Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Dec 2019, Page 46

Læknablaðið - Dec 2019, Page 46
582 LÆKNAblaðið 2019/105 „Pólitík er ekkert annað en lýðheilsa, bara svolítið róttækari,“ sagði Dagur B. Eggerts- son læknir og borgarstjóri á fundi lækna- ráðs föstudaginn 9. október í hringsal Landspítala. Salurinn var þéttsetinn þar sem Dagur fór yfir hvernig læknar hafa haft áhrif á uppbyggingu Reykjavíkur- borgar og hvernig borgin gæti ýtt undir heilsusamlegra líferni. Í þessu samhengi nefndi hann til að mynda bæði Guðmund Björnsson og Guðmund Hannesson sem tóku þátt í borgarmálunum á fyrri hluta 20. aldar. „Það að berjast fyrir auknu heilbrigði í samhengi við skipulag borga og bæja er ekki endilega vinsælt þó að það sé gríðar- lega gagnlegt,“ sagði Dagur. „Með sam- spili borgarmyndunar og ójöfnuði erum við að sjá nýja mynd af faröldrum. Offita er einn af þeim,“ sagði borgarstjórinn. „Það vekur mikil viðbrögð í samfélaginu hvernig við tölum um þetta eða hvort við tölum um offitu sem heilbrigðisvanda,“ sagði hann um leið og hann lagði áherslu á hversu mikilvægt væri að skipulagið hvetti til hreyfingar. Heilbrigðisgleraugun sett upp „Það má segja að við séum í endur- skoðunafasa þegar kemur að læknisfræði og borgarskipulagi. Við erum að ræða og fjalla um áhrif skipulags á heilsu og þurfum að hafa heilbrigðisgleraugu á öllu sem við gerum,“ sagði Dagur og fór yfir tölfræði The Centers for Disease Control and Prevention, CDC, sem hefur safnað gögnum um offitu í Bandaríkjunum allt frá miðjum 9. áratugnum. Niðurstöðurnar hafi sýnt sláandi þróun á stuttum tíma. Allt frá því að 10-15% íbúa í helmingi fylkjanna hafi glímt við ofþyngd í kring- um 1990 í að 20% gerðu það á aldamóta- árinu. Fimm árum síðar hafi sú tala verið komin í 25% og enn vaxið. „Ofþyngd er nátend stétt og stöðu, hún er nátengd ójöfnuði,“ sagði Dagur og að það blasti við af ítarlegum tölum frá Bandaríkjunum. Hann benti á að til væru gögn hér á landi um þyngd grunnskóla- barna langt aftur í tíma. „Við eigum þau ekki grafískt sett upp,“ sagði hann. „En við eigum einstakt tækifæri til að segja íslensku söguna.“ Hann rakti hvernig landsmenn voru á hraðferð í átt að ofþyngd 2010-2011 mið- að við tölur sem teknar vorusaman fyrir OECD. Hins vegar voru ákveðnar vís- bendingar um það að margir áhættuþættir heilbrigðis hafi batnað eftir hrun. Hreyf- ing sé lykilþáttur. Skipulagið hefur áhrif á heilsu „Áhrif borgarskipulags á lífshætti, eins og hreyfingu, er mikill.“ Bandaríska stofnunin Clean Air Act hafi ráðist í mikla gagnasöfnun í Bandaríkjunum sem sýndi það. „Þau sýna að það skiptir máli í hvernig borgarhverfi þú býrð fyrir það hvernig þú hreyfir þig,“ sagði hann og að umhverfið hefði áhrif á heilsu; eins og of- þyngd og þunglyndi. „Það er línulegt samband á milli hreyf- ingar og þess hvort þú býrð í þéttri og blandaðri byggð eða dreifðri. Það skiptir til að mynda máli hvað skólinn er langt frá heimili þínu og hve langt er í næsta græna svæði,“ sagði hann og vísaði í tölur. „Líkurnar á að hreyfa sig aukast um 20% ef útivistarsvæði er innan 1 kílómetra fjarlægðar frá heimilinu, um 21% ef skóli er innan þessa marka, 23% þegar þéttleiki byggðar eykst um fjórðung og 19% þegar þjónustan eykst um fjórðung,“ sagði hann. „Þetta er ástæðan fyrir því að við viljum að innan aðalskipulags Reykjavíkur sé úti- vistarsvæði innan 300 metra frá sem allra flestum heimilum.” Það eigi við um 93% heimila í borginni. Pólitík snýst um lýðheilsu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur læknaráðs í hringsalnum í nóvember. Hann sagði frá áhrifum lækna á skipulagsmál í gegnum tíðina. Myndir/gag ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Borgarstjóri segir skipu- lagsmál beintengd heilsu íbúanna. Nú sé borgin í endurskoðunarfasa til að auka hreyfingu þeirra og þar með bæta heilsu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.