Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Page 27

Skessuhorn - 06.03.2019, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 27 Vísnahorn Í síðasta þætti minntist ég aðeins á Bjarna Jónsson frá Unnarholti og meðal þess sem ég rakst á eftir hann var ,,Minni kvenna“ sem ég tel tilvalið að leyfa ykkur að njóta með mér. Var aðeins að velta fyrir mér hvort ég ætti að stytta það en ákvað svo að láta það bara vaða í heild sinni svona að nýafstöðnum konudeg- inum: Að mæla fyrir minni kvenna er meiri vandi´en haldið þér því greip ég blað og blek og penna að byrjun sérhver torveld er. En byrjunin er svo sem svona, - það sagna - fornra greinir spjall í upphafi var engin kona en aðeins gamall piparkarl. Og þessi karl hét einmitt Adam; í Eden hafði hann dapra vist, því sagði´hann: „Guð minn gef mér „madam“, og gerðu það sem allra fyrst.“ Og sjálfum drottni rann til rifja, hve rolulegur Adam var. Á kveldin tók hann sárt að syfja og sýndist orðinn mesta skar. Og eitt sinn, þegar indæll blundur á Adam seig í djúpri ró, þá risti guð hans síðu´í sundur, að sæi´hann hvað í manni bjó. Hann leit á hjarta hans og nýru og hitt og annað mikilsvert; hann mældi gall- og magasýru: Af mestu prýði allt var gert! En þegar átti’ að sauma saman og setja þetta allt í lag, þá tók nú fyrst að grána gaman; hann glímdi við það heilan dag. Og ofaukið varð einu rifi, þá allt var hitt i skorður sett: „Svo sannarlega sem ég lifi,“ þá sagði drottinn; „allt er rétt.“ „Því þó að rifið afgangs yrði, má alltaf gera mat úr því, sem mætti verða mikils virði og manni hverjum fengur í.“ Hann rifið tók og sagði svona: „Já, sífellt geri´ég eitthvað nýtt Nú vil ég að þú verðir kona, sem veröldina fái prýtt.“ Og það var ráð í tíma tekið. Hann talaði, og svo það varð, og Adam fékk á fætur rekið; svo fór hann með hann út í garð. Og sjá, - þar stóð hans brúður bjarta, svo blíð og göfug, prúð og hrein. Hann elskaði´hana´ af öllu hjarta, sem ætti´ hann sérhvert hennar bein. Og drottinn mælti: „Manni einum er miður hollt að búa hér. Sjá, þar er bein af þínum beinum og þetta bein er ætlað þér.“ Og Adam varð sem annar maður, - því ynging fyrsta var nú gjörð -, svo sterkur, rakkur, stæltur, glaður, og stafir sólar gylltu jörð. En lengi vel hann var í efa, hver væri konan, sem hann leit, og henni leizt því guði’ að gefa hið gamla nafn, er sérhver veit. Þau áttu dætur, einnig drengi, en ekki er tala þeirra vís. En hitt er víst, þau voru´ei lengi í vegsemd sinni´ í Paradís. Og svona vill það sífellt ganga, er svanni´ og halur fylgjast að: Þau Eden gista´ - en aldrei langa þau eiga dvöl á slíkum stað. Þótt ótal hafi aldir runnið frá Adams tíð of gjörvallt land, af sama toga´ er sífellt spunnið hið svokallaða hjóna-band. Hve mikið gera mátti´ úr rifi, það mannkyn hefur lengi séð, því konan lifir. - Konan lifi! Og karlmennirnir fljóti með. Það er víst og satt að konurnar eru okkur karlagreyjunum mikilvægar og reyndar mun mikilvægari fyrir okkur en við fyrir þær þó megi færa rök fyrir því að kynin séu hvort öðru bráð- nauðsynleg svo sem segir í eftirfarandi stöku eftir Braga Björnsson: Jafnréttið mun sigra senn samkvæmt dregnum línum. Áríðandi eru menn eiginkonum sínum. Stöðugt þarf þó að gæta varúðar í umgengni við hið fagra kyn. Maður að nafni Jón gekk eitthvert sinn nokkuð