Læknablaðið - dec 2019, Qupperneq 30
566 LÆKNAblaðið 2019/105
Y F I R L I T
sem endurblæðingu, lengri spítaladvöl, skurðaðgerð eða dauða.56,58
Önnur þessara safngreininga sýndi ekki fram á ávinning af með-
ferð í æð borið saman við um munn58 en hin56 gerði ekki greinar-
mun á milli meðferðar um munn og ósamfelldrar meðferðar í
æð þar sem heildarsýrumhemjandi áhrif þessara meðferðarleiða
er svipuð þó að meðferð í æð virki fyrr.59 Ef meðhöndla ætti án
dreypis gæti verið skynsamlegt að gefa 80 mg esomeprasól í æð
sem hleðsluskammt og 40 mg x 2 í æð eftir það.
Allir sjúklingar sem taldir eru vera með blæðingu frá æðagúl-
um í vélinda ætti að meðhöndla sem fyrst með terlipressin (Gly-
pressin®) 2 mg x 6 í æð, sem er smíðuð hliðstæða vasopressin en
það dregur saman garnahengisslagæðar (mesenteric arteries) og
minnkar portæðaflæði.60 Af æðavirkum lyfjum í iðrablóðrás (terli-
pressin, vasopressin, somatostatin og smíðuð hliðstæða þess oct-
reotide), er terlipressin eitt og sér eina lyfið sem sýnt hefur verið
fram á að dragi úr hættu á dauða hjá sjúklingum með blæðingu frá
æðagúlum í vélinda, hlutfallsleg áhætta 0,66, 95% ÖB 0,49-0,88.61
Jafnframt hefur verið sýnt fram á það að vikulöng sýklalyfjameð-
ferð (svo sem ceftriaxone 1g x 1) í þessum sjúklingahópi dregur
úr sýkingum (HÁ 0,43 95% ÖB 0,19-0,97), endurblæðingu (HÁ
0,53 95% ÖB 0,38-0,74) og dauða (HÁ 0,79 95% ÖB 0,63-0,98).62 Ekki
hefur verið sýnt fram á ávinning af meðferð með prótonupumpu-
hemlum í blæðingum frá æðagúlum í vélinda.60
Sýklalyfið erythromycín er notað fyrir sjúklinga með alvarlega
blæðingu frá efri hluta meltingarvegar. Erythromycín er motilín
viðtakaörvi (agonist) í maga sem eykur magahreyfingar og flýtir
þannig fyrir tæmingu maga en ef mikið blóð er í maga torveldar
það greiningu blæðingarstaðar og meðhöndlun.57 Mælt er með að
gefa stakan 250 mg skammt í æð 30-120 mínútum fyrir speglun, en
sýnt hefur verið fram að það auki yfirsýn, minnki þörf á endur-
tekinni magaspeglun, dragi úr blóðgjöfum og stytti spítaladvöl.57
Blóðgjöf
Samkvæmt ráðleggingum blóðbanka Landspítala frá 2012 er ráðlagt
að halda blóðrauða yfir 100g/L í blæðandi sjúklingum.63 Erlendis
er víða farið að miða við 70-90g/L, en >90g/L í einstaklingum með
stórfellda blæðingu, krans-, útlægan eða heilaæðasjúkdóm.49,50,57
Þetta viðmið byggist aðallega á tveimur slembiröðuðum rann-
sóknum sem náðu einvörðungu til einstaklinga með blæðingu frá
efri hluta meltingarvegar,64,65 útilokaðir voru einstaklingar með
stórfellda blæðingu (skilgreint sem neyðarblóð gefið, merki um
lost eða speglun á bráðamóttöku/gjörgæslu,64 ekki skilgreint65) og
krans-, útlægan eða heilaæðasjúkdóm.65 Niðurstöður sýndu fram
betri 6 vikna lifun (95% á móti 91% HÁ 0,55 95% ÖB 0,33-0,92) og
minni hættu á áframhaldandi blæðingu (10% á móti 16%, HÁ 0,68
95% ÖB 0,47-0,98) hjá sjúklingum með blóðgjafaþröskuld <70g/L
borið saman við þá með þröskuld <90g/L.65 Sjúklingar sem fengu
blóð ef blóðrauði féll undir 80g/L höfðu ekki verri 28 daga horfur
borið saman við þá sem fengu blóðgjöf við blóðrauða <100g/L.64
Íhlutanir
Blæðingu frá meltingarvegi má stundum meðhöndla beint, í flest-
um tilfellum er það gert með speglunartækni en í einstaka tilfelli
er þörf á stíflun slagæða með æðaþræðingu eða skurðaðgerð. Leið-
ir til þess að meðhöndla blæðingu með speglunartæki eru nokkrar
en það má skipta þeim gróflega í sprautumeðferð (oftast adrena-
lín), brennslu (argon plasma, rafmagn eða hiti) og meðhöndlun
með þar til gerðum búnaði speglunartækis, svo sem heftingu
sem virkar eins og heftibyssa, eða teygjumeðferð sem er beitt á
æðagúla í vélinda. Á mynd 1 má sjá dæmi um virka blæðingu
frá magasári og hvernig það er meðhöndlað með speglunartæki.
Seinast má nefna TIPS (transjugular intrahepatic portosystemic shunt)
sem neyðarmeðferð við blæðingu frá æðagúlum í vélinda ef lyfja-
eða speglunartækismeðferð duga ekki til en slík aðgerð dregur úr
þrýstingi í portæðakerfi með því að leiða hluta bláæðablóðrásar
fram hjá lifur.60
Mynd 1. Á vinstri hluta myndar má sjá blæðandi magasár. Á hægri hluta myndar má sjá hvar blæðing hefur verið stöðvuð með heftingu (hemoclips).