Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - dec 2019, Qupperneq 53

Læknablaðið - dec 2019, Qupperneq 53
LÆKNAblaðið 2019/105 589 ELÍAS SÆBJÖRN EYÞÓRSSON varði doktorsritgerð sína í læknavísindum 5. júní 2019 við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir: Lýðgrunduð áhrif 10-gilds samtengds pneumókokka- bóluefnis á notkun heilbrigðisþjónustu og kostnað. Andmælendur voru Daniel M. Weinberger, dósent við Yale University, Bandaríkjunum, og Arto Palmu, rannsóknastjóri við Nat. Institute for Health and Welfare, Finnlandi. Umsjónar- kennari og leiðbeinandi var Ásgeir Haraldsson, prófessor við læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd Birgir Hrafnkelsson, prófessor við raunvísindadeild, Karl G. Kristinsson, prófessor við læknadeild, Helga Erlendsdóttir, aðjúnkt við læknadeild, og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við hagfræðideild. Ágrip af rannsókn: Streptococcus pneumoniae eru hluti af eðlilegri örveruflóru nefkoks flestra barna, en einnig algengur sjúkdómsvaldur. Algengustu birtingarmyndir pneumókokkasýk- inga eru miðeyrnabólgur og lungnabólgur, en þær valda einnig heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Markmið rannsóknarinnar var að meta lýðgrunduð áhrif innleiðingar 10-gilda samtengda pneumókokkabóluefnisins á Íslandi. Einstaklingsgögnum var safnað úr fimm lýðgrunduðum gagnagrunnum og sjúkraskrám Landspítala frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2017. Rannsóknirnar sem þessi ritgerð er byggð á sýndu fram á gríðarlegan samfélagslegan ábata af innleiðingu pneumókokka- bóluefnisins á Íslandi. Hún olli fækkun á læknisheimsóknum, sjúkrahúsinnlögnum og sýklalyfjaávísunum hjá börnum og hjarðónæmi myndaðist hjá fullorðnum. Innleiðing bóluefnisins leiddi af sér sparnað frekar en kostnað. Doktorsefnið: Elías Sæbjörn Eyþórsson lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hann stundar sérnám í almennum lyflækningum við Landspítala. ÞÓRARINN ÁRNI BJARNASON varði doktorsritgerð sína 6. júní 2019 við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir: Sykursýki 2 og brátt kransæðaheilkenni - Greining, áhrif á æðakölkun og horfur. Andmælendur voru Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, pró- fessor við Háskólann í Gautaborg, og Gunnar Þór Gunnarsson, lektor við Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var Karl Andersen prófessor og leiðbeinandi Vilmundur G. Guðnason, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Guðmundur Þorgeirsson, pró- fessor emeritus, Rafn Benediktsson prófessor og Thor Aspelund prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum. Ágrip af rannsókn: Sykursýki 2 (SS2) og forstig SS2 eru þekkt- ir áhættuþættir æðakölkunar og alvarlegra fylgikvilla hjarta- og æðasjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var þríþætt. Í fyrsta lagi að finna áreiðanlega aðferð til að greina SS2 og forstig SS2 hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Í öðru lagi að meta áhrif truflaðra sykurefnaskipta á magn æðakölkunar hjá sjúklingum með (BKH). Að lokum að meta aukna áhættu á fylgi- kvillum hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá sjúklingum með BKH og trufluð sykurefnaskipti. Rannsóknin leiddi í ljós að unnt er að greina með öryggi SS2 hjá sjúklingum með BKH með endurteknum mælingum á HbA1c og fastandi blóðsykri þar sem greining SS2 eykst ekki að marki með viðbót sykurþolsprófs. Nýgreint forstig SS2 og SS2 hjá sjúk- lingum með BKH eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir æðakölkun í hálsslagæðum þar sem hækkað blóðglúkósa-gildi tveim klukku- stundum eftir inntöku glúkósa hefur sterk tengsl við aukna æða- kölkun. Doktorsefnið: Þórarinn Árni Bjarnason lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands 2014. Hann var sérnámslæknir við Landspít- ala og starfar nú við University of Iowa Hospital and Clinics í Bandaríkjunum. Myndir af doktorunum tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.