Læknablaðið - dec 2019, Qupperneq 38
574 LÆKNAblaðið 2019/105
„Bakslag,“ segir Ebba Margrét Magnús-
dóttir, formaður Læknaráðs og kvensjúk-
dómalæknir, spurð um viðkvæma stöðu
innan stórra heilbrigðisstofnana landsins
um þessar mundir, til að mynda rekstrar-
vanda Landspítala. Starfsfólk spítalans
hafi verið búið að jafna sig eftir sparnað-
arkröfur hrunsáranna og verið orðið bjart-
sýnna.
„En með halla spítalans, sparnaðar-
kröfum frá fjárlaganefnd og samdrætti í
úthlutunum til byggingar nýja meðferðar-
kjarnans verður bakslag. Ég hef vissulega
smá áhyggjur af stöðunni og vona að
við missum ekki fólk sem gefst upp á
ástandinu,“ segir Ebba sem þó vill ekki
vera svartsýn.
„Já, margt er mjög vel gert og biðlistar
að einhverju leyti að minnka og heilbrigð-
isþing að ræða forgangsmál. Frábært. Fullt
af góðum hugmyndum, en það þarf að
hlúa að fólki á gólfinu, hlaupandi læknum
og hjúkrunarfræðingum sem standa vakt-
ina 24 tíma á sólarhring 365 daga á ári,“
segir hún. „Það er krefjandi.“
Verðum að standa í lappirnar
Ebba Margrét hefur stýrt Læknaráði
frá árinu 2017 og hefur aukinn þungi
færst í málefni Landspítala á þeim tíma.
Læknar tókust á á fundi læknaráðs
föstudaginn 15. nóvember og varð stjórn
ráðsins undir með ályktun sína um nýtt
skipurit Landspítala sem þótti of mild
gagnvart breytingunum. Hátt í 60 mnns
sátu fundinn. Hún segist una því og lúta
ákvörðunum meirihlutans. Mikilvægt sé
þó að læknar standi saman á þessum ólg-
utímum.
„Það eru sviptingar innan heilbrigð-
iskerfisins og mikilvægt að við læknar og
aðrar heilbrigðisstéttir stöndum í fæturna,
berjumst og séum hreinskilin með þenn-
an fyrirhugaða niðurskurð á stoðsviðum
Landspítala,“ segir hún og nefnir fréttir
um að draga eigi úr fjárframlögum fyrir
byggingu meðferðarkjarna spítalans um
3500 milljónir króna.
„Þetta eru engar smátölur. Daglega eru
fréttir af fráflæðisvanda bráðamóttökunn-
ar og þá hljóta ráðamenn að sjá að það
liggur á að laga ástandið,“ segir Ebba sem
telur að þótt þeir sem stýri framkvæmd
á nýjum spítala hafi stigið fram og sagt
að ekki ætti að hægja á framkvæmdum
sé erfitt að sjá hvernig annað sé hægt við
þessa ákvörðun.
„Allar opinberar framkvæmdir, svona
stórar, fara yfirleitt framúr í tíma. Við sjá-
um það með sjúkrahótelið. Það dróst að
afhenda það og þegar það var gert komu
margir gallar í ljós og ótrúlegt að svona
skuli gerast á 21. öldinni,“ segir Ebba.
Bakslag á Landspítala
„Það er með ólíkindum að við höfum í eitt og hálft ár,
ásamt Læknafélagi Íslands, Félagi sjúkrahússlækna og
Félagi almennra lækna, bent mannauðssviði Landspít-
ala, forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga á óánægju
okkar með þá leið sem farin var við vinnslu jafnlauna-
vottunar. Endalausir fundir, endalaus samtöl,“ segir
Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður Læknaráðs. Hún
sjái ekki hvernig spítalinn ætli að landa jafnlaunavottun
fyrir árslok.
Læknaráð mótmælir í ályktun harðlega því breska
kerfi sem Landspítal valdi að nota við vottunarferlið.
En verður hlustað? „Ég veit það ekki,“ segir Ebba Mar-
grét. „Ég satt að segja efast pínulítið um það.“ Mikill
tími og orka hefur farið í þetta mál. Bæði forstjóri og
framkvæmdastjóri lækninga virðast hlusta ólíkt fram-
kvæmdastjóra mannauðssviðs. „En því miður virðast
ekki gjörðir fylgja því að skilja hlutina.“
Í ályktuninni segir að læknar muni hvorki sætta sig
við að sjónarmið þeirra verði hunsuð, né að spítalinn
fái jafnlaunavottun með þessum hætti, í andstöðu við
lækna. Læknaráðið hvetur yfirstjórnina til að hverfa af
þessari braut og nota sama kerfi og aðrar íslenskar heil-
brigðisstofnarnir hafi notað með farsælum hætti.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ebba Margrét
Magnúsdóttir, formaður
Læknaráðs, segir aldrei
mikilvægara en nú að
læknar standi saman.
Þeir eigi ekki að standa
sundraðir af ótta við
að missa spón
úr aski sínum
Verðum að vanda til jafnlaunavottunar