Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2018, Síða 19

Læknablaðið - nov. 2018, Síða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 499 S J Ú K R A T I L F E L L I Inngangur Fituæxli (lipoma) eru algeng góðkynja mjúkvefjaæxli, mynduð af þroskuðum fitufrumum og afmörkuð með bandvefshimnu.1­3 Fitu­ æxli geta myndast hvar sem fitufrumur eru til staðar en eru þó oft­ ast yfirborðslæg.1 Fituæxli eru yfirleitt hægvaxandi, undir 2 cm í þvermál og vega nokkur grömm.1,4 Í sumum tilfellum geta fituæxli orðið að svokölluðum „risafituæxlum“ (giant lipoma) sem eru skil­ greind sem æxli yfir 10 sentímetrar í þvermál eða sem vega meira en 1000 grömm.1,5,6 Töluverðum fjölda tilfella um risafituæxli hefur verið lýst erlendis, en þetta er það fyrsta sem lýst er hér á landi. Tilfelli Um var að ræða 52 ára konu í mikilli yfirþyngd (líkamsþyngdar­ stuðull 60 kg/m2) sem leitaði læknis vegna stækkandi æxlis ofan við lífbein. Æxlið hafði farið vaxandi yfir tæplega þriggja mánaða tímabil og var orðið á stærð við hnefa. Henni var vísað á bráða­ móttöku Landspítala til uppvinnslu. Ekki voru áberandi verkir til staðar eða önnur einkenni. Þar sem töluverður roði var yfir húð­ inni, þó ekki væru merki um ígerð (abscess), var hún sett á sýklalyf og ekki fyrirhugað frekara eftirlit. Sex mánuðum síðar leitaði sjúklingurinn aftur á bráðamóttöku Landspítala vegna vaxandi mæði og var þá greind klínískt með lungnasegarek af lungnalæknum og sett á blóðþynningarmeðferð. Í þeirri heimsókn kom í ljós að æxlið fyrir ofan lífbein hafði enn vaxið og var orðið á stærð við fótbolta. Sérstaklega hraður vöxtur hafði verið síðastliðnar tvær vikur að sögn sjúklings. Fengið var álit kviðarholsskurðlækna og lýtalækna við uppvinnslu á æxlinu og settu þeir saman teymi sem sá um uppvinnslu og meðferð. Við skoðun var æxlið á breiðum húðstilk ofan við lífbein og náði niður að ytri skapabörmum. Það var hreyfanlegt frá kvið­ veggnum, mjúkt viðkomu og hékk niður á milli læra. Mikill bjúg­ ur var í húðinni sem var dökkleit og gróf. Það var fleiður undir fyrirferðinni sem vessaði frá en engin sýkingarmerki (mynd 1). Risafituæxli á kvið ­ sjúkratilfelli Á G R I P Fituæxli eru algeng góðkynja mjúkvefjaæxli, oftast lítil, hægvaxandi og einkennalaus. Hér er lýst tilfelli 52 ára konu í mikilli yfirþyngd sem leit- aði læknis vegna stækkandi æxlis ofan við lífbein sem var á stærð við fótbolta. Æxlið hafði farið vaxandi síðustu 8 mánuði. Uppvinnsla gaf vísbendingu að um fituæxli væri að ræða. Sjúklingurinn undirgekkst aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Vefjagreiningin sýndi fituæxli án ill- kynja vaxtar. Fituæxli eru fjarlægð þegar stærð þeirra er farin að valda einkennum eða útiloka þarf illkynja mein. Risafituæxli eru skilgreind sem fituæxli yfir 10 cm í þvermál eða sem vega meira en 1000 grömm. Bryndís Ester Ólafsdóttir1 læknir Halla Fróðadóttir1 læknir Rebekka Rúnarsdóttir2 læknir Elsa B. Valsdóttir1,3 læknir 1Skurðsviði, 2meinafræðideild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Bryndís Ester Ólafsdóttir, bryndeo@landspitali.is Birt með leyfi sjúklings. doi.org/10.17992/lbl.2018.11.204 Mynd 1. Fyrirferð sem hangir á breiðum húðstilk ofan við lífbein. Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56. Þegar meðferðarmarkmið næst ekki með einlyfjameðferð1 Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn: GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur. Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa vi s 71 01 32 UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI:

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.