Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 27

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2019/105 563 Y F I R L I T Inngangur Blæðingar frá meltingarvegi eru algeng orsök innlagnar á spítala, nýgengi blæðinga frá efri hluta meltingarvegar var á árinu 2010 í framskyggnri rannsókn á Íslandi 87/100.000 íbúa1 og nýgengið var hið sama hvað varðar blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar.2 Erlendis hefur nýgengi blæðinga frá efri hluta meltingarvegar ver- ið talið um 90-110/100.000 íbúa/ár í nýlegum framskyggnum rann- sóknum,3-5 en minna í þeim fáu og eldri rannsóknum sem kannað hafa nýgengi blæðinga frá neðri hluta meltingarvegar, eða 21- 43/100.000 íbúa/ár.6-8 Nýgengi þessara blæðinga eykst mikið með aldri.1,2 Þannig má búast við að með vaxandi aldri þýðis í hinum Blæðingar frá meltingarvegi í íslensku og erlendu samhengi – yfirlitsgrein Jóhann P. Hreinsson1 læknir Einar S. Björnsson2,3 læknir 1Meltingarlækningum, lyflækningasviði Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Svíþjóð, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3meltingarlækningum, lyflækningasviði Landspítala. Fyrirspurnum svarar Jóhann P. Hreinsson, hreinssonjp@gmail.com Á G R I P Bráð blæðing frá meltingarvegi er algeng ástæða komu á bráða- móttöku og innlagnar á spítala. Þessum blæðingum er vanalega skipt í efri og neðri meltingarvegarblæðingar. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir nýgengi þessara blæðinga, áhættuþætti, orsakir, þátt blóðþynningarlyfja, mat á alvarleika blæðinga, meðferðarúrræði og horfur. Reynt verður að varpa ljósi á þetta viðfangsefni í íslensku heilbrigðiskerfi en einnig í víðara samhengi. vestræna heimi muni blæðingar frá meltingarvegi verða enn fyr- irferðarmeiri á komandi áratugum.9 Bráð blæðing frá meltingarvegi er vanalega skilgreind sem sýnileg blæðing sem leiðir til innlagnar á spítala eða á sér stað hjá inniliggjandi sjúklingi.8,10-12 Blæðingum er skipt í efri og neðri blæðingar eftir því hvoru megin við trefjavefsband Treitz (ligament of Treitz) blæðir en það er staðsett á mótum skeifugarnar (duoden- um) og ásgarnar (jejunum).7,8,10,13 Lagt hefur verið til að skilgreina blæðingar í ás- og dausgörn (ileum) sem blæðingar frá miðju meltingarvegar þar sem þær blæðingar eru talsvert frábrugðnar blæðingum frá ristli, en sú skilgreining hefur ekki náð fótfestu enn sem komið er.14,15 Orsakir Maga- og skeifugarnarsár eru algengustu orsakir blæðinga frá efri hluta meltingarvegar, eða um 40-60% í flestum rannsóknum (tafla I). Aðrar algengar orsakir eru vélindabólga og slímhúðar- rof á mótum vélinda og maga, einnig þekkt sem Mallory-Weiss- heilkenni (tafla I). Tíðni maga- og skeifugarnarsára hefur þó farið minnkandi síðastliðna áratugi, líklega vegna meiri vitundar um áhættuþættina bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (non-steroidal anti-inflammatory drugs) og H. pylori en algengi bakteríunnar hef- ur einnig lækkað verulega. Tilkoma prótonupumpu-hemla hefur einnig spilað rullu.3,7,16 Algengasta orsök bráðra blæðinga frá neðri hluta meltingar- vegar er blæðing frá ristilpokum en aðrar algengar orsakir eru blóðþurrðarbólga í ristli og aðrir bólgusjúkdómar í ristli (tafla II). Tíðni blóðþurrðar virðist hafa farið vaxandi síðastliðna áratugi ef hlutfall þessara blæðinga af öllum blæðingum frá neðri hluta meltingarvegar er borið saman á milli eldri og nýrri rannsókna Tafla I. Orsakir blæðinga frá efri hluta