Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 52

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 52
588 LÆKNAblaðið 2019/105 Þrír nýir doktorar í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2019 BERGLIND AÐALSTEINSDÓTTIR varði doktorsritgerð sína í læknavísindum 14. maí 2019 við læknadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin heitir: Arfgerð og svipgerð ofvaxtarhjartavöðvakvilla á Íslandi. Andmælendur voru Perry M. Elliott, prófessor við University College í London, og Stellan Mörner, dósent við Háskólann í Umeå. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Gunnar Þór Gunnarsson, lektor við læknadeild, og meðleiðbeinandi var Hilma Hólm, sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd þau Davíð O. Arnar, gestaprófessor, Barry J. Maron, yfirlæknir við Tufts Medical Center í Boston, og Jonathan G. Seidman, prófessor við Harvard Medical School í Boston. Ágrip af rannsókn: Ofvaxtarhjartavöðvakvilli (OHK) er arf- gengur hjartasjúkdómur sem einkennist af þykknun hjartavöðva. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna algengi, arfgerð og svipgerð OHK á Íslandi. Leitast var við að finna alla sjúklinga sem greinst höfðu með OHK á Íslandi á tímabilinu 1997-2010 og þeim boðin þátttaka í erfðarannsókn. Fjölskylduskimun 225 fyrstu gráðu ættingja leiddi til greiningar á 108 arfberum stökk- breytingarinnar. Af þeim var um það bil helmingur með merki um sjúkdóminn. Karlar sem bera stökkbreytinguna virðast vera líklegri en konur til að þróa með sér sjúkdóminn á yngri árum en áhættan eykst með aldri hjá báðum kynjum. Sameiginleg setröð umhverfis stökkbreytinguna bendir til að þessir einstaklingar hafi erft stökkbreytinguna frá sameiginlegum forföður frá 15. öld. Áætlað algengi stökkbreytingarinnar á Íslandi er 0,36% og fjöldi arfbera því um 1200 manns. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að 5% sjúklinga (8 einstak- lingar) sem höfðu greinst með OHK reyndust hafa sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm, svokallaðan Fabry-sjúkdóm. Skortur á ens- íminu α-galaktósídasa getur valdið fjöllíffærakerfasjúkdómi sem getur meðal annars lagst á hjarta, taugakerfi og nýru. Fjölskyldu- skimun leiddi til greiningar á 33 einstaklingum til viðbótar með Fabry-sjúkdóm. Sjúkdóminn er hægt að meðhöndla með ensím- uppbótarmeðferð og því er rétt greining mikilvæg. Meðferðin er einkum árangursrík hefjist hún snemma, áður en líffæraskemmd- ir hafa átt sér stað. Doktorsefnið: Berglind Aðalsteinsdóttir lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2006, sérnámi í almennum lyflækningum árið 2015 og sérnámi í hjartalækningum þremur árum síðar. Berglind starfar á hjartadeild Haukeland-háskóla- sjúkrahússins í Bergen í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.