Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2018, Side 22

Læknablaðið - nov. 2018, Side 22
502 LÆKNAblaðið 2018/104 Læknablaðið kallaði eftir greinum í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Forsaga Læknisfræði Vesturlanda á miðöldum átti rætur að rekja til Grikklands og hins svokallaða Hippókratesar­skóla. Þaðan kemur fjórvessakenningin, sem var einhver lífseigasta tilgáta í lækningum fyrri alda. Samkvæmt henni réðist heilsa og óheilsa manna af jafnvæginu milli fjögurra líkamsvessa, blóðs, svarta gallsins, slíms og gula gallsins. Vessarnir áttu upptök sín í ákveðnum líffærum og tengdust svo aftur frumefnunum fjórum, eldi, vatni, jörð og lofti. Eiginleikar efnisins skiptu auk þess máli, rakt eða þurrt, heitt eða kalt. Þetta kenningakerfi var flókið en nýmælið var að sjúkdómar ættu sér líffræðilega skýringu en ekki yfirnáttúrulega. Fyrir daga Hippókratesar var orsök allra sjúkdóma talin vera fyrir galdur eða áhrif góðra eða vondra afla. Fyrstu læknarnir voru venjulega galdramenn sem reyndu að reka sjúkdóma út með galdri. Talið er að frummerking orðsins læknir sé einmitt særingamaður. Læknar sem störfuðu eftir fjórvessakenningunni viðhöfðu önnur vinnubrögð. Þeir áttu margs konar ráð til að leiðrétta ójafnvægi vessanna: blóðtökur, niðurgangs­ og uppsölulyf, sára­ meðferð til að losa líkamann við slím og fleira. Hippókratesar­læknisfræðin vissi lítið um líffæra­ eða líf­ eðlisfræði. Krufningar á mönnum voru ekki stundaðar svo að einungis var stuðst við athuganir á dýrum. Með falli Rómaveldis og þeirri almennu hnignun siðmenningar sem fylgdi í kjölfarið fór vísindaleg læknisfræði halloka og vék á nýjan leik fyrir ýmiss konar hjátrú og göldrum. Með kristninni upphófst tími kraftaverkalækninga þar sem treyst var á guðlega forsjón. Gömul þekking varðveittist þó í Arabalöndunum þar sem grísk menning naut mikillar virðingar. Með stofnun háskóla hófst læknisfræðin aftur til virðingar. Fyrir áhrif kirkjunnar var þó litið á læknisfræðina sem hugvís­ indi og skilið á milli handlækninga og bóklækninga. Þetta þýddi að almennar handlækningar og sárameðferð voru í höndum ómenntaðra sáralækna sem studdust við kunnáttu og reynslu kynslóðanna. Meðferð annarra veikinda átti helst að vera í hönd­ um menntaðra lækna. Íslendingasögur gera greinarmun á handlækningum og lyflækningum. Talað er um „sár“ þegar orsök veikindanna er augljós en „sótt“ þegar ekki er vitað um uppruna veikindanna. Venjulega var þó talið að „sótt“ ætti sér yfirnáttúrulega skýringu og örlögin lékju stórt hlutverk. Í sóttlækningum var aftur gripið til galdra eins og í árdaga en sáralækningar voru mun einfaldari Lækningar í Íslendingasögum Óttar Guðmundsson geðlæknir, formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar ottarg@landspitali.is Upphaf Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í útgáfu Svarts á hvítu, Reykjavík 1988. Úr Sturlungu, upphaf þess kafla sem kall- aður er Hrafns saga Sveinbjarnarsonar, - úr skinnhandritinu AM 122 a fol, Króksfjarðarbók, sem er ritað á árunum 1350-1370. Birt með leyfi Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræð- um. Ljósmynd: Jóhanna Ólafsdóttir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.