Læknablaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2018/104 529
MARITA DEBESS MAGNUSSEN varði
doktorsritgerð sína í líf og læknavísindum
við læknadeild Háskóla Íslands 21. sept
ember. Ritgerðin heitir: Sýklalyfjaónæmi
hjá Streptococcus pneumoniae, Streptococcus
pyogenes og Escherichia coli í Færeyjum, tengsl
við sýklalyfjanotkun og samanburður við Ís-
land og Danmörku.
Andmælendur voru Anders Koch, sér
fræðilæknir í smitsjúkdómum og faralds
fræði við Statens Serum Institut, Kaup
mannahöfn og Valtýr Stefánsson Thors,
sérfræðilæknir í smitsjúkdómum barna,
Barnaspítala Hringsins.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var
Karl G. Kristinsson, prófessor. Auk þeirra
sátu í doktorsnefnd Helga Erlendsdóttir
lífeindafræðingur, Pál Magni Weihe, yfir
læknir, Shahin Gaini, yfirlæknir og Þórólf
ur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Ágrip af rannsókn
Landfræðileg einangrun Færeyja gerir
eyjaklasann að ákjósanlegum stað fyrir
rannsóknir á beratíðni baktería, klónasam
setningu þeirra og bólusetningarannsókn
ir. Engu að síður hafa slíkar rannsóknir
ekki verið fyrir hendi og takmarkaður
aðgangur að nauðsynlegum gögnum hef
ur hamlað slíkum rannsóknum. Þau nýju
gögn og greiningar sem birtast í þessari
ritgerð gefa mikilvægar upplýsingar um
sýklalyfjaónæmi hjá þremur meinvaldandi
bakteríum í mönnum í Færeyjum – strept
ókokkum af flokki A (GAS), Escherichia coli
og pneumókokkum. Álykta má að tengslin
á milli sýklalyfjaónæmis hjá E. coli og
sýklalyfjanotkunar réttlæti endurmat á
stefnu við val á sýklalyfjum við þvag
færasýkingum. Beratíðni pneumókokka
í börnum á leikskólum var lág og sýkla
lyfjaónæmi sjaldgæft. Algengi pneumó
kokka með minnkað næmi fyrir penisillíni
var lágt í samanburði við Ísland og Dan
mörku. Bólusetningaráætlunin frá 2008
virðist hafa fækkað bóluefnishjúpgerðum
í ífarandi sýkingum og auk þess eru vís
bendingar um breytingar á algengi tiltek
inna hjúpgerða pneumókokka í berum.
Tölfræðilíkan um þróun sýklalyfja ónæmis
hjá E. coli auðveldar okkur að gera raun
hæfar spár um þróun ónæmis samfara
aukinni sölu sýklalyfja og gæti gagnast
öðrum þjóðum í eftirliti þeirra með
sýklalyfjaónæmi. Með því að bera saman
niðurstöður tengdar færeysku þjóðinni við
niðurstöður nágrannalandanna Íslands og
Danmerkur, hefur nú i fyrsta sinn fengist
mat á stöðu Færeyja í samhengi við þá
alheimsógn sem steðjar af fjölónæmum
bakteríum.
Doktorsefnið
Marita Debess Magnussen (1975) fékk
meistaragráðu frá London School of
Hygiene and Tropical Medicine, Uni
versity of London. Hún rekur og er fram
kvæmdastjóri sjálfstæðrar rannsóknastofu
í Færeyjum og kennir örverufræði við
háskólann þar.
Guðmundur Hrafn Guðmundsson, doktorinn nýi: Amaranta Ú. Armesto Jiminez og Gisli Jenkins. Myndir Kristinn
Ingvarsson.
Valtýr Stefánsson Thors, nýdoktorinn Marita Debess Magnussen og Anders Koch.