Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - nov. 2018, Side 25

Læknablaðið - nov. 2018, Side 25
LÆKNAblaðið 2018/104 505 sögu. Snorri goði þreifar eftir sárum og aðskotahlutum hjá hinum sáru eftir bardagann í Vigrafirði. Bragðskynið notuðu menn til að greina holsár. Snorri goði smakkar á blóðflekk í snjón um þar sem Bergþór Þorláksson hafði legið í Vigrafirði. Hann segir að þetta sé holblóð og maðurinn sé feigur og það gekk eftir. Sennilega hefur Snorri fundið bragð af galli eða garnainnihaldi og metið sárið útfrá því. Sama gerir læknirinn að Stiklastöðum sem vill gefa mönnum laukgraut að eta. Hún gat síðan fundið lyktina úr sárinu hvort magi eða görn voru sköðuð. Í Fóstbræðrasögu er sagt að hátt hafi látið í holsárum manna eftir bardagann að Stiklastöðum „sem náttúra er til sáranna“. Hér er sennilega átt við blásturshljóð sem berast frá brjóstkassa eftir mikil sár. Sárin eru svo skilgreind sérstaklega í sögunum og lögbókum. Alvarlegustu sárin eru kölluð heilund, holund og mergund. Þessi sár voru venjulega banvæn og þurfti ekki um þau að binda. Í lagatextunum ráðast bótakröfur eftirlifenda af umfangi sáranna. Menn nota vatn til lækninga og „fægja“ sár manna. Í Þórðar sögu hreðu bjó Þorvarður læknir Indriða kerlaug og fægði sár hans og er sagt að hann hafi ekki haft banvænleg sár. Menn bundu síðan um sárin eins og Þormóður Kolbrúnarskáld gerði þegar hann risti sundur línbrók sína og notaði til að stöðva blóð­ rás. Mestu skipti í lækningum að koma í veg fyrir að mönnum blæddi út enda er þess oft getið í sögunum að hetjuna mæddi blóðrás. Menn kunnu að binda þannig um sár að blæðingin stöðvaðist. Alþýða manna hefur kunnað margs konar aðgerðir til að bæta heilsu sína eins og heit böð og að verma sig við eld. Grettir baðaði sig í lauginni að Reykjum eftir sundið úr Drangey enda var hann mjög þrekaður. Verkfæri Menn áttu ekki mörg verkfæri til lækninga. Í sögunum er getið um spennitöng og hnífa sem menn notuðu til að skera í sárin. Bæði í Eyrbyggjasögu og Fóstbræðrasögu er einmitt getið um lækna sem áttu og notuðu spennitöng við lækningar sínar. Lítið er fjallað um jurtir í sögunum. Þorgerður notar söl til að æsa upp þorstann hjá föður sínum svo að hann hætti við að svelta sig til bana. Læknirinn á Stiklastöðum notar lauk og önnur grös í grein­ ingarskyni en ekki lækningaskyni. Í nokkrum sögum er getið um lækningamátt mjólkur, svo sem í Fóstbræðrasögu og Finnboga sögu ramma og fleiri sögum. Helgir menn Í biskupasögum er víða getið um jarteiknir eða kraftaverkalækn­ ingar þeirra Þorláks helga Þórhallssonar og Guðmundar góða Arasonar. Þar má finna margar lýsingar á ýmsum sjúkdómum eins og flogaveiki, augnsjúkdómum og kviðarholssjúkdómum. Lækningin er venjulega fólgin í áheiti á hinn helga biskup en er ekki lýst að öðru leyti. Þessar sögur sýna vel úrræðaleysi manna gagnvart öllum sjúkdómum sem ekki voru sýnilegir og áþreifan­ legir. Hrafn Sveinbjarnarson Frægasti læknir sögualdar er Hrafn Sveinbjarnarson sem getið er um í Sturlungu. Í frásögnum um Hrafn eru áhrif Hippókratesar­ læknisfræðinnar mjög áberandi. Hann læknar hugarvíl konu með því að taka úr henni blóð eins og alsiða var í fjórvessakenn­ ingunni. Lækningar í Íslendingasögum eru stundaðar af alþýðufólki sem studdist ekki við annan lærdóm en þjóðtrú og eigið hyggjuvit. Miklum sögum fer af mörgum þessara lækna en þeir eru sjaldn­ ast aðalpersónur sagnanna. Undantekning frá þeirri reglu er Snorri goði í Eyrbyggjasögu. Þessir læknar eru fyrst og síðast sára­ eða bráðalæknar og geta búið um sár, greint umfang þeirra og stillt blóðrás. Þegar kom að öðrum sjúkdómum skorti menn þekkingu og leita frekar til trúarinnar og heita á helga menn. Þetta er sérlega áberandi í lækningum Snorra goða í Eyrbyggju. Hann meðhöndl­ ar sár og meiðsli af öryggi en gagnvart farsóttinni í Fróðárundr­ um beitir hann yfirnáttúrulegum aðferðum kristninnar. Helstu heimildir Íslendingasögur. Samúelsson S. Sjúkdómar og banamein íslenskra fornmanna. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1998. Óttar Guðmundsson á málþingi um vananir í Þjóðmenningarhúsinu um daginn sem Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar stóð fyrir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.