Skessuhorn


Skessuhorn - 06.03.2019, Page 29

Skessuhorn - 06.03.2019, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 29 Akranes - miðvikudagur 6. mars Guðrún Gunnars heldur tónleika í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, undir yfirskriftinni Vetrarljós. Guðrún flytur lög úr ýmsum áttum, m.a. af nýju plötunni sinni Eilífa Tungl, lög eftir Cornelis Vreejsvik og önnur gömul og góð frá ferli sínum. Hljómsveitina skipa: Gunnar Gunnarsson píanó, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Jón Rafnsson kontrabassi og Hannes Friðbjarnarson slagverk. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Miðasala við inngang en einnig hægt að panta á netfanginu kalmanlistafelag@gmail.com. Grundarfjörður - fimmtudagur 7. mars Aðalfundur Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju í safnaðarheimilinu kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Léttar veitingar í boði og allir hvattir til að mæta. Snæfellsbær - föstudagur 8. mars Heilsuvika hefst í Snæfellsbæ og stendur yfir til 15. mars. Fjölbreytt dagskrá með alls konar íþrótta- og heilsutengdum viðburðum alla heilsuvikuna. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. Stykkishólmur - föstudagur 8. mars Snæfell mætir Þór Ak. í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Akranes - föstudagur 8. mars ÍA mætir Leikni R. í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu frá kl. 19:30. Akranes - föstudagur 8. mars Hellisbúinn í Tónbergi kl. 20:00. Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1.000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann. Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann. Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp. Miðasala í Hár-Stúdíói, Stillholti 16-18. Miðaverð er kr. 4.000 og ágóðinn rennur til styrktar æfingaferðar 7.-9. flokks Körfuknattleiksfélags ÍA til Spánar í sumar. Akranes - laugardagur 9. mars Krakkaspjall, bókaklúbbur fyrir börn á Bókasafni Akraness kl. 11:00. Klúbburinn er ætlaður 9-12 ára krökkum en aðrir áhugasamir eru velkomnir líka. Spjallað um allt; bækur, myndasögur, rafbækur, hljóðbækur. Allir mega koma með sína bók til að tala um. Boðið upp á djús og kex. Umsjón er í höndum Katrínar Lilju Jónsdóttur, ritstjóra Lestrarklefans. Stykkishólmur - laugardagur 9. mars Sundnámskeið í boði HSH fyrir börn og fullorðna í sundlaug Stykkishólms. Þjálfarar eru Bjarney Guðbjörnsdóttir og Ágúst Júlíusson. Námskeiðið hefst kl. 13:00 og allir eru velkomnir, en þess er óskað að áhugasamir skrái þátttöku fyrir fimmtudaginn 7. mars á hsh@hsh.is. Akranes - laugardagur 9. mars Sigvaldi Kaldalóns í flutningi Kómedíuleikhússins í Vinaminni kl. 16:00. Tónskáldið og doktorinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan. Víst var lífið þar ekki eins og í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum. Miðaverð er kr. 3.000 en 2.500 kr. fyrir eldri borgara og 2.000 kr. fyrir Kalmansvini. Tekið á móti miðapöntunum í síma 865-8974 og á kalmanlistafelag@gmail.com. Nánar á Facebook-síðunni Kalman - listafélag. Borgarbyggð - laugardagur 9. mars Skallagrímur mætir Keflavík í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 16:30 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Stykkishólmur - laugardagur 9. mars Snæfell tekur á móti Stjörnunni í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Stykkishólmi frá kl. 17:00. Grundarfjörður - laugardagur 9. mars Góugleði Kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsinu í Grundarfirði kl. 19:00. Gleðin er fjáröflun og skemmtun. Þema kvöldsins er kjólar, hattar og konfekt. Miðaverð er kr. 4.000 fyrir kvöldverð og skemmtun. Nánar á Facebook-síðu Kvenfélagsins Gleym mér ei. Borgarbyggð - sunnudagur 10. mars Auður djúpúðga - Sagan öll kl. 16:00. Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem stígur á stokk á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og segir söguna alla af konunni sem á engan sinn líka í landnámssögunni. Vilborg lauk þríleik sínum um Auði djúpúðgu síðasta haust með bókinni Blóðug jörð og hafa gagnrýnendur og lesendur hlaðið verkið lofi. Miðaverð kr. 3.500 og miðasala er á www.landnam.is. Borgarbyggð - sunnudagur 10. mars Skallagrímur mætir Tindastóli í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi frá kl. 19:15. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. mars Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 10.00 til 11:30. Gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr skjalasafni. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. mars Fyrirlestur um Þorstein frá Hamri í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 19:30 til 20:30. Ástráður Eysteinsson prófessor flytur erindi um skáldið. Sjá nánar á www. safnahus.is. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 1. mars. Drengur. Þyngd: 4.174 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Aleksandra Marta Sicinska og Mariusz Piotr Maszota, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 3. mars. Drengur. Þyngd: 3.980 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Hrefna Sif Jónsdóttir og Sigvaldi Egill Lárusson, Kópavogi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Herbergi í Borgarnesi Herbergi til leigu í Borgarnesi með aðgangi að eldhúsi. Nánari upplýsingar í síma 864-3816, Hilmar. Skrifstofa á Akranesi Til leigu skrifstofuherbergi á Akranesi. Hagkvæm leiga. Sameiginleg kaffi- og hreinlætisaðstaða með annarri starfsemi. Upplýsingar í síma 894-8998. Leita að leiguhúsnæði Halló, halló! Ég heiti Lilja og er að leita mér að 2-3 herbergja íbúð eða stúdíó íbúð til leigu á Akranesi. Væri kostur ef dýrahald er leyft. Greiðslugeta er í mesta lagi 180 þús. kr. á mánuði. Get flutt inn strax. Er reglusöm, róleg og það er ekkert óþarfa vesen á mér. Vinsamlegast hafið samband í síma 661-3267. Marshall hátalarabox Til sölu Marshall 1960A, 4×12, 300W hátalarabox. Framleitt á Englandi í júní 2006. Einstaka rispur eins og gengur og gerist. Ekki mikið notað en auðvitað eitthvað. Gæðagripur sem hefur alltaf reynst vel. Ásett verð er kr. 70 þús. Áhugasamir hafi samband á kristjangauti@gmail.com. Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU LEIGUMARKAÐUR DALABYGGÐ - ÚTBOÐ Búðarbraut 1, Vínlandssetur Breytingar og viðbygging - 1. áfangi Hluti B1 Færa núverandi stiga milli hæða og gera stokk fyrir lyftu. Gera nýjan stiga milli hæða og styrkja milligólf með stálbitum- og súlum. Rífa inniveggi. Koma fyrir nýju gólfi (byggt ofan á steingólf) og setja upp millivegg og hurðir. Smíða og setja í nýja glugga og útihurðir í sal. Hluti B2 Í austurálmu skal fjölga salernum og færa ræstiherbergi. Starfsmanna- aðstöðu breytt og þakgluggum fjölgað. Skila skal húsinu fullgerðu, máluðu og tilbúnu til notkunar. Gert er ráð fyrir að boðið sé í verkhlutana aðskilda, annan eða báða. Dalabyggð getur tekið tilboðum frá sitthvorum aðilanum eða frestað hluta B2. Skiladagur verksins er 26. júlí 2019. Kynning verður á staðnum miðvikudaginn 13. mars n.k. kl. 13 Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds frá og með 7. mars n.k. Hægt er að óska eftir gögnum hjá Kristjáni Inga Arnarssyni umsjónarmanni framkvæmda á netfangið kristjan@dalir.is eða í síma 430-4700. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Dalabyggðar, 26. mars 2019, kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SK ES SU H O R N 2 01 9 27. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.766 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Soffía Adda Andersen Guðmundsdóttir og Jakob Björgvin Jakobsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 28. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.396 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Laufey G. Vattar Baldursdóttir og Hjörtur R. Jóhannsson, Akranesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 1. mars. Drengur. Þyngd: 4.212 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Birna Sjöfn Pétursdóttir og Helgi Arnar Jónsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.