Læknablaðið - Dec 2019, Page 35
LÆKNAblaðið 2019/105 571
F R É T T A S Í Ð A N
„Sífellt fleiri fá krabbamein og sífellt fleiri lifa það af,“ sagði
Linda Aagaard Thomsen, lyfjafræðingur hjá Danska krabba-
meinsfélaginu, á opnum fyrirlestri á ráðstefnu norrænna
læknanema, FINO 2019, í Hringsal Barnaspítalans. Hún er með-
limur í vinnuhópi á vegum ECL ECL (The Association of Europe-
an Cancer Leagues) og European Fair Pricing Network og fjallaði
um áskoranir sem felast í kostnaði og aðgengi að nýjum krabba-
meinslyfjum. Ráðstefnan er árleg og á 5 ára fresti hér á landi.
Thomsen ræddi um hvernig lyfjakostnaður danska ríkisins
hefði síðustu ár hækkað vegna krabbameinslyfja. 9% fjármagns
til heilbrigðiskerfisins fari í lyf í Danmörku. „Einn þriðji þessarar
upphæðar fer í krabbameinslyf,“ sagði hún og fór yfir hvernig
upphæðin hefur hækkað ár frá ári. Árið 2007 hafi 5 milljarðar
danskra króna farið í lyf en nú 9,2 milljarðar danskra króna, eða
175 milljarðar íslenskra króna.
Thomsen sagði að lyfjaverð leiki æ stærra hlutverk við með-
ferðina. „Verðið er á uppleið rétt eins og umræðan um hvort
meðferðirnar séu sjálfbærar.“ Stjórnvöld reyni að bregðast við
þessum aukna vanda og lækka verð.
„Þau velja jafnvel á milli lyfja því þau telja sig ekki hafa efni á
þeim öllum,“ sagði hún og nefndi sem dæmi í fyrirspurnum að
hollensk yfirvöld hefðu hafið lyfjaframleiðslu til að sporna við
vandanum.
Hún sagði frá samvinnunni innan ECL þar sem 25 félög frá 23
Evrópulöndum hafi frá árinu 2013 unnið að því að allir Evrópu-
búar fái árangursríkustu meðferð við krabbameini sem völ er á.
„En til þess þarf að vera gagnsæi í verðlagningu lyfjanna.“
Linda Aagaard Thom-
sen, lyfjafræðingur hjá
Danska krabbameins-
félaginu, hélt opinn
fyrirlestur á árlegri
ráðstefnu norrænna
læknanema, en ráð-
stefnan er haldin 5.
hvert ár hér á landi.
Mynd/gag
Bjargráður, Ástráður og Bangsaspítalinn eru allt verkefni sem
ráðist hefur verið í hér á landi eftir árlega ráðstefnu norrænna
læknanema. Ráðstefnan er 5. hvert ár hér á landi og voru
gestirnir í ár um 60 með 10 skipuleggjendum. Þetta segir Sólveig
Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema og ein skipuleggjenda
ráðstefnunnar. Hún var ánægð með viðburðinn.
„Þessi opni fyrirlestur Thomsen stóð upp úr,“ segir Sólveig.
Einnig hafi verið ánægjulegt hve margir erlendu gestanna tóku
þátt í skemmtidagskrá ráðstefnunnar. Þeir hafi farið í ferð um
Suðurland.
Ráðstefnugestir sátu 9 fyrirlestra og tóku þátt í vinnubúðum.
„Frábært er að fá tækifæri til að hitta norræna læknanema. Við
fáum hugmyndir að verkefnum og höfum sýnt að við framkvæm-
um þær,“ segir hún.
Fjöldi verkefna komið út úr samstarfi læknanema
Hækkandi lyfjakostnaður krefjandi
fyrir heilbrigðiskerfi heimsins
Lyfjafræðingur hjá Danska krabbameinsfélaginu benti á að lyfjakostnaður
í Danmörku hefði hækkað um ríflega 80% á rúmum áratug
Hún fór einnig yfir aðrar áskoranir í erindi sínu, eins og ólíka
löggjöf milli landa, sem geti haft áhrif á hvort lyfin fáist. Þá hafi
ECL einnig skoðað hvort lyfin sem eru gefin væru eins árangurs-
rík og ætla mætti. „Við höfum séð að krabbameinssjúklingar í
Evrópu hafa ekki aðgang að sömu meðferðunum,“ sagði hún og
nefndi til að mynda ólíka meðferð við lungnakrabbameini. Þær
nýjustu væru ekki endilega í boði í austurhluta Evrópu.
„Þegar við lítum á markaðinn síðustu 10 ár sjáum við mikinn
mun á því hvað býðst í hverju landi. Við sjáum hvernig fátækari
lönd geta keypt lyfin á lægra verði, en selja þau jafnharðan. Við
sjáum einnig að sum þessara ódýrari lyfja seljast upp,“ segir hún.
„Við sjáum hvernig lyfjafyrirtæki skortir hvata til að halda ódýr-
ari lyfjum á markaðnum. Þegar þau framleiða ný og dýrari lyf
taka þau ódýrari lyfin af markaði. Það hefur mikil áhrif á fátæk-
ari lönd Evrópu. Við sjáum því mikinn mun á austur- og vestur-
hluta Evrópu,“ sagði hún.
Teitur Ari Theodórsson og Sólveig Bjarnadóttir við fyrirlestur Lindu Aagaard Thomsen
á FINO 2019, ráðstefnu norrænna læknanema. Mynd/gag