harkalega inn í herbergi þannig að kona sem þar var stödd hrópaði upp- yfir sig ,,Jesús“. Og ,,þá kvað Jón“. Þó að okkur svipi í sjón og sama birta af oss lýsi, þá er víst að ég er Jón, því Jesús greiðir öðruvísi. Til að fyrirbyggja misskilning sem er allra skilninga verstur er rétt að taka það fram að eftirfarandi vísa er mun eldri en bæði Mið- flokkurinn og Klaustursmálið. Bara rétt að nefna það svona til öryggis: Man ég okkar faðmlög flest, fari þau öll og veri, því nú er eins og hestur hest hitti á grárri meri. Lengi hefur verið einhver rígur á milli hér- aða um hin ýmsustu mál og þarf raunar ekki heil héruð til. Líka milli nágrannasveita og/ eða bæja. Menn geta endalaust fundið sér eitthvað til að þrasa um en sjaldnast ristir þessi rígur mjög djúpt og hverfur gjarnan al- veg ef Bakkus gamli slæst í kompaníið. Þessi mun ættuð úr Speglinum sáluga en nánari ættfærslu kann ég svosem ekki: „Sezt ég nú hjá Sunnlending, sem er kominn „á´ðað“, og horfi yfir Húnaþing: - Helvíti er að sjá´ðað“. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Man ég okkar faðmlög flest - fari þau öll og veri Þessa dagana standa nokkur söfn landsins í sameiningu að vefsýning- unni Æskan á millistríðsárunum. Þrjú söfn á Vesturlandi koma að sýn- ingunni; Safnahús Borgarfjarðar, Norska húsið - Byggðasafn Snæfell- inga og Hnappdæla og Byggðasafn Akraness og nærsveita. Auk þeirra safna standa að sýningunni Þjóð- minjasafn Íslands, Síldarminjasafn Ís- lands, Minjasafnið Bustarfelli, Minja- safn Austurlands, Listasafn Íslands, Listasafn Árnesinga, Heimilisiðn- aðarsafnið, Byggðasafnið Reykjum, Byggðasafnið á Skógum, Byggða- safn Skagfirðinga, Byggðasafn Hafn- arfjarðar, Byggðasafn Árnesinga og Borgarsögusafn Reykjavíkur. Sýn- ingarstjórar eru Vala Gunnarsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Dagný Heiðdal og Anna Lísa Rúnarsdóttir. Söfn landsins varðveita fjölmarga muni, myndir og margvíslegar heim- ildir sem tengjast æskunni og sögu barna á mismunandi tímum. „Með þessari vefsýningu í Sarpi er sjónum beint að þessum safnkosti frá milli- stríðsárunum í þeim 50 söfnum sem skrá safneign sína í Sarp og hægt er að skoða á sarpur.is. Þetta úr- val sem hér birtist er aðeins brot af þeim gripum sem söfnin varðveita og tengist viðfangsefninu „Æskan á millistríðsárunum“ en þessi sameig- inlega sýning safnanna er einstakur vettvangur til að draga saman tengda gripi á landsvísu á einn stað,“ segir í tilkynningu. Millistríðsárin voru við- burðaríkur tími og sérstaklega árið 1918. Þau merku tímamót urðu að Ísland varð fullvalda ríki. „Hefur það án efa haft áhrif á sjálfsvitund Íslend- inga. Sagt hefur verið að Íslendingar hafi horft bjartari augum fram á veg- inn eftir að hafa öðlast fullveldi og á sama tíma hafi félagslíf tekið kipp,“ segir í tilkynningunni. En ýmislegt fleira hafði áhrif á líf landsmanna á þessum árum og þar með barna, svo sem eldgos, spænska veikin, kreppa, framfarir í landbúnaði, rafvæðing og vökulögin. Gripirnir sem valdir voru sýna nokkuð saklausa mynd af æsk- unni. Einbeittu söfnin sér að fatn- aði, leikföngum, barnahúsgögnum og ljósmyndum sem gætu vakið upp góðar minningar þeirra sem muna þessa tíma. „Vissulega finnast þó einnig gripir í Sarpi sem sýna myrk- ari hlið þessara ára, t.d. munir, ljós- myndir og þjóðháttalýsingar tengdir veikindum, barnavinnu og fátækt svo eitthvað sé nefnt.“ Landsmenn allir geta skoðað sýn- inguna á www.sarpur.is kgk Æskan á millistríðsárunum Ísland hefur mikla sérstöðu, vegna þess að hér á landi er minna um ýmsa sjúkdóma í búfé en annars staðar í heiminum. Matartengd- ar sýkingar í fólki eru líka hlut- fallslega færri og athyglisvert er að minna er um sýklalyfjaónæm- ar bakteríur í fólki hér á landi en í öðrum heimshlutum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru hratt vaxandi heilbrigðisvandi í heiminum, á meðan umtalsverðar framfarir eiga sér stað við með- höndlun margra annarra sjúk- dóma. Þekkingin á þessum vanda er að aukast og hún segir okkur að fara varlega. Það sýnir sig að þar sem mest sýklalyfjanotkun er í búfjár- rækt er líka mest um sýklalyfja- ónæmar bakteríur í fólki. Þannig virðist sýklalyfjanotkun í landbún- aði hafa miklu meiri áhrif á hversu algengar sýklalyfjaónæmar bakt- eríur eru í fólki en hver sýklalyfja- notkun fólks er eða hversu mikið er um ferðalög milli landa. Sýkla- lyfjanotkun í landbúnaði eykst eftir því sem sunnar dregur í Evrópu. Smit úr mat fer annars vegar eftir því hversu algengar sýkingar eru í matnum og hins vegar hvort reglum er fylgt, t.d. til að koma í veg fyrir krosssmit milli matvæla. Aldrei er fullkomlega hægt að koma í veg fyrir mistök við með- höndlun matvæla. Niðurstöður rannsókna á upp- runa kamfílóbakteríu sýkinga úr mat á Íslandi yfir 20 ára tímabil eru sláandi. Meðalfjöldi smitaðra einstaklinga sem eingöngu höfðu dvalist á Íslandi og borðað sinn mat þar er 16,9 á ári, meðan 258 smituðust að meðaltali erlendis. Besta vörnin fyrir lýðheilsu á Íslandi er að hingað sé flutt sem minnst af hráum búfjárafurðum. Þess vegna verðum við að staldra við áður en gerðar verða laga- breytinga til að bregðast við dóm- um um skilyrði fyrir innflutningi tiltekinna afurða frá Evrópska efnahagssvæðinu. Verði skilyrði fyrir innflutningi rýmkuð er nauð- synlegt að fyrst verði gert ítarlegt áhættumat fyrir íslenskt samfélag byggt á bestu fáanlegu þekkingu. Ef farið verður í mótvægisaðgerðir þarf að gefast nægjanlegur tími til að innleiða þær. Til að ná fram breytingum á samningum og reglum, þurfa ís- lenskir stjórnmálamenn að ræða betur við kollega sína í Evrópu. Einnig þurfum við að verða virk í alþjóðlegri umræðu varðandi setn- ingu reglna og viðmiða um bann á dreifingu afurða sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur. Á sama tíma þarf að vinna að auk- inni samstöðu innanlands á grunni bestu þekkingar á hverjum tíma um hverjir sameiginlegir hags- munir samfélagsins séu í raun. Bann við innflutningi hrárra bú- fjárafurða, og þar með sóttvarnir landsins, snúast um sérstöðu Ís- lands til framtíðar. Framtíðarhags- munir íslensks samfélags eru und- ir (lýðheilsa og búfjárstofnar), þeir hagsmunir eru miklu stærri, en hagsmunir einstakra stétta í nútíð- inni. Sérstaða okkar er ekki okkar einkamál, hún er umhverfismál og hefur þýðingu á heimsvísu. Samn- ingar og lög eru mannanna verk sem hægt er að breyta, en ef sér- staða landsins tapast verður hún ekki auðveldlega endurheimt. Líneik Anna Sævarsdóttir Þórunn Egilsdóttir Höf. eru þingmenn Framsóknar- flokksins Um hvað snýst þessi kjöt umræða? Pennagrein Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.