Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 4
491
Einar Logi Snorrason, Bergrós Kristín Jóhannesdóttir, Thor Aspelund,
Vilmundur Guðnason, Karl Andersen
Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök í heiminum í dag. Árið 2015 dóu yfir
7,4 milljónir manna af völdum blóðþurrðarhjartasjúkdóma, eða um 13% allra dauðsfalla.
Í Evrópu eru blóðþurrðarhjartasjúkdómar orsakavaldur 21% dauðsfalla meðal kvenna og
20% dauðsfalla meðal karla. Á Íslandi hefur nýgengi þessara sjúkdóma lækkað verulega á
síðustu árum eða um 66,5% og samhliða því hefur dánartíðni af völdum þeirra lækkað um
86% á tímabilinu 1981-2015.
Horfur þeirra sem fá kransæðastíflu fer sömuleiðis batnandi og skýrist það að miklu
leyti af bættri lyfjameðferð og tækniframförum. Um miðja síðustu öld dó þriðji hver sjúk-
lingur með bráða kransæðastíflu áður en hann náði að útskrifast heim af sjúkrahúsi en nú
er dánartíðni STEMI sjúklinga um 6-7% 30 dögum eftir innlögn.
499
Bryndís Ester Ólafsdóttir, Halla Fróðadóttir,
Rebekka Guðrún Rúnarsdóttir, Elsa Björk Valsdóttir
Risafituæxli á kvið - sjúkratilfelli
Fituæxli eru algeng góðkynja mjúkvefjaæxli, oftast lítil, hægvaxandi og einkennalaus. Hér
er lýst tilfelli 52 ára konu í mikilli yfirþyngd sem leitaði læknis vegna stækkandi æxlis ofan
við lífbein sem var á stærð við fótbolta. Æxlið hafði farið vaxandi síðustu 8 mánuði. Sjúk-
lingurinn undirgekkst aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Risafituæxli eru skilgreind sem
fituæxli yfir 10 cm í þvermál eða sem vega meira en 1000 grömm.
484 LÆKNAblaðið 2018/104
F R Æ Ð I G R E I N A R
11. tölublað ● 104. árgangur ● 2018
487
Fjölmiðlar og heil-
brigðiskerfið
Magnús Haraldsson
Æskilegt væri að ritstjórar
helstu fjölmiðla landsins
ræddu við forsvarsmenn heil-
brigðiskerfisins um hvernig
best sé að fjalla með ábyrgum
hætti um heilbrigðismál og
koma í veg fyrir að lýsingar
settar fram í geðshræringu
séu gerðar að fréttaefni.
489
Nóbelsverðlaunin
í læknisfræði 2018
– bylting í meðferð
krabbameina
Örvar Gunnarsson
Horfur sjúklinga fara nú
almennt batnandi og ég
get ekki ímyndað neitt fag
læknisfræðinnar sem er jafn
skemmtilegt og með eins
hraðri framþróun og krabba-
meinslækningar.
L E I Ð A R A R
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA
502
Óttar Guðmundsson
Lækningar í Íslendingasögum
Fyrir daga Hippókratesar var orsök allra sjúkdóma
talin vera fyrir galdur eða áhrif góðra eða vondra
afla. Fyrstu læknarnir voru venjulega galdramenn
sem reyndu að reka sjúkdóma út með galdri. Talið
er að frummerking orðsins læknir sé einmitt sær-
ingamaður.