Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 40

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 40
576 LÆKNAblaðið 2019/105 „Andleg heilsa lækna er ekki til fyrir- myndar á heimsvísu,“ segir Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf- og bráðalæknir á Landspítala sem kynntist því á vor- mánuðum í fyrra að kulna í starfi. Hann fór í árs launalaust leyfi frá störfum en hefur nú fetað veginn hægt en örugglega aftur í fullt starf. Hann er í hálfu starfi á heilsugæslunni á Hellu og Hvolsvelli, í 25% á bráðamóttökunni og er að hluta til hjá Heilsuborg. Hann var í fullu starfi á bráðamóttökunni þegar hann brann yfir, þá nýkominn úr fæðingarorlofi. Hann lýsir því hvernig streitan hafi byggst upp á starfsferlinum. „Fyrstu kynni mín af áhrifum af mikilli streitu voru þegar ég byrjaði í sérnámi í bráðalækningum í Svíþjóð. Mér fannst, eins og flestir læknar kannast líklega við, mikil viðbrigði að fara út. Fara með fjölskylduna, vera á nýjum stað, í nýrri menningu, með nýtt tungumál og fá á sama tíma aukna ábyrgð í starfi.“ Mak- inn og börnin hafi þurft að aðlagast líka. „Þetta er mikið álag á alla fjölskylduna,“ segir hann. Spilað hafi inn í að starf lækna sé spennuþrungið, unnið á vöktum, hann hafi upplifað svefnleysi og álag. Guðmundur sagði frá reynslu sinni á ráðstefnu um streitu í Salnum í Kópavogi í byrjun nóvember og aftur í sal Lækna- félagsins þann 12. nóvember. Inn á milli ræddi hann við Læknablaðið. Þyngdist af álagi og streitu „Saga mín er sú að ég þyngdist mjög hratt og greip í taumana eftir um ársdvöl er- lendis, orðinn um 20 kílóum of þungur og í rauninni að brenna út. Ég átti ekki nein orð yfir það þá og áttaði mig ekki en fór að taka sjálfan mig og lífsstílinn í gegn. Ég horfði inn á við, fór að fókusa á svefn, hreyfingu og mataræði til að höndla stress betur.“ Hann hafi einnig kynnt sér hug- ræna atferlismeðferð, jákvæða sálfræði og núvitund. „Það hjálpar og eykur úthald fólks.“ Guðmundur hóf að vinna á bráðamót- tökunni þegar heim var komið árið 2012. Ábyrgðin jókst, sjúklingum fjölgaði og starfsfólki hafði fækkað í kjölfar hrunsins. Hver og einn hafi þurft að hlaupa hraðar. Smátt og smátt hafi taumhald náðst á ástandinu og býsna gott tímabil gengið í garð og hann beint athyglinni að heilsu föður síns. „Bæði afi minn og faðir hafa glímt við hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir hann. Breyttur lífsstíll Jóhanns Tómassonar föður hans og læknis, Ketó og lágkol- vetnamataræði, og árangur í kjölfarið hafi meðal annar leitt þá feðga í Kastljósið hjá Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þeim hafði tekist að vinna á insúlínviðnámi föðurins svo hann gat minnkað til muna lyfjainntökuna. Með ráðstefnur um mataræði „Lítil vitund var um áhrif mataræðis á heilsufar og því fannst okkur vert að blása til tveggja ráðstefna um málið til að upp- lýsa fólk.“ Mikill tími og orka hafi farið í skipulagninguna. „Ég brann fyrir málefn- inu og fann ekki fyrir álaginu. Hins vegar verður maður einhvers staðar að taka tímann og hann tók ég frá fjölskyldulíf- inu sem skapaði ójafnvægi og frústrasjón heima fyrir,“ lýsir hann. En það var ekki allt. „Á sama tíma eykst álagið á bráðamót- tökunni, innlagnarálagið eykst. Þegar ég klára seinni ráðstefnuna fæðist litla dóttir mín. Ég fer í fæðingarorlof. Hún svaf vel fyrir ungabarn en engu að síður truflaðist svefninn og þegar ég fór aftur í vakta- vinnu fór ég að finna aukin streituein- kenni,“ segir hann og lýsir þeim. „Neikvæðni, pirringur. Mér fannst erfiðara að eiga við vinnuna. Mér fannst ég vera að missa tökin á vinnunni minni.“ Hann hafi á endanum gengið inn til yfir- Á batavegi eftir að hafa brunnið yfir á bráðadeildinni Streitan og álagið byggðust upp hjá Guðmundi Frey Jóhannssyni í sérnámi og starfi þar til hann gekk inn til yfirmannsins á bráðamóttöku Landspítala uppgefinn. Hann fer yfir það með Læknablaðinu hvernig hann kulnaði í starfi. Hann hefur náð bata og betri tökum á því sem veldur honum streitu ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.