Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Síða 40

Læknablaðið - des. 2019, Síða 40
576 LÆKNAblaðið 2019/105 „Andleg heilsa lækna er ekki til fyrir- myndar á heimsvísu,“ segir Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf- og bráðalæknir á Landspítala sem kynntist því á vor- mánuðum í fyrra að kulna í starfi. Hann fór í árs launalaust leyfi frá störfum en hefur nú fetað veginn hægt en örugglega aftur í fullt starf. Hann er í hálfu starfi á heilsugæslunni á Hellu og Hvolsvelli, í 25% á bráðamóttökunni og er að hluta til hjá Heilsuborg. Hann var í fullu starfi á bráðamóttökunni þegar hann brann yfir, þá nýkominn úr fæðingarorlofi. Hann lýsir því hvernig streitan hafi byggst upp á starfsferlinum. „Fyrstu kynni mín af áhrifum af mikilli streitu voru þegar ég byrjaði í sérnámi í bráðalækningum í Svíþjóð. Mér fannst, eins og flestir læknar kannast líklega við, mikil viðbrigði að fara út. Fara með fjölskylduna, vera á nýjum stað, í nýrri menningu, með nýtt tungumál og fá á sama tíma aukna ábyrgð í starfi.“ Mak- inn og börnin hafi þurft að aðlagast líka. „Þetta er mikið álag á alla fjölskylduna,“ segir hann. Spilað hafi inn í að starf lækna sé spennuþrungið, unnið á vöktum, hann hafi upplifað svefnleysi og álag. Guðmundur sagði frá reynslu sinni á ráðstefnu um streitu í Salnum í Kópavogi í byrjun nóvember og aftur í sal Lækna- félagsins þann 12. nóvember. Inn á milli ræddi hann við Læknablaðið. Þyngdist af álagi og streitu „Saga mín er sú að ég þyngdist mjög hratt og greip í taumana eftir um ársdvöl er- lendis, orðinn um 20 kílóum of þungur og í rauninni að brenna út. Ég átti ekki nein orð yfir það þá og áttaði mig ekki en fór að taka sjálfan mig og lífsstílinn í gegn. Ég horfði inn á við, fór að fókusa á svefn, hreyfingu og mataræði til að höndla stress betur.“ Hann hafi einnig kynnt sér hug- ræna atferlismeðferð, jákvæða sálfræði og núvitund. „Það hjálpar og eykur úthald fólks.“ Guðmundur hóf að vinna á bráðamót- tökunni þegar heim var komið árið 2012. Ábyrgðin jókst, sjúklingum fjölgaði og starfsfólki hafði fækkað í kjölfar hrunsins. Hver og einn hafi þurft að hlaupa hraðar. Smátt og smátt hafi taumhald náðst á ástandinu og býsna gott tímabil gengið í garð og hann beint athyglinni að heilsu föður síns. „Bæði afi minn og faðir hafa glímt við hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir hann. Breyttur lífsstíll Jóhanns Tómassonar föður hans og læknis, Ketó og lágkol- vetnamataræði, og árangur í kjölfarið hafi meðal annar leitt þá feðga í Kastljósið hjá Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þeim hafði tekist að vinna á insúlínviðnámi föðurins svo hann gat minnkað til muna lyfjainntökuna. Með ráðstefnur um mataræði „Lítil vitund var um áhrif mataræðis á heilsufar og því fannst okkur vert að blása til tveggja ráðstefna um málið til að upp- lýsa fólk.“ Mikill tími og orka hafi farið í skipulagninguna. „Ég brann fyrir málefn- inu og fann ekki fyrir álaginu. Hins vegar verður maður einhvers staðar að taka tímann og hann tók ég frá fjölskyldulíf- inu sem skapaði ójafnvægi og frústrasjón heima fyrir,“ lýsir hann. En það var ekki allt. „Á sama tíma eykst álagið á bráðamót- tökunni, innlagnarálagið eykst. Þegar ég klára seinni ráðstefnuna fæðist litla dóttir mín. Ég fer í fæðingarorlof. Hún svaf vel fyrir ungabarn en engu að síður truflaðist svefninn og þegar ég fór aftur í vakta- vinnu fór ég að finna aukin streituein- kenni,“ segir hann og lýsir þeim. „Neikvæðni, pirringur. Mér fannst erfiðara að eiga við vinnuna. Mér fannst ég vera að missa tökin á vinnunni minni.“ Hann hafi á endanum gengið inn til yfir- Á batavegi eftir að hafa brunnið yfir á bráðadeildinni Streitan og álagið byggðust upp hjá Guðmundi Frey Jóhannssyni í sérnámi og starfi þar til hann gekk inn til yfirmannsins á bráðamóttöku Landspítala uppgefinn. Hann fer yfir það með Læknablaðinu hvernig hann kulnaði í starfi. Hann hefur náð bata og betri tökum á því sem veldur honum streitu ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.