Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2018, Qupperneq 49

Læknablaðið - nov 2018, Qupperneq 49
LÆKNAblaðið 2018/104 529 MARITA DEBESS MAGNUSSEN varði doktorsritgerð sína í líf­ og læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands 21. sept­ ember. Ritgerðin heitir: Sýklalyfjaónæmi hjá Streptococcus pneumoniae, Streptococcus pyogenes og Escherichia coli í Færeyjum, tengsl við sýklalyfjanotkun og samanburður við Ís- land og Danmörku. Andmælendur voru Anders Koch, sér­ fræðilæknir í smitsjúkdómum og faralds­ fræði við Statens Serum Institut, Kaup­ mannahöfn og Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum barna, Barnaspítala Hringsins. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Karl G. Kristinsson, prófessor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Helga Erlendsdóttir lífeindafræðingur, Pál Magni Weihe, yfir­ læknir, Shahin Gaini, yfirlæknir og Þórólf­ ur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ágrip af rannsókn Landfræðileg einangrun Færeyja gerir eyjaklasann að ákjósanlegum stað fyrir rannsóknir á beratíðni baktería, klónasam­ setningu þeirra og bólusetningarannsókn­ ir. Engu að síður hafa slíkar rannsóknir ekki verið fyrir hendi og takmarkaður aðgangur að nauðsynlegum gögnum hef­ ur hamlað slíkum rannsóknum. Þau nýju gögn og greiningar sem birtast í þessari ritgerð gefa mikilvægar upplýsingar um sýklalyfjaónæmi hjá þremur meinvaldandi bakteríum í mönnum í Færeyjum – strept­ ókokkum af flokki A (GAS), Escherichia coli og pneumókokkum. Álykta má að tengslin á milli sýklalyfjaónæmis hjá E. coli og sýklalyfjanotkunar réttlæti endurmat á stefnu við val á sýklalyfjum við þvag­ færasýkingum. Beratíðni pneumókokka í börnum á leikskólum var lág og sýkla­ lyfjaónæmi sjaldgæft. Algengi pneumó­ kokka með minnkað næmi fyrir penisillíni var lágt í samanburði við Ísland og Dan­ mörku. Bólusetningaráætlunin frá 2008 virðist hafa fækkað bóluefnishjúpgerðum í ífarandi sýkingum og auk þess eru vís­ bendingar um breytingar á algengi tiltek­ inna hjúpgerða pneumókokka í berum. Tölfræðilíkan um þróun sýklalyfja ónæmis hjá E. coli auðveldar okkur að gera raun­ hæfar spár um þróun ónæmis samfara aukinni sölu sýklalyfja og gæti gagnast öðrum þjóðum í eftirliti þeirra með sýklalyfjaónæmi. Með því að bera saman niðurstöður tengdar færeysku þjóðinni við niðurstöður nágrannalandanna Íslands og Danmerkur, hefur nú i fyrsta sinn fengist mat á stöðu Færeyja í samhengi við þá alheimsógn sem steðjar af fjölónæmum bakteríum. Doktorsefnið Marita Debess Magnussen (1975) fékk meistaragráðu frá London School of Hygiene and Tropical Medicine, Uni­ versity of London. Hún rekur og er fram­ kvæmdastjóri sjálfstæðrar rannsóknastofu í Færeyjum og kennir örverufræði við háskólann þar. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, doktorinn nýi: Amaranta Ú. Armesto Jiminez og Gisli Jenkins. Myndir Kristinn Ingvarsson. Valtýr Stefánsson Thors, nýdoktorinn Marita Debess Magnussen og Anders Koch.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.