Læknablaðið - dec. 2019, Side 43
LÆKNAblaðið 2019/105 579
Martin Ingi Sigurðsson
Í tilefni starfsloka Gísla H. Sigurðssonar,
prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækn-
ingum við Háskóla Íslands og Landspítala,
var haldið málþing honum til heiðurs
föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn.
Gísli H. Sigurðsson var ráðinn fyrsti
prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækn-
ingum við Háskóla Íslands og forstöðu-
læknir við Landspítala árið 2000 eftir
að hafa gegnt stöðu prófessors við
Háskólann í Bern fyrir þann tíma. Auk
rannsóknarstarfa hefur Gísli verið mjög
virkur í kennslu læknanema, þróun sér-
námskennslu á Íslandi og skandinavísku
samstarfi á sviði kennslu og vísinda. Gísli
varð sjötugur í janúar síðastliðnum og
lauk þá störfum sem prófessor.
Á málþinginu hélt Martin Ingi Sig-
urðsson, arftaki Gísla, tölu um ævi og
störf hans. Sigríður Kalman, prófessor við
Karólínska háskólasjúkrahúsið, fjallaði
um skandínavískt samstarf á sviði svæf-
inga- og gjörgæslulækninga undir merkj-
um SSAI. Þá fjallaði Sven Erik Gisvold,
prófessor við háskólann í Þrándheimi,
um tíma sinn sem ritstjóri skandinavíska
tímaritsins í svæfinga- og gjörgæslulækn-
ingum auk þess sem hann fór yfir hug-
leiðingar sínar um hættuna við það þegar
yfirvöld leggja ofuráherslu á kostnað og
framleiðni heilbrigðiskerfisins. Í ráðstefnu-
lok flutti Alma Möller landlæknir Gísla
svo kveðju frá samstarfsmönnum við
Landspítalann.
Frá vinstri: Engilbert Sigurðsson, Sven Erik Gisvold, Sigurbergur Kárason, Martin Ingi Sigurðsson,
Gísli Heimir Sigurðsson, Alma Dagbjört Möller og Sigríður Kalman. Mynd Tómas Guðbjartsson
Málþing til
heiðurs Gísla
H. Sigurðssyni
Ríflega 60 manns
mættu á yfirlitsfund
Læknafélags um málið
Á félagsfundi Læknafélags Íslands þann
26. nóvember var farið yfir launalækkanir
á Landspítala. Ólga er í læknum þar sem
yfirmenn og sérfræðingar hafa verið kall-
aðir á fund yfirmanns og þeim tilkynnt
um breytingar á umsömdum ráðninga-
kjörum; að umsöndmum föstum yfir-
vinnutímum hafi verið sagt upp.
Í bréfi Reynis Arngrímssonar, for-
manns félagsins, til Páls Matthíassonar,
forstjóra spítalans, er óskað skýringa.
Beðið er um upplýsingar um umfang
launalækananna, sem sagðar eru félags-
mönnum að stafi af rekstrarvanda spít-
alans. Þá er óskað eftir því að fá að vita
hvers vegna ekki var leitað til samstarfs-
nefndar um kjör lækna vegna þess hve
umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum
séu. „Gerir félagið alvarlegar athugasemd-
ir við að svo var ekki gert,“ segir í bréfinu.
Læknafélagið óskar einnig eftir því að
fá að vita hvort og þá til hvaða annarra
hópa en lækna uppsögn yfirvinnustunda
nær til. Félagið vill vita hve umfangs-
miklar aðgerðinar séu, sundurliðað eftir
starfsstéttum. Þá vill félagið vita hve mik-
ið sparast á ársgrundvelli og fá svör sem
fyrst enda eigi nákvæmar upplýsingar um
þetta efni að vera til hjá stofnuninni.
Óska skýringa á launalækkunum yfirlækna og sérfræðinga
Fjöldi félagsmanna Læknafélags Íslands mættu á fund þess til að fara yfir ákvörðun Landspítala að greiða færri yfir-
vinnutíma eða enga til yfirlækna og sérfræðinga. Mynd/Védís