinn best undir pressu. Jafnvel þótt stutt sé í að sýningin verði opnuð á ég enn eftir að framleiða nokkur verk sem þar verða. Ég hafði einsett mér að verða með allavega tuttugu mál- verk og tuttugu húfur, en það verð- ur eitthvað fleira til sýnis,“ segir Jósefina, en best er að upplýsa ekki um það allt, heldur láta sýningar- gestum í Safnahúsi eftir að dæma um það. Meðfylgjandi myndir voru teknar heima í vinnustofunni að Giljum í síðustu viku þar sem kennir ýmissa grasa í fórum lista- konunnar sem fer ekkert endilega troðnar slóðir. mm Jósefina Morell undirbýr sýningu í Safnahúsi Jósefina með smalahúfu, eina af að minnsta kosti tuttugu sem verða á sýningunni. Hér sýnir Jósefina blaðamanni hvernig hún mylur steininn, blandar íblöndunar- efnum samanvið og setur loks á túpu. Penslar, steinar til litagerðar og málverk af Okinu. Hér má sjá tvær sessur úr gömlum eldhússtólum; sjálfsmynd og önnur af föður hennar sem er spænskur sjómaður. Giljafoss, aðrir fossar í landareigninni og Hvítá eru meðal myndefna hennar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.