Skessuhorn - 06.03.2019, Síða 32
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar:
Skipulags- og umhverfissvið
Störf flokkstjóra við vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri•
Störf við rekstur og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 18 ára og eldri•
Byggðasafnið í Görðum
Sumarstarf á Byggðasafninu í Görðum•
Skóla- og frístundasvið
Sumarafleysing, karl og kona, í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum•
Sumarafleysing í Guðlaugu á Langasandi•
Velferðar- og mannréttindasvið
Sumarafleysing í vaktavinnu við að veita stuðning og aðstoð við fatlað fólk •
í búsetuþjónustu Akraneskaupstaðar
Sumarstörf hjá Akraneskaupstað
Nánari upplýsingar um störfin ásamt umsóknareyðublöðum má
finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is/lausstorf
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Gunnlaugur Lárusson, húsasmíða-
meistari í Stykkishólmi, festi á dög-
unum kaup á nýjum fararskjóta. Það
er svo sem ekki í frásögur færandi
nema fyrir þær sakir að fararskjót-
inn verður að teljast óvenjulegur.
Um er að ræða yfirbyggða rafskutlu,
þá einu í Stykkishólmi og líklega þó
víðar væri leitað. Yfirbyggðar raf-
skutlur þekkjast víða erlendis en hafa
til þessa verið sjaldséðar á Íslandi.
Gunnlaugur kveðst þó vita af einni,
annarrar tegundar, á Akranesi. Skutl-
an gerir Gunnlaugi kleift að komast
auðveldlega allra ferða sinna, hvern-
ig sem viðrar. „Ég fékk heilablóð-
fall fyrir nokkrum árum síðan og get
ekki mikið gengið. En ég hef alltaf
haft mikinn áhuga á því að geta far-
ið um óhindrað. Eftir að ég veiktist
þá var mér sagt að ég gæti fengið raf-
skutlu til að komast á milli. Ég þáði
það og stóð ekki á því, mér var send
skutla heim að dyrum. En mér fannst
alltaf vanta húsið á hana svo ég fór að
spyrjast fyrir um hvar ég gæti fengið
yfirbyggða skutlu,“ segir Gunnlaug-
ur í samtali við Skessuhorn. „Til að
gera langa sögu stutta leitaði ég á net-
inu og fann fyrirtæki í Kína sem mér
leist vel á. Barnabarn mitt, Bergþór
Smárason, aðstoðaði mig við að kom-
ast í samband við fyrirtækið. Mér leist
vel á verðið svo ég hafði samband við
tollinn og fannst þetta koma ágætlega
út. Ég ákvað því að láta slag standa
og pantaði mér yfirbyggða skutlu frá
Kína. Allt saman gekk þetta eins og í
sögu því 51 degi síðar var hún komin
alla leið frá Sjanghæ til Reykjavíkur.
Lokaspölinn kláruðu bræðurnir hjá
BB & sonum sem komu með skutl-
una í kassa alla leið inn í bílskúr, við
mikla ánægju fjölskyldunnar,“ bætir
hann við.
„Allir vegir færir“
„Þannig að nú er ég kominn með yf-
irbyggða rafskutlu og eru allir vegir
færir. Það sem kom mér mest á óvart
þegar ég fékk hana er hvað það var í
raun og veru kalt á gömlu skutlunni,
þessari hefðbundnu. Maður þarf að
vera dúðaður til að geta ferðast um á
henni. En þessi nýja er með einangr-
uðu húsi, miðstöð og teppi á gólfinu
þannig að mér er aldrei kalt þegar
ég er á ferðinni. Ef mér verður síðan
heitt á skutlunni í sumar þá skrúfa ég
bara niður rúðurnar,“ segir hann létt-
ur í bragði. „Þetta er alveg ómetan-
legt. Ef svona tæki á ekki við á Íslandi
þá veit ég ekki hvar. Ég er ofboðslega
ánægður með þetta,“ segir Gunn-
laugur og bætir því við að honum þyki
afar gott að ferðast um á skutlunni.
„Sætið er gott, það má færa fram og
aftur eftir þörfum og stýrið líka. All-
ar aðgerðirnar eru í stýrinu og síðan
kemur hún með göngustillingu. Þá
getur maður stillt hana inn á hraða
þess sem gengur með manni. Ef það
rignir þá er rúðuþurrka og ef rúð-
an er skítug þá set ég rúðupissið á.
Ef ég þarf að komast aðeins hraðar á
milli þá nær hún allt að 15 km hraða
á klukkustund og þegar ég bakka þá
pípir skutlan, eins og stóru vélarn-
ar. Það er meira að segja hægt að fá
þessar skutlur með bakkmyndavél,“
segir hann. Mest finnst honum þó
vert um að komast greiðlega ferða
sinna hvernig sem viðrar. „Skutlan
er lítil og nett og hægt að fara mjög
víða á henni. Maður kemst upp á
gangstéttir og getur farið svolítið
frjáls um allt. Það er mjög þægilegt
að fara á henni út í búð. Fyrir aft-
an sætið er smá hólf þar sem mað-
ur getur stungið innkaupapokan-
um á leiðinni heim. Þá benti gamli
nágranni minn, hann Emil Þór, á að
það væri ekki mikið verk að smíða
grind aftan á skutluna. Voru þær til-
lögur allar samþykktar af þungavikt-
arhópnum á Bensó,“ bætir hann við,
léttur í bragði.
Kæmist í Grundarfjörð
á hleðslunni
Gunnlaugur upplýsir að skutlan hafi
kostað 521 þúsund krónur komin til
landsins, en tekur það fram að hann
hafi auðvitað pantað hana milli-
liðalaust beint frá Kína. Hann seg-
ist einstaklega ánægður með að hafa
látið af þessu verða. „Það var eng-
inn vandi að panta svona frá Kína.
Ég var ekki í samskiptum við annað
en heiðarlegt og gott fólk alla leið og
allt saman gekk þetta greiðlega fyr-
ir sig. Ég var ánægður með verðið
og maður þarf bara að standa klár á
að borga það sem á að borga,“ seg-
ir hann og bætir því við að rekstr-
arkostnaðurinn sé ekki mikill þeg-
ar skutlan er komin í notkun. „Hún
gengur fyrir rafmagni og ég sting
henni bara í samband heima þeg-
ar ég er ekki að nota hana. Batterí-
in duga vel, það er uppgefið að ég
geti farið um það bil 45 kílómetra
á hleðslunni. Þannig að ég kæmist á
skutlunni alla leið í Grundarfjörð, en
þá þyrfti ég að komast í samband,“
segir hann. „Ég er hæstánægður
með þetta allt saman myndi hiklaust
hvetja aðra til að velta þessu fyrir sér.
Skutlan gerbreytir lífi manns,“ segir
Gunnlaugur Lárusson að endingu.
kgk/ Ljósm. sá.
Gunnlaugur Lárusson í Stykkishólmi
pantaði sér fararskjóta frá Kína
„Skutlan gerbreytir lífi manns“
Gunnlaugur í skutlunni góðu. Skutlan er lítil og nett og á henni kemst Gunnlaugur allra
sinna ferða.