Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 12

Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 12
492 LÆKNAblaðið 2018/104 ast sem STEMI. Sjúklingar með trópónínhækkun án ST­hækkunar á hjartariti voru flokkaðir sem NSTEMI þegar aðrar skýringar á trópónínhækkun höfðu verið útilokaðar.13 Þeir sem bjuggu er­ lendis voru útilokaðir. Í þeim tilvikum sem sami sjúklingur var greindur með kransæðastíflu oftar en einu sinni árið 2006 réð sú greining sem kom fyrst hópaskiptingunni. Þeir sem létust á fyrstu 24 klukkustundunum eftir komu á Landspítala voru útilokaðir í rannsókninni þar sem skráning var ekki stöðluð á því hverjir þeirra flokkuðust sem dauðsföll utan sjúkrahúss. Endapunktur rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Sjúklingum var fylgt eftir fram til 1. janúar 2015 og upplýs­ ingar um dánardag voru fengnar frá dánarmeinaskrá Hagstofu, síðar Embættis landlæknis. Samsettur endapunktur samanstóð af andláti af hvaða orsök sem er ásamt endurinnlögn vegna hjarta­ dreps. Upplýsingar um endurinnlagnir vegna hjartadreps (ICD: I21.0, I21.1, I21.9, I21.4) voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspít­ ala. Vegna hárrar dánartíðni NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga fyrsta mánuðinn eftir innlögn voru þeir sem létust fyrstu 28 dagana í báðum hópum teknir út fyrir aldursleiðréttingu. Þessi afklipping samsvarar því að eftirfylgni hefði náð til þeirra sem lifðu af hjarta­ áfallið. Alls voru 34 NSTEMI­sjúklingar og 19 STEMI­sjúklingar teknir út við samanburð vegna þessarra skilmerkja. Áhættuþættirnir háþrýstingur, reykingasaga, fjölskyldusaga, blóðfituröskun og sykursýki voru skráðir til að meta áhrif þeirra á langtímalifun. Áhættuþættir voru skráðir samkvæmt skráning­ um í Sögukerfi Landspítala. Einstaklingar með háþrýsting voru þeir sem voru á blóðþrýstingslækkandi lyfjum við fyrstu inn­ lögn, höfðu sögu um háan blóðþrýsting eða voru greindir með háþrýsting í legu. Reykingasögu var skipt upp í tvo flokka, annars vegar þeir einstaklingar sem reyktu við innlögn og hins vegar þeir sem höfðu aldrei reykt eða höfðu hætt að reykja meira en 30 dögum fyrir innlögn. Blóðfituröskun var skilgreind sem heildarkólesteról í blóði yfir 7,0 mmól/l eða einstaklingar á blóðfitulækkandi lyfjum. Sykursýki var skráð með sömu skilmerkjum og háþrýstingur. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í RStudio (Version 0.98.1091). Nýgengisútreikningar byggðust á fjölda landsmanna 31. desem­ ber 2005. Lifunargreiningar voru framkvæmdar til að kanna lang­ tímalifun einstaklinga og Kaplan­Meier gröf teiknuð fyrir bæði NSTEMI og STEMI. Munur milli lifunar NSTEMI og STEMI var metinn með log­rank prófi. Cox­aðhvarfsgreining var notuð til að leiðrétta fyrir aldri, kyni og áhættuþáttum. Einþátta­ og fjölþátta aðhvarfsgreining voru bæði notuð til að meta áhrif hverrar breytu fyrir sig. T­próf voru notuð til að kanna mun á meðalaldri milli hópa. Kí­kvaðrat próf var notað til að bera saman flokkabreytur. P<0,05 var notað sem mælikvarði á tölfræðilega marktækan mun milli hópa. Við upphaf rannsóknar lá fyrir leyfi frá vísindasiðanefnd (VSN­ 14­179) og yfirlækni hjartadeildar. Niðurstöður Árið 2006 var 469 sjúklingum gefin sjúkdómsgreiningin bráð kransæðastífla á Landspítala. Í 288 tilvikum var greind NSTEMI og 181 sinni STEMI. Þar af voru 7 með NSTEMI og 9 með STEMI útilokaðir vegna búsetu erlendis. Sex einstaklingar greindust bæði með NSTEMI og STEMI árið 2006. Fyrsta greining var NSTEMI hjá 280 einstaklingum og STEMI hjá 167 einstaklingum. Í þessari rannsókn voru því 447 sjúklingar með bráða kransæðastíflu rann­ sakaðir. Við samanburð á lifun milli NSTEMI og STEMI voru 246 NSTEMI­sjúklingar sem lifðu af fyrstu 28 dagana og 148 STEMI­ sjúklingar. Af rannsóknarhópnum greindust 293 karlar og 154 konur með bráða kransæðastíflu. Lýðfræðilegar upplýsingar og fjöldi áhættu­ þátta rannsóknarþýðisins má sjá í töflu II. Þar sem skráning var afturskyggn er um að ræða nokkra vanskráningu áhættuþátta. Enginn marktækur munur reyndist á kynjahlutfalli NSTEMI­ og STEMI­sjúklinga. R A N N S Ó K N Tafla I. Erlendar lifunarrannsóknir, %. Land NSTEMI 4 ára lifun NSTEMI 5 ára lifun STEMI 4 ára lifun STEMI 5 ára lifun PRAIS UK Registry10 Bretland 77,4 Fabio Vagnarelli et al11 Ítalía 58 63,6 Vogel et al27 Austurríki 57,9 Terkelsen et al9 Danmörk 50 70 Þessi rannsókn Ísland 55 51 78 77 Tafla II. Lýðfræðilegar upplýsingar rannsóknarþýðis, (%). NSTEMI n=280 STEMI n=167 p-gildi Kyn Karlar Konur Meðalaldur (ár) Alls Karlar Konur 176 (62,9) 104 (37,1) 73,0 69,9 78,3 117 (70,1) 50 (29,9) 65,3 63,1 70,4 n.s. <0,01 <0,01 <0,01 Háþrýstingur Með háþrýsting Án Óþekkt 195 (69,6) 63 (22,5) 22 (7,9) 88 (52,7) 61 (36,5) 18 (10,8) <0,01 Reykingasaga Reykir Aldrei reykt/hættir* Óþekkt 64 (22,9) 190 (67,9) 26 (9,3) 68 (40,7) 85 (50,9) 14 (8,4) <0,01 <0,01 Fjölskyldusaga Með sögu Án sögu Óþekkt 112 (40) 82 (29,3) 86 (30,7) 73 (43,7) 55 (32,9) 39 (23,4) 1 Blóðfituröskun Með röskun Án sögu Óþekkt 122 (43,6) 86 (30,7) 72 (25,7) 48 (28,7) 88 (52,7) 31 (18,7) <0,01 Sykursýki Með Án Óþekkt 60 (21,4) 162 (57,9) 58 (20,7) 18 (10,8) 132 (79,0) 17 (10,2) <0,01 n.s.: ekki tölfræðilega marktækur munur milli hópa. *Þeir sem hættu að reykja >30 dögum fyrir innlögn töldust vera hættir að reykja.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.