Skessuhorn - 05.06.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 20196
Ekið geyst
í umdæminu
Enn er töluvert um hraðakst-
ur í umdæmi Lögreglunn-
ar á Vesturlandi. Ökumaður
var stöðvaður á 127 km/klst á
Vesturlandsvegi 28. maí, þar
sem hámarkshraði er 90 km/
klst. Þá var ökumaður í vik-
unni kærður fyrir að aka á 81
km/klst. í Borgarnesi, til móts
við Húsasmiðjuna, þar sem
hámarkshraði er 50 km/klst.
Lögregla beinir þeim tilmæl-
um til ökumanna að hægja
á sér og aka ekki hraðar en
leyfilegt er, hvort sem er úti
á þjóðveginum eða innanbæj-
ar. Aðfaranótt sunnudags var
ökumaður stöðvaður á 132
km/klst. á Borgarfjarðarbraut,
þar sem hámarkshraði er 90
km/klst. Sá er einnig grunað-
ur um ölvun við akstur. Mað-
urinn var handtekinn og færð-
ur á lögreglustöð. Málið er til
rannsóknar. Ökumaður var
stöðvaður fyrir of hraðan akst-
ur í Skorradal 1. júní, einnig
grunaður um ölvun við akstur.
Þá var einn ökumaður stöðv-
aður á Snæfellsnesi þriðjudag-
inn 28. maí, grunaður um ölv-
unarakstur. -kgk
Ölvaður ók
út af
BORGARFJ: útafakst-
ur varð við Kleppjárnsreyki í
Reykholtsdal um miðjan dag
á föstudag. Lögreglu var til-
kynnt um bíl sem ekið hafði
verið út af veginum. Talið er
að ökumaðurinn hafi jafn-
framt verið ölvaður. Ökumað-
urinn kvaðst hafa misst bíl-
inn út af vegna þess að hest-
ur hefði verið á veginum og
tekið síðan upp drykkju eftir
að óhappið varð. Framburð-
ur ökumanns stangast á við
framburð vitna, sem sögðu
hann hafa verið drukkinn og
illa áttaðan. Málið er til rann-
sóknar. -kgk
Út af á húsbíl
STYKKISH: Umferðar-
slys varð á Stykkishólmsvegi á
laugardagsmorgun. Ökumað-
ur missti stjórn á húsbíl sín-
um með þeim afleiðingum að
hann fór út af veginum hægra
megin. Ökumaðurinn náði að
halda bílnum á hjólunum all-
an tímann og staðnæmdist um
100 metra frá þeim stað sem
hann fór út af veginum. Öku-
maður taldi að hann hefði
mögulega fengið aðsvif undir
stýri, en farþegi kvaðst þó ekki
hafa orðið þess var. Ökumað-
urinn kvartaði jafnframt yfir
eymslum í baki og var fluttur
með sjúkrabíl á heilsugæslu-
stöðina í Stykkishólmi til að-
hlynningar. -kgk
Blaðrað
í bílnum
VESTURLAND: Tveir öku-
menn voru kærðir fyrir að nota
síma undir stýri í umdæmi
lögreglunnar á Vesturlandi í
vikunni sem leið, annars veg-
ar á laugardag og hins vegar
á mánudag. Lögregla brýnir
ökumenn að hafa hugann við
aksturinn og minnir á að við-
urlög við notkun síma undir
stýri er 40 þúsund kr. fjársekt.
-kgk
Næturlokanir í
göngunum
HVALFJ: Hvalfjarðargöng
verða lokuð fyrir umferð þrjár
nætur í þessari viku, þ.e. að-
fararnætur 5., 6. og 7. júní frá
miðnætti og til klukkan 07:00
að morgni vegna þrifa og við-
haldsvinnu. Umferð er vísað
um Hvalfjörð á meðan. -mm
Álagning skatta
nú komin í ljós
LANDIÐ: nú geta einstak-
lingar nálgast niðurstöður
álagningar sinnar á þjónustu-
vefnum www.skattur.is með raf-
rænum skilríkjum eða veflykli. Í
tilkynningu frá Ríkisskattsjóra
segir að seðlar verða bornir út
nú í byrjun mánaðarins til þeirra
sem ekki afþökkuðu álagning-
arseðil á pappír. Kærufrestur
vegna skattlagningar rennur út
2. september 2019. -mm
Hundur beit
konu
AKRANES: Kona kom á lög-
reglustöðina á Akranesi á föstu-
dag og greindi lögreglu frá því
að hún hefði verið bitin af hundi.
Hún var að ganga framhjá húsi
þar í bæ þegar hundurinn beit í
lærið. Konan fór á heilsugæslu-
stöðina á Akranesi og fékk stíf-
krampasprautu þar sem bitið
náði til blóðs. Einnig var hún
með mar á lærinu. Lögregla
rannsakaði málið, komst að því
hver átti hundinn og gerði dýra-
eftirlitsmanni viðvart. -kgk
Datt af baki
BORGARFJ: Maður féll af
hestbaki og í stórgrýti eftir að
trjágrein felldi hestinn við út-
reiðar á Dragavegi síðastlið-
inn föstudag. Knapinn var með
hjálm en lenti illa á bakinu og
kenndi sér eymsla í baki sem
leiddu niður í fót. Var hann
fluttur með sjúkrabíl til skoð-
unar hjá lækni. -kgk
HB Grandi hefur selt einn af þrem-
ur nýlegum ferskfisktogurum sín-
um, Engey RE-1, til Murmansk
Trawl Fleet í Rússlandi. Verður
skipið afhent nýjum eigendum á
næstu dögum. Í tengslum við þessa
sölu verður ísfisktogarinn Helga
María AK-16, tekin aftur í rekstur,
en henni var lagt í febrúar síðast-
liðnum. Skipverjum í áhöfn Eng-
eyjar verður boðið pláss á öðrum
skipum félagsins.
mm
nokkuð er síðan lokið var
við að setja upp nýjan Tetra
fjarskiptasendi á Purkhól-
um í Þjóðgarðinum Snæ-
fellsjökli. Verkið er í um-
sjón neyðarlínunnar og á að
koma í veg fyrir að svoköll-
uð dauð svæði verði í fjar-
skiptum á utanverðu Snæ-
fellsnesi, meðal annars á
fjölförnum ferðamannastöð-
um á borð við Djúpalóns-
sand. Þá var nauðsynlegt að
setja sendinn upp til að bæta
öryggi sjófarenda en nokk-
uð var um svokallaða dauða
punkta meðfram ströndinni.
Að sögn Magnúsar Hall-
dórssonar rekstrarstjóra hjá
neyðarlínunni tengdi stofn-
unin sinn búnað í fyrrahaust.
Bæði fjarskiptafyrirtækin
Vodafone og Síminn muni
á næstu dögum ljúka við að
koma sendum sínum fyrir
í mastrinu þannig að GSM
samband á þá að stórbatna.
mm
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar sam-
þykkti á fundi sínum í liðinni viku
breytingu á deiliskipulagi að Kirkju-
braut 39 og hefur tillagan verið send
Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Engar athugasemdir bárust í skipu-
lagsferlinu. Breytingin felst í að byggt
verður hótel á lóð sem áður var skil-
greind sem stofnanareitur. núverandi
hús á lóðinni verður rifið. nýtingar-
hlutfall lóðar er í skipulaginu aukið
úr 0,4-0,6 í 1,56 og gert ráð fyrir að
byggt verði fjögurra hæða hús í götu-
línu. Það er fyrirtækið Uppbygging
ehf. sem lagði inn umsókn um nýtt
skipulag og hyggst byggja 55 her-
bergja hótel á lóðinni. mm
Samþykkja nýtt skipulag
vegna hótelbyggingar
Engey seld og Helga María tekin
í notkun að nýju
Nýr sendir á Purkhólum mun
gjörbreyta fjarskiptum