Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 53

Læknablaðið - des. 2019, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2019/105 589 ELÍAS SÆBJÖRN EYÞÓRSSON varði doktorsritgerð sína í læknavísindum 5. júní 2019 við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir: Lýðgrunduð áhrif 10-gilds samtengds pneumókokka- bóluefnis á notkun heilbrigðisþjónustu og kostnað. Andmælendur voru Daniel M. Weinberger, dósent við Yale University, Bandaríkjunum, og Arto Palmu, rannsóknastjóri við Nat. Institute for Health and Welfare, Finnlandi. Umsjónar- kennari og leiðbeinandi var Ásgeir Haraldsson, prófessor við læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd Birgir Hrafnkelsson, prófessor við raunvísindadeild, Karl G. Kristinsson, prófessor við læknadeild, Helga Erlendsdóttir, aðjúnkt við læknadeild, og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við hagfræðideild. Ágrip af rannsókn: Streptococcus pneumoniae eru hluti af eðlilegri örveruflóru nefkoks flestra barna, en einnig algengur sjúkdómsvaldur. Algengustu birtingarmyndir pneumókokkasýk- inga eru miðeyrnabólgur og lungnabólgur, en þær valda einnig heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Markmið rannsóknarinnar var að meta lýðgrunduð áhrif innleiðingar 10-gilda samtengda pneumókokkabóluefnisins á Íslandi. Einstaklingsgögnum var safnað úr fimm lýðgrunduðum gagnagrunnum og sjúkraskrám Landspítala frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2017. Rannsóknirnar sem þessi ritgerð er byggð á sýndu fram á gríðarlegan samfélagslegan ábata af innleiðingu pneumókokka- bóluefnisins á Íslandi. Hún olli fækkun á læknisheimsóknum, sjúkrahúsinnlögnum og sýklalyfjaávísunum hjá börnum og hjarðónæmi myndaðist hjá fullorðnum. Innleiðing bóluefnisins leiddi af sér sparnað frekar en kostnað. Doktorsefnið: Elías Sæbjörn Eyþórsson lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hann stundar sérnám í almennum lyflækningum við Landspítala. ÞÓRARINN ÁRNI BJARNASON varði doktorsritgerð sína 6. júní 2019 við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir: Sykursýki 2 og brátt kransæðaheilkenni - Greining, áhrif á æðakölkun og horfur. Andmælendur voru Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, pró- fessor við Háskólann í Gautaborg, og Gunnar Þór Gunnarsson, lektor við Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var Karl Andersen prófessor og leiðbeinandi Vilmundur G. Guðnason, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Guðmundur Þorgeirsson, pró- fessor emeritus, Rafn Benediktsson prófessor og Thor Aspelund prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Ágrip af rannsókn: Sykursýki 2 (SS2) og forstig SS2 eru þekkt- ir áhættuþættir æðakölkunar og alvarlegra fylgikvilla hjarta- og æðasjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi að finna áreiðanlega aðferð til að greina SS2 og forstig SS2 hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Í öðru lagi að meta áhrif truflaðra sykurefnaskipta á magn æðakölkunar hjá sjúklingum með (BKH). Að lokum að meta aukna áhættu á fylgi- kvillum hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá sjúklingum með BKH og trufluð sykurefnaskipti. Rannsóknin leiddi í ljós að unnt er að greina með öryggi SS2 hjá sjúklingum með BKH með endurteknum mælingum á HbA1c og fastandi blóðsykri þar sem greining SS2 eykst ekki að marki með viðbót sykurþolsprófs. Nýgreint forstig SS2 og SS2 hjá sjúk- lingum með BKH eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir æðakölkun í hálsslagæðum þar sem hækkað blóðglúkósa-gildi tveim klukku- stundum eftir inntöku glúkósa hefur sterk tengsl við aukna æða- kölkun. Doktorsefnið: Þórarinn Árni Bjarnason lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands 2014. Hann var sérnámslæknir við Landspít- ala og starfar nú við University of Iowa Hospital and Clinics í Bandaríkjunum. Myndir af doktorunum tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.