meltingarvegar. Hreinsson et al. 20131 n=156 (%) Theocharis et al. 20085 n=353 (%) Loperfido et al. 20093 n=539 (%) Spönn % Maga- og skeifugarnarsár 62 (40) 235 (67) 286 (53) 40-67 Magasár 23 (15) 113 (32) 91 (17) 15-32 Skeifugarnarsár 32 (21) 116 (33) 179 (33) 21-33 Maga- og skeifugarnarsár 7 (4) 6 (2) 16 (3) 2-4 Vélindabólga 15 (10) --- 23 (4) 4-10 Mallory-Weiss- heilkenni 20 (12) 15 (4) 16 (3) 3-12 Fleiður/bólga í maga/skeifugörn 7 (5) 30 (8) 56 (10) 5-10 Magakrabbamein 5 (3) 28 (8) 28 (5) 3-8 Æðamissmíði 8 (5) --- 15 (3) 3-5 Æðagúlar í vélinda 6 (4) 22 (6) 62 (12) 4-12 Engin orsök fannst 10 (6) 12 (3) 27 (5) 3-6 Annað 23 (15) 14 (4) 27 (5) 4-15 MAVENCLAD® Mavenclad er eina sjúkdómstemprandi töflumeðferðin við mjög virku heila- og mænusiggi (MS) með köstum, sem getur veitt og viðhaldið stjórn á sjúkdómnum* í 4 ár með því að taka lyfið inn í að hámarki 20 daga á fyrstu 2 árunum1-6 M ER 19 11 02 kladríbín töflur Heimildir: 1. Mavenclad® SPC, kafli 4.1, 4.2 og 5.1, 07/2018. 2. Giovannoni G, Comi G, Cook S et al. A placebo-controlled trial of oral cladribine for relapsing multiple sclerosis. N Engl J Med 2010; 362: 416 26. 3. Giovannoni G, Soelberg Sorensen P, Cook S et al. Safety and efficacy of cladribine tablets in patients with relapsing-remitting multiple sclerosis: Results from the randomized extension trial of the CLARITY study. Mult Scler 2017; 1352458517727603. http://journals.sagepub.com/doi/abs/10.1177/1352458517727603. 4. Gilenya® SPC, kafli 4.2, 09/2019. 5. Tecfidera® SPC, kafli 4.2, 09/2019. 6. Aubagio® SPC, kafli 4.2, 07/2019. *Clarity Extension rannsóknin sýndi að 75,6% sjúklinga héldust án kasta án frekari meðferðar á árum 3 og 4. MAVENCLAD (kladríbín) Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) Innihaldslýsing: Hver tafla inniheldur 10 mg af kladríbíni. Ábendingar: Mavenclad er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með mjög virkt heila- og mænusigg (multiple sclerosis, MS) með köstum, skilgreint samkvæmt klínískum einkennum eða myndgreiningu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna, HIV sýking, virk langvinn sýking (berklar eða lifrarbólga). Að hefja meðferð með kladríbíni hjá sjúklingum með skert ónæmiskerfi, þar með töldum sjúklingum sem fá ónæmisbælandi eða mergbælandi meðferð. Virkur illkynja sjúkdómur. Miðlungs eða alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun < 60 ml/mín.). Meðganga og brjóstagjöf. Markaðsleyfishafi: Merck Europe B.V. Dagsetning SmPC: 07/2018. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R, Z, 0. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum. Leyfilegt hámarksverð í smásölu í Nóvember 2019: Mavenclad 10 mg: 1 tafla: 339.964 kr., 4 töflur: 1.340.801 kr., 6 töflur: 2.008.025 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: 0, leyfisskylt lyf. Fræðsluefni: Markaðsleyfi lyfsins er bundið fræðsluefni og bent er á að þeir sem ávísa lyfinu þurfa að hafa kynnt sér og viðkomandi sjúklingi efnið. Sjúklingur á að fá fræðsluefni áður en notkun lyfsins hefst, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa Merck hjá Icepharma sé óskað eftir upplýsingum um fræðsluefni eða eintökum af sjúklingabæklingi. Fræðsluefnið í heild sinni er aðgengilegt á www.serlyfjaskra.is. Sé frekari upplýsinga óskað um lyfið vinsamlegast hafið samband við umboðsaðila Merck, Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000. Nóvember 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.