Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2019, Side 9

Skessuhorn - 05.06.2019, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 5. júnÍ 2019 9 17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð 2019 SK ES SU HO RN 2 01 9 Borgarnes Kl. 10:00 Sautjánda júní íþróttahátíð á Skallagrímsvelli Íþróttahátíð fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli Bubbleboltar á svæðinu Kl. 10:00 – 13:00 Sund og veitingar Sundlaugin opin, enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins Pylsusala í Skallagrímsgarði Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista Akstur fornbíla og bifhjóla fyrir og á meðan á dagskrá stendur Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn Raftarnir keyra um bæinn og stilla bílum sínum og bifhjólum upp hjá sundlauginni í Borgarnesi Kl. 13:00 Andlitsmálning í Óðali Andlitsmálning og hitað upp fyrir skrúðgöngu Kl. 14:00 Skrúðganga Gengið er frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð Fánaborg á vegum Skátafélags Borgarness Trommusláttur á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar Kl. 14:20 Hátíðar- og skemmtidagskrá í Skallagrímsgarði Kynnar: Emma Sól Andersdóttir og Bjartur Daði Einarsson Hátíðarræða sveitarstjóra, Gunnlaugs A. Júlíussonar Ávarp fjallkonunnar Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar Söngatriði frá hæfileikakeppni félagsmiðstöðvarinnar Óðals Hljómlistarfélagið heldur uppi fjöri ásamt Húlladúllu – skemmtiatriði, bubbleboltar og fjör fyrir fjölskylduna Kl. 14:00 – 17:00 Á hátíðarsvæðinu í Skallagrímsgarði Hoppukastalar Andlitsmálning Góðgæti til sölu Kl. 14:00 – 17:00 Kaffisala í Skallagrímsgarði Kaffisala kvenfélagsins Kl. 13:00 – 17:00 Safnahús Í Safnahúsi eru fimm sýningar og aðgangur er ókeypis þennan dag í boði sveitarfélagsins Börn í 100 ár – grunnsýning• Ævintýri fuglanna – grunnsýning• HVAR – HVER - HVERJAR – sýning á íslenskri myndlist• Pourquoi pas – strandið við Mýrar 1936• Útgerðarsaga Borgarness og björgun Grímshúss – • veggspjalda- sýning Sundlaugarnar á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum verða opnar frá kl. 9:00 – 18:00. Engin aðgangseyrir Hvanneyri UMF Íslendingur stendur fyrir hátíðarhöldum á Hvanneyri Lagt verður af stað frá Sverrisvelli í skrúðgöngu að skjólbeltunum kl. 11:30. Grill á staðnum og hver grillar fyrir sig og sína. Leikir, skemmtun, gleði og gaman. Reykholtsdalur Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðarhöldum. Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl. 11:00. Farið verður frá Gróf kl. 10:00 og frá Hofsstöðum kl. 10:15. Hangikjötsveisla og hátíðardagskrá í Logalandi kl. 13:00. Hátíðarræða, fjallkonan, leikir og karamelluflugvél. Veittar verða viðurkenningar til barna sem stunda íþróttir. Lundarreykjadalur Ungmennafélagið Dagrenning sér um hátíðardagskrá sem hefst kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Kaffistund í Brautartungu, leikir og víðavangshlaup. Kvöldgrill, spil o.fl. skemmti- legt. Hver og einn leggur eitthvað til á kökuhlaðborðið og grillið. Íslandsmótið í eldsmíði var haldið á Safnasvæðinu í Görðum á Akra- nesi á sunnudaginn. Hefð er fyrir því að íslenskir eldmiðir komi sam- an langa helgi en þeir hófu dag- skrána á örnámskeiði í eldsmíði á fimmtudaginn. Til úrslita á mótinu kepptu síðan sjö. Var verkefnið tví- þætt. Annars vegar áttu þátttak- endur að smíða mataráhöld og hins vegr nytjahlut þar sem að minnsta kosti ein samsuða var í smíðisgripn- um. Tveggja manna dómnefnd skipuð þeim Bjarna Þór Kristjáns- syni og Simon Beyeler mat síðan smíðisgripina út frá ýmsum þátt- um m.a. fagurfræði, hönnun og nytsemi. Verðlaun voru veitt fyr- ir þrjú efstu sætin. Það kom ekki á á óvart að Beate Stormo frá Krist- nesi í Eyjafirði bar sigur úr býtum. Hún er ríkjandi norðurlandameist- ari og margfaldur Íslandsmeist- ari í eldsmíði. Verðlaunagripurinn sem hún hlaut að launum var geld- ingatöng. Í öðru sæti varð Róbert Daníel Kristjánsson frá Þingeyri og heimamaðurinn Ingvar Matthías- son varð í þriðja sæti. Óhætt er að segja að á Akranesi sé fullkomnasta aðstaða landsins til eldsmíða. Í sérbyggðu húsi á Safn- asvæðinu er aðstaða til smíðanna sífellt að batna og smiðjan með- al annars komin með kyndingu. Guðmundur Sigurðsson og Ingvar Matthíasson segjast stoltir af að- stöðunni og ánægjulegt að Íslands- mótið er nú haldið á Akranesi ár eftir ár. Þar er nú góð aðstaða til kennslu og eldsmíða þar sem járn er glóðhitað og mótað í ýmsa nytja- hluti. mm Íslandsmeistaramót eld- smiða haldið á Akranesi Verðlaunahafar. F.v. Beate Stormo, Róbert Daníel og Ingvar. Að launum fékk Beate forláta geldingatöng. Það var Bjarni Þór Kristjánsson for- maður dómnefndar sem lýsti úrslitum og afhenti verðlaunin. Hér má sjá gripina sem þátttakendur framleiddu í keppninni. www.ruv.is RÚV leitar að fréttamönnum með reynslu af fréttaskrifum og vinnslu frétta fyrir ljósvakamiðla og vef. Við leitum að metnaðarfullum, kra�tmiklum og sjálfstæðum einstaklingum sem eiga auðvelt með að vinna í hópi, hafa góða framsögn og eru vel ritfærir. • Fréttamaður í fullt starf á Akureyri. • Fréttamaður í a�leysingar til eins árs á Vesturlandi og Vestfjörðum. • Fréttamaður í fullt starf í Útvarpshúsið við Efstaleiti. RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. Hvað er að frétta? Umsóknarfrestur er til 10. júní. Skil umsókna og nánari upplýsingar eru á umsokn.ruv.is. